Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 1

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is BLS. 6-8 BLS. 10 Einar Kolbeins í Bólstaðarhlíð svarar Rabb-a-babbi Gæti hugsað sér að kíkja í heimsókn til Leonardo da Vinci BLS. 8 Skagfirðingurinn Bylgja Finnsdóttir glímir við þrjá sjálfsofnæmissjúkdóma „Einhver tilgangur með því að ég fékk þetta verkefni“ Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga Skemmtilegast að útbúa brúðurnar 17 TBL 4. maí 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Áform um hótelbyggingu á Hólanessvæðinu S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Skagaströnd 35 ára Félagið Hólanes ehf. hefur uppi áform um byggingu Hótels við Fjörubraut 6 á Skagaströnd. Að sögn Adolfs H. Berndsen, stjórnarformanns í félaginu, er málið í farvegi og m.a. verið að leggja lokahönd á viðskiptaáætlun. Adolf kynnti áform félagsins í sveitar- stjórnarfundi á Skagaströnd í byrjun marsmánaðar. Þar voru kynnt frumdrög að teikningu hótels sem teiknað er á lóð Fjörubrautar 6 á Skagaströnd. Um er að ræða lóð á svokölluðu Hólanessvæði, þar sem nú stendur m.a. áhaldahús sveitarfélagsins, við hliðina á Nes lista- miðstöð. „Við erum komnir með teikningar og útlitsmyndir,“ sagði Adolf þegar blaða- maður hafði samband við hann í síðustu viku. „Lóðarumsókn er í farvegi og verið er að leggja lokahönd á viðskiptaætlun. Við erum einnig að leita að samstarfs- aðilum,“ sagði hann. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 40 herbergjum, eldhúsi, matsal og fundaraðstöðu. Verkefnið fékk 4,6 milljóna króna styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra haustið 2014. Styrkurinn var ætlaður til að koma að því að teikna og hanna hótelið og gera viðskipta- og rekstraráætlun. Samið var við Pro Ark teiknistofu á Selfossi um hönnun og teikningar. Á áðurnefndum fundi sveitarstjórnar urðu umræður um ferðamál og mögu- leika á byggingu og rekstri hótels. Samþykkt var að vísa því til atvinnu- málanefndar að halda almennan fund um ferðamál og atvinnumál og verður hann haldinn fljótlega, að sögn Adolfs. /KSE Rauða húsið efst á myndinni er fyrirhuguð hótelbygging á svokölluðu Hólanessvæði á Skagaströnd. MYND: PRO ARK TEIKNISTOFA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.