Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 7
17/2016 7 upplifði samt að fólk horfði á mann og ég var elt í búðum.“ Aðspurð segir Bylgja að það hefði vissulega verið gaman að sjá fermingargreiðslu í öllu hárinu sem hún var búin að safna en að öðru leyti hafi henni bara fundist dálítið spennandi að prófa eitthvað nýtt. „Ég var bara heppin að þetta kom aftur, það tók svona átta mánuði og þá komu lítil og mjúk hár eins og á ungabörnum.“ Hún segir að allir hafi tekið þessu vel og kenn- ararnir hafi undirbúið krakkana í skólanum áður en hún kom þangað aftur og hún hafi gefið þeim kost á að spyrja. „En ég var svo sem þekkt hérna í Skagafirði sem stelpan sem missti hárið.“ Vildi drífa í barneignum „Ég var búin að vera ansi lengi að tala um það að við yrðum að reyna að eignast börn. Hjörvar sagði að við hefðum nægan tíma og ekkert lægi á en ég var ekki sammála því og hann gaf eftir.“ Elsta dóttirin, Camilla Líf, fæddist í desember 2008. „Þessir níu mánuðir sem ég gekk með hana voru þeir fyrstu sem mér leið vel. Ég var laus við verki, blæðingar og nánast daglegan hausverk, ég blómstraði á þessum tíma,“ segir Bylgja. En undir lok meðgöngunnar veiktist hún, blóðþrýstingurinn fór hækkandi og endaði með því að hún fékk meðgöngueitrun og fæðingin var sett af stað viku fyrir tímann. „Ég var með Camillu á brjósti í ellefu mánuði en um leið og það var búið skullu verkirnir á aftur og hafa farið versnandi með hverri fæðing- unni,“ segir Bylgja. Þegar Camilla var um fjög- urra mánaða veiktist Bylgja mikið. „Ég vissi ekkert hvað þetta var, ég var eitthvað undar- leg, alltaf óglatt og leið ekki vel. Ég var búin að fara oft til læknis á þessum tíma og kom engu niður, var hætt að geta sofið því mér leið eins og ég myndi ekki vakna aftur.“ Teknar voru alls konar blóðprufur og í einni læknaheimsókninni var móðir Bylgju tekin afsíðis og rætt við hana um að líklega væri Bylgja með fæðingarþunglyndi og búin að plata hana inn í lygavef með sér. Þær mæðgur ætluðu að fara til Akureyrar og athuga hvort hún fengi einhverja aðstoð þar, en ákváðu að bíða eftir föður hennar sem var á leið í land. Honum var mjög brugðið þegar hann sá dóttur sína, enda var hún lítið nema skinn og bein og mjög máttfarin. Hann hringdi svo á lækni og var þá búið að skoða betur blóðprufuna sem gaf til kynna að skjaldkirtillinn væri nánast hættur að starfa. „Um leið og ég vissi hvað var að, var eins og ég væri mörgum kílóum léttari. Það var svo mikill munur að vita að þetta væri ekki bara ímyndun og að geta haldið aftur á barninu mínu,“ segir Bylgja en hún var lengi að byggja sig upp eftir veikindin og tekur lyf daglega vegna þeirra. „Ég vil tengja þetta endó- metríósunni. Skjaldkirtilsvan- virkni og blettaskalli eru sjálfs- ofnæmissjúkdómar og telja sumir læknar að endómetríósan sé það líka, á meðan aðrir halda því fram að vegna hennar séu meiri líkur á að þróa með sér aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Það er algengt að ef þú ert með einn þá fáirðu annan líka. Þarna var ég hugsanlega komin með þann þriðja. Ég tengi þetta allt í einn pakka.“ Þessu til viðbótar hefur hún nýlega greinst með einkenni vefjagigtar en segist ekki alveg búin að samþykkja þá greiningu, og lítur frekar á það sem afleiðingu allra hinna veikindanna. Sprautur sem notaðar eru við krabbameini hjá körlum Á árslok 2009 hætti Bylgja á brjóstapillunni svokölluðu og fljótlega eftir það sprakk blaðra á eggjastokknum með miklum sársauka. Í kjölfarið var hún send í kviðarholsspeglun, til að kanna hvort um endómetríósu væri að ræða, en ekkert fannst nema vökvafylltur blettur á leginu. Verkirnir héldu áfram og var henni sagt að ef hún ætlaði að eignast fleiri börn væri rétti tíminn til að huga að því. „Við ákváðum að láta á það reyna, ég vissi að það var eitthvað á leginu og fannst það ekki hljóma vel.