Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 12

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 17 TBL 4. maí 2016 36. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Nú mætti sumarið koma fyrir mér... Álft í vetrarhreiðri Meðfylgjandi mynd tók Róbert Daníel Jónsson við Hnausakvísl og birti á fésbókarsíðu sinni í gær. „Það er frekar sorglegt að sjá álftina við Hnausahvísl með vængi útbreidda til að verja eggin sín fyrir slagviðrinu sem gengur núna yfir. Hún er búin að liggja á hreiðrinu núna nálægt þrem vikum en álftir liggja á eggjum í 34 - 35 daga,“ segir Róbert. /KSE 560 VARMAHLÍÐ & 453 8888 www.velaval.is Verið velkomin VIÐ ERUM Í ALFARALEIÐ! FÓÐUR FYRIR ALLAN BÚPENING! Fínasta Sæluvikustemning í Síkinu Árið er – Lögin sem lifa Það var vel lagt í stórviðburð Sæluvikunnar að þessu sinni en Viðburðaríkt, með Áskel Heiðar og Sigurlaugu Vordísi í fararbroddi, stóð fyrir uppsetn- ingu á tónlistarveislunni Árið er – Lögin sem lifa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú á föstudagskvöldið. Í boði var fjölbreyttur skammtur af vel þekktum dægurlögum frá síðustu fjórum áratugum og voru söngvarar í miklu stuði, umgjörðin stórkostleg og sannkölluð Sæluvikustemning ríkti í Síkinu. Stórhljómsveit hússins með Magna Ásgeirs í farar- broddi var öryggið uppmálað og söngvarar fóru á miklum kostum, studdir öflugum bakröddum þegar það átti við. Rúllað var í gegnum vel á þriðja tug laga og hitnaði vel í kolunum þegar leið á kvöldið. Söngvarar kvöldsins voru Magni Ásgeirs, Sigga Beinteins, Sigga Thorlacius, Ellert Jóhanns, Sigvaldi Gunnars, Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur Heiðars og Völu Báru, Sigurlaug Vordís og ekki síst Róbert bakari Óttarsson. Umgjörð tónleikanna var stórglæsileg. Króksararnir og bræðurnir, Adam Smári og Agnar Hermannssynir, höfðu veg og vanda af sviðsmynd og hljóði og ljósasjó þeirra var geðveikt flott og einkar vel hannað. Hljóð var pottþétt og þá voru myndskeið, frásögn og viðtöl, sem birt voru á tveimur risatjöldum sitt hvorum megin við sviðið, skemmtileg og vel heppnuð tenging milli laga. Innslögin voru unnin af þeim sömu og færðu okkur útvarps- og sjónvarpsþættina Árið er. /ÓAB Myndir: Pétur Ingi og Óli Arnar > Nánar á Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.