Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 4

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 4
4 17/2016 Vikuna 24.-30. apríl var rúmum 25 tonnum landað á Skagaströnd, rúmum 12 tonnum á Hofsósi, rúmum 374 tonnum á Sauðárkróki og tæpum 1400 kílóum á Hvammstanga. Eins og sjá má á meðfylgjandi yfirliti er grásleppuvertíðin enn í fullum gangi. /KSE Aflatölur 24. -30. apríl á Norðurlandi vestra Rúm 375 tonn á Sauðárkróki SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 1.387 Alls á Hvammstanga 1.387 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Grásleppunet 2.101 Bogga í Vík Grásleppunet 647 Dagrún HU 121 Grásleppunet 2.529 Dísa HU Grásleppunet 759 Fengsæll Grásleppunet 3.687 Geiri HU 69 Handfæri 968 Hafdís HU 85 Grásleppunet 1.998 Hafrún HU 12 Dragnót 2.896 Hjördís HU 16 Grásleppunet 3.573 Húni HU 62 Þorskanet 1.625 Smári HU 7 Handfæri 1.830 Stefanía HU 136 Handfæri 964 Sæunn HU 30 Handfæri 1.242 Alls á Skagaströnd 25.020 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 25.479 Fannar SK 11 Grásleppunet 2.387 Gammur SK 12 Grásleppunet 2.154 Hafborg SK 54 Grásleppunet 2.659 Hafey SK 10 Grásleppunet 4.007 Klakkur SK 5 Botnvarpa 125.439 Kristín SK 77 Handfæri 595 Málmey SK 1 Botnvarpa 191.894 Már SK 30 Grásleppunet 3.216 Nökkvi ÞH 27 Rækjuvarpa 11.922 Óskar SK 13 Grásleppunet 3.206 Vinur SK 22 Grásleppunet 1.433 Alls á Sauðárkróki 374.391 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 3.207 Von SK 21 Grásleppunet 1.883 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 2.149 Þytur SK 18 Grásleppunet 4.970 Alls á Hofsósi 12.209 Frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 25. júní 2016 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis kemur saman til fundar að Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, fimmtudaginn 19. maí nk., kl. 13:00, til þess að gefa vottorð um meðmælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36 frá 1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmæl- endalistum með nöfnum meðmælenda úr Norð- vesturkjördæmi til yfirkjörstjórnar í dómssal Héraðsdóms Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, föstudaginn 13. maí nk. milli kl. 10 og 12, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista. Yfirkjör- stjórn Norðvesturkjördæmis gefur eingöngu út vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.Ísland.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. 2. maí 2016 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis Kristján G. Jóhannsson Guðný Ársælsdóttir Ríkarður Másson Guðrún Sighvatsdóttir Björg Gunnarsdóttir Stærri og bjartari búð Framkvæmdir við Vínbúðina á Sauðárkróki Framkvæmdir standa nú yfir við Vínbúðina á Sauðárkróki þar sem verið er að færa innganginn sunnan við húsið, nær bílastæðinu sem er staðsett vestan við búðina. Búðin verður um leið stækkuð og gerð bjartari. „Verið er að taka allt í gegn bæði lager og búð,“ sagði Jóna Grétarsdóttir verslunarstjóri Vínbúðarinnar, í samtali við Feyki. Ekki er reiknað með að loka þurfi versluninni í lengri tíma meðan á framkvæmdum stendur en stöku daga gæti þurft að loka. Þegar Jóna er spurð hvort breyting verði á úrvali verslunarinnar svarar hún að það eigi eftir að koma í ljós en hún reikni ekki með því. „Það kemur ekki kælir, því miður, það eru svo margir sem spyrja að því,“ segir hún og brosir. „Við erum ekki nógu stór fyrir það.“ Áætlað er að framkvæmdir taki um mánuð og er stefnan á að opna um 9. júní. /BÞ Jóna María og Guðrún Brynja í Vínbúðinni. MYND: BÞ Blómleg starfsemi á fyrsta starfsárinu Kvæðamannafélagið Gná í Skagafirði eins árs Kvæðamannafélagið Gná í Skagafirði fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. Félagið telur átján félaga og fundað er einu sinni í mánuði. Nýlega fóru nokkrir félagsmenn á landsmót Stemmu, sem eru landssamtök kvæðamanna á Íslandi, og var mótið haldið á Egilsstöðum að þessu sinni. Starfsemi félagsins hefur verið blómleg þetta fyrsta starfsár, að sögn Hilmu Eiðs- dóttur Bakken. „Við höfum náð að halda fundi mánaðarlega yfir veturinn eins og flest önnur kvæðamannafélög gera. Við fengum Gefjunni, kvæða- mannafélagið í Eyjafirði í heimsókn í febrúar. Þau komu með dagskrá sem þau kölluðu Að kveða konur og var sett saman í tilefni af 100 ára kosn- ingaafmæli kvenna. Aldurs- forsetinn, Ingibjörg á Gnúpu- felli, endaði prógrammið á því að kveða eftir sjálfa sig.“ Þá hélt móðir Hilmu, dr. Ragnheiður Ólafsdóttir, sem ritaði doktors- ritgerð um íslenska kvæða- lagahefð, námskeið fyrir félagið. „Við erum nýkomin af lands- móti Stemmu sem var haldið á Egilsstöðum, í gamla góða gistihúsinu sem var byggt sem slíkt árið 1903. Við mættum þrjú frá Gná og það er alveg messufært,“ segir Hilma. Á dagskrá landsmótsins voru kvæðatónleikar, námskeið í bragfræði rímna, rímnalögum og tvísöng. Mótið endaði svo með langri kvöldvöku og aðalfundi Stemmu. Sóttu hátt í 70 gestir á mótið og voru yngstu kvæðamennirnir 7 og 9 ára. Nú eru starfandi átta kvæðamannafélög víðs vegar um landið. Elst þeirra er Kvæðamannafélagið Iðunn í Reykjavík. Hilma segir að biblía kvæðamanna séu Silfurplötur Iðunnar sem hafa að geyma 200 stemmur. Til stendur að gefa út segul- bandasafn Iðunnar sem hefur að geyma 160 stemmur til viðbótar. Þá segir Hilma að vefsíðurnar rimur.is og ismus. is geymi heilmikinn fróðleik fyrir kvæðafólk. Félagsmenn Gnáar hittast reglulega í Verinu á Sauðár- króki. Fundarstörfin felast einkum í að hlusta, kveða og læra nýjar rímur. „Stundum hefur verið fámennt en góðmennt og stundum fá- mennara en annars, við Úlfar vorum til dæmis tvö ein á jólafundinum í desember,“ segir Hilma og hlær. Aðal- fundur félagsins verður hald- inn næstkomandi þriðjudag, 10. maí klukkan 20 í Áskaffi, og vonast stjórnin eftir að nýir meðlimir bætist í hópinn. „Það eru allir hjartanlega velkomn- ir,“ segir Hilma að lokum. /KSE Þrír meðlimir Kvæðamannafélagsins Gnáar. Frá vinstri: Björg Baldursdóttir ritari, Hilma Eiðsdóttir Bakken formaður og Úlfar Sveinsson. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.