“ Bettý Lilja fæddist svo í apríl 2011, í miðju háskólanámi, og endaði sú meðganga einnig með meðgöngueitrun. „Þegar hún er fjögurra mánaða byrja ég á blæðingum með hryllilegum verkjum. Allt sumarið hringdi ég nánast daglega í kvensjúkdóma- lækninn minn og prufuð voru hin ýmsu verkjalyf en ekkert virkaði. Í lok ársins er ákveðið að prufa sprautur sem heita Zoladex og eru yfirleitt notaðar við krabbameini hjá körlum. Ég fékk mánaðarskammt og svo tvisvar sinnum þriggja mánaða skammt. Þá loksins varð ég verkjalaus en verkirnir voru orðnir þannig að ég átti viku frí í hverjum mánuði, nokkurn vegin verkjalaus.“ „Þetta var farið að hafa mjög mikil áhrif á allt, fjölskyldulífið og andlegu hliðina. Maður var alltaf verkjaður og ég þurfti að plana allt, ég gat ekki farið í veislur eða hitt vini mína, því ég vissi að ég yrði í rúminu. Það var allt annað líf eftir að ég fór á Zoladex meðferðina og í rúmt ár var ég verkjalaus og gat gert það sem ég vildi,“ segir Bylgja. Hún segir ýmsar aukaverkanir fylgja lyfinu en þær séu mismunandi og minni á breytingaskeið kvenna, enda sé í raun verið að framkalla það. „Ég fer á einar blæðingar eftir að ég er búin í þessari meðferð og þá tökum við ákvörðun um að reyna strax aftur við þriðja barnið, þannig að þá keypti ég mér ennþá fleiri verkjalausa mánuði.“ Sú meðganga endaði með með- göngueitrun, en mun vægari en í hin tvö skiptin. Erfitt að þurfa að taka ákvörðun um legnám 27 ára Eftir þriðju fæðinguna segist Bylgja hafa verið nokkuð góð þar til blæðingar hófust aftur. Var þá ákveðið að kaupa smá tíma með annarri Zoladex meðferð, sem lauk í mars síðastliðnum. Stóð meðferðin í sex mánuði en Bylgja segist ekki hafa orðið verkjalaus fyrr en seinni mánuðina. Það var svo loks þegar þessi meðferð hófst, seinnipart síðasta árs, að hún fékk endanlega staðfest að um endómetríósu væri að ræða, í hennar tilfelli Adenomyosis sem er staðbundið afbrigði sjúk- dómsins. Í mörgum tilfellum finnst legslíma í kviðarholi kvenna og raunar ýmsum örðum stöðum í líkamanum, hjá Bylgju virðist aðeins um að ræða blöðru fasta á leginu, enda eru verkirnir staðbundnir. „Það sem bíður mín núna er að fara í legnám. Það er þó ekki sjálfgefið að það virki fyrir konur með endómetríósu að þær verði verkjalausar. En þar sem þetta er staðbundið hjá mér viljum ég og læknirinn minn trúa því að það sé lausnin. En það er erfitt að vera 27 ára og þurfa að ákveða þetta. Mér finnst þetta mjög stór partur af mér sem konu, þó ég viti og vilji trúa því að lífið verði miklu auðveldara, er þetta samt svo stór ákvörðun. Í rauninni er bara spurning, viljum við reyna við annað barn eða fara í aðgerðina strax,“ segir Bylgja. Sú sterka tilfinning sem hún hafði fyrir því að drífa í barneignum var því ekki að ástæðulausu. Auk þess sem legnám liggur fyrir mörgum konum með endó- metríósu glíma um 30-40% þeirra við ófrjósemi, sem er m.a. tilkomin vegna samgróninga í kviðarholinu. Fyrir tíu árum voru stofnuð samtök um endómetríósu sem halda úti fræðslu á vefnum endo. is og standa auk þess fyrir ráðstefnum, spjallhópum, útgáfu bæklinga og fleiru. „Það er mjög erfitt að eiga við sjúkdóminn og greina hann, það er talað um að greiningarferlið sé sjö til tíu ár, sem er bara hryllilega langt. Ég vona að það sé að verða breyting á. Þegar ég kynntist samtökunum og fór á fyrstu ráðstefnuna sem var haldin hér á landi 2012 þá upplifði ég mig svo heilbrigða, ég var ekki svona aum og léleg eins og ég hafði verið. Þá upplifði ég líka að þetta væri bara allt einn Frá vinstri: Solveig, Sonja, Sjöfn, Ægir, Bylgja og Finnur. MYND: ÚR EINKASAFNI Fermingarmyndirnar, með og án hárkollu. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Bylgja ásamt mömmu sinni, Solveigu Pétursdóttur. MYND: AUÐUNN NÍELSSON Bylgja sæl í fjárhúsunum. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.