Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 11

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 11
17/2016 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina getur farið og mokað snjóinn af bílnum sínum.... já, það snjóar ennþá. Spakmæli vikunnar Slæmt viðhorf er eins og sprungið dekk; þú kemst ekkert fyrr en þú skiptir um það. – Zig Ziglar Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta 3. Stillið á hnoðunarkerfið og hnoðið deigið. 4. Takið úr vélinni, hnoðið, setjið á plötu með smjörpappír, og látið hefast í 30 mínútur 5. Bakað við 180° næst neðst í ofninum í 40 mínútur. Eða bara látið vélina klára þetta. 6. Gott að vefja brauðið inn í rakt viskustykki eftir að það er komið úr ofninum. RÉTTUR 3 Eftirréttur með hindberjasósu 100 ml hindberjasósa 300 ml hrein jógúrt 2 msk hlynsíróp 4 msk múslí eða granóla Aðferð: 1. Jógúrt og hlynsíróp hrært saman 2. Setjið hindberjasósuna í botninn á glasinu 3. Hrærið jógúrt og hlynsíróp saman, og setjið yfir hindberja- sósuna. 4. Múslí stráð yfir. Hindberjasósan: 100 gr frosin hindber 1 msk hreint hlynsíróp 1 dropi stevía eða 1 tsk hlynsíróp ½ tsk vanilludropar ¼ tsk sítrónusafi Aðferð: Uppskrift upprunalega fengin úr bókinni Café Sigrún eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttir. Setjið allt hráefnið í lítinn pott og hitið við vægan hita í 7 – 8 mínútur. Berin kramin. Sósan geymist í krukku í kæli í nokkrar vikur. Æðisleg ofan á ís. Verði ykkur að góðu! Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu RÉTTUR 1 Rækju, avókadó og mangó salat fyrir 3-4 manns. Uppskrift upprunalega fengin úr bókinni Café Sigrún eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttir. 250 g rækjur 200 ml hrein jógúrt 2-3 msk sætt sinnep 1 msk límonusafi 2 msk hunang (eða 4 dropar stevía) 1-2 avókadó 1 mangó Ristaðar brauðsneiðar Aðferð: 1. Fyrir sósuna: Blandið saman jógúrt, sætu sinnepi, límónusafa, og hunangi. 2. Skerið avókadóið og mangóið í teninga 3. Setjið rækjur, avókadó, og mangó í skál og veltið varlega. 4. Berið salatið fram með sósunni og ristabrauði. RÉTTUR 2 4 korna brauð í brauðvél (eða á hefðbundinn hátt) 3 dl volgt vatn 2 tsk salt 1 msk olía 1 msk hunang 1 dl sólblómafræ 1 dl sesamfræ 1 dl möluð hörfræ 1 dl graskersfræ 1/2 dl kókoshveiti 3 dl Kornax hveiti (í bláu pokunum) 3 dl gróft spelti 1 msk þurrger Aðferð: 1. Setjið vatn, salt, olíu, og hunang í hnoðunarskálina. 2. Bætið korninu og hveitinu út í. Þurrgerið síðast. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra er matgæðingur vikunnar. Hún bíður upp á rækju, avókadó og mangó salat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu. Ásta skorar á Marie Ann Hauksdóttur frá Haugi að koma með nokkrar uppskriftir. Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli Hahaha... Tvær mannætur sátu á bekk og sáu riddara. Þá sagði önnur þeirra: - Neeeei! Ekki dósamatur aftur! Feykir spyr... Á að fara til útlanda/ sólarlanda í sumar? Spurt á Facebook UMSJÓN siggag@nyprent.is „Já, það er stefnan, stefni líka á nokkra daga í sumar og sól í Skagafirði í sumar.“ Ágúst Ingi Ágústsson „Já, við fjölskyldan förum á ættarmót til Stokkhólms og kíkjum aðeins yfir til Finnlands. Sól og blíða bara , er þaggi?“ Auður Björk Birgisdóttir „Nei, ég fer ekki til útlanda í sumar.“ Gísli Sigurðsson „Planið mitt er að fara út í sumar, kannski í sólina eða heimsækja bróðir minn sem býr í Kanada. Kem svo heim og held áfram að tana.“ Gyða Valdís Traustadóttir „Nei, það verður ekki farið til sólarlanda í sumar. Við fórum í fyrra til Mallorca en látum okkur nægja að ferðast innanlands í ár. Birna Eiríksdóttir Vissurðu að... ... Prince var 157 sentimetra hár? ... Prince þótti engu að síður efnilegur körfuboltamaður? ... uppáhaldsmáltíðin hans þegar hann var að gera Purple Rain var spaghettí og appelsínudjús? ... Prince samdi og gaf út yfir 600 lög á ferlinum? Ásta Sveinsdóttir. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.