Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 8
8 17/2016 pakki, skjaldkirtilinn og bletta- skallinn og veikindin á með- göngunum,“ segir Bylgja. Hún bætir því við að það hafi verið mikill léttir að mæta skilningi annarra kvenna sem hafa svipaða reynslu. Bylgja segist alltaf hafa fengið mikinn stuðning frá sínum nánustu. „Mamma er náttúru- lega búin að standa með mér allan tímann, fara með mér til lækna og reyna allt sem hún getur. Systur mínar hlaupa til ef það er eitthvað og Hjörvar fylgir mér í nánast allar lækna- heimsóknir og aðstoðar mig þegar ég er í verstu köstunum. Þau eru alltaf til staðar, og bara öll fjölskyldan, þau hafa gengið í gegnum þetta með mér, það er ömurlegt fyrir aðstandendur að horfa upp á mann í þessu ástandi“ segir Bylgja þakklát. Hún segist finna að matarræði skipti miklu máli sem og álag. Þannig hafi hún til dæmis lagst í rúmið eftir brúðkaup þeirra hjóna á síðasta ári. „Ég kem mér alltaf í gegnum allt og yfirleitt er mikið að gera hjá mér. En svo kemur þetta eftir á, þegar verður spennufall, þá byrja verkirnir oft.“ Þrátt fyrir allt segist Bylgja ná að stunda sína vinnu. „Ég hef held ég aldrei hringt mig inn veika út af endómetríósunni, sem er bara afrek, en ég er náttúrulega mjög þrjósk. En ég hef einu sinni verið send heim. Þá var ég bara mjög slæm og allir sáu það að ég var mjög verkjuð. En ég hef alltaf látið mig hafa það en fæ það líka í bakið þegar ég kem heim. Núna er ég búin að vera í seinni Zoladex meðferð- inni en ef ég hefði ekki farið á hana þá er ég ekkert viss um að ég væri að vinna,“ segir hún. Vonast eftir að greiningarferlið styttist Bylgja fagnar aukinni umræðu um endómetríósu. „ Þetta hefur verið svo mikið feimnismál og frekar ógeðfellt að tala um blæðingar. Mér fannst það alveg líka en þegar ég kynntist sam- tökunum var ég staðráðin í því að það væri einhver tilgangur með því að ég væri að ganga í gegnum þetta. Ég vil reyna eins og ég get að fræða aðra um þetta. Það er ekki eðlilegt að þurfa að ganga í gegnum svona kvalir.“ Í fyrstu segist hún hafa aðstoðað samtökin og frætt þá sem hún hitti, t.d. með því að dreifa bæklingum. „En í vor, þegar ég fékk að vita að legnám væri eini kosturinn fyrir mig og það væri næsta skref, þá hugsaði ég: „Af hverju bara að halda þessu fyrir mig?“ Ég ákvað að ef aðrir væru að ganga í gegnum þetta og það hjálpaði einhverjum að lesa um það sem að ég er búin að ganga í gegnum, þá væri það þess virði. Mér fannst þetta alltaf vera eins og ég væri að leita eftir einhverri vorkunn og ég vil það ekki, ég er aðeins of mikill nagli í eitthvað svoleiðis.“ Bylgja vísar þarna til stöðufærslna á fés- bókarsíðu sinni, sem vakið hafa athygli og urðu raunar kveikjan að þessu viðtali. Hún segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð og oft fá spurningar frá konum sem hafa svipaða upplifun og sér þyki vænt um það. Bylgja segist einnig vonast til að aukin fræðsla verði til þess að greiningarferli endómetríósu styttist. Aðspurð um hvort hún sé reið yfir hve langan tíma tók að greina hennar veikindi segir hún að slíkt hjálpi ekki. „Ég varð reyndar alveg brjáluð þegar ég varð svona veik út af skjald- kirtlinum og lét í mér heyra. Það var bara svo hryllilegt að ganga í gegnum þau veikindi og ég var ekki sátt, en læknirinn minn náði mér ofan af þessari reiði. Það hjálpar engum að vera reiður. Maður hugsar auðvitað oft: „Af hverju ég?“ En ég myndi aldrei óska einhverjum öðrum að ganga í gegnum þetta. Ég held að ég eigi að gera eitthvað með þetta, fræða aðra og slíkt, það er einhver ástæða fyrir að ég var valin. Ég horfi þannig á það,“ segir Bylgja að lokum. Bylgja og Hjörvar árið 2014. MYND: ÚR EINKASAFNI Hvernig nemandi varstu? Senni- lega í skárra meðallagi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Eftir á að hyggja hinn trúarlegi tvískinnungur sem einkennir gjörninginn fyrr og síðar. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ungur drengur undirbjó, / í anda glæstra vona, / hitt og annað hygg ég þó, / ég hafi endað svona. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli Legokubbarnir skori ekki hæst þegar allt er talið. Besti ilmurinn? Þetta er auðvitað frámunalega klisjukennt, en angan af vori kemur fyrst upp í hugann. Hvaða lag er líklegast að þú takir í kareókí? Það er bara alls ekkert líklegt í þessu samhengi! Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Svo sem engu en ég neita ekki að hafa ansi gaman af House of Cards. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Nú hef ég bara öngvar sérstakar mætur á slíkum umfram öðrum tvífætlingum. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Segja til. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Uppvask. Hættulegasta helgarnammið? Lakkrísinn. Hvernig er eggið best? Nýorpið og linsoðið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Gæti mögulega verið þvermóðska sem ég hef heyrt gefið í skyn að eigi það til að skjóta upp kollinum stöku sinnum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Tvöfeldni, tvískinnungur og ósanngirini. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „...nóttlaus voraldar veröld...” Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nú ekki sá minnugasti sko... Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Gæti verið garmurinn hann Garfield. Hvaða fræga manneskja mundir ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Einar Kolbeins NAFN: Einar Kolbeinsson. ÁRGANGUR: 1973. FJÖLSKYLDUHAGIR: Sam- og fjarbúð með Emblu Eir Oddsdóttur, forstöðumanni Norðurslóðanets Íslands á Akureyri. Við eigum samtals fjögur börn, tvo uppkomna og tvær á hraðri uppleið. BÚSETA: Bólstaðarhlíð. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur Kolbeins Erlendssonar og Sólveigar Ingu Friðriksdóttur í Bólstaðarhlíð hvar ég var fóstraður frá fyrstu tíð. Föðurfólk Húnvetningar og Skagfirðingar en móðurfólk að mestu skagfirskt. STARF / NÁM: Sjálfstætt starfandi. BA í samfélags- og hagþróunar- fræði frá HA og MBA í viðskiptafræði frá HÍ. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Byggja upp fyrirtækið og vörumerkið Heima- fengið utan um ferðaþjónustu og matvælavinnslu. þú helst vilja vera? Þó af aurum ætti gnægð, / af íhaldssömum vana, / síst ég myndi fagna frægð, / fjandinn má eiga hana. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Vonlaust að nefna eina bók eða einn höfund. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Ég er almennt séð á móti því að hefja fólk á stall eða setja einn hærra en annan. Sagan sýnir að slíkt er oft ekki verðskuldað, við erum öll mikilvæg á einn eða annan hátt. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Það væri eflaust afar áhugavert að kíkja stuttlega við hjá hugvits- og listamanninum Leonardo da Vinci og fylgjast með honum uppgötva, smíða og skapa allskonar ólíkindaverk. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hlyti að verða: „Í óþökk hans sjálfs.“ Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Tuvalu. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Sjá afkomendurna okkar komast til fullorðinsára og ná fótfestu þar sem þeim líður sannarlega vel, ferðast til framandi staða og sjá miklu meira af heiminum og ná nokkrum tilteknum persónulegum markmiðum. Einar Kolbeins ásamt Ölmu dóttur sinni. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.