Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 6
6 17/2016 hjá systkinum mömmu minnar, í Fljótunum og á Hrauni í Sléttuhlíð. Fyrir sex árum fluttum við þetta hús hingað frá Laufási í Grýtubakkahreppi, en við vorum meira og minna hér,“ útskýrir Bylgja. Ungu hjónin búa aðallega með kýr en einnig nokkrar kindur og ýmis gæludýr til gamans. Tíkin á heimilinu er nýlega búin að gjóta átta hvolpum og kettlingafull læða malar ánægjulega í sófanum. Vorið 2014 lauk Bylgja mastersgráðu í menntunar- fræðum frá Háskólanum á Akureyri. „Ég kláraði Fjölbrauta- skólann á Króknum 2009 og fór beint í Háskólann á Akureyri í fjarnám með Camillu 8 mánaða. Árið 2014 útskrifaðist ég og gerði lokaritgerðina, samhliða því var ég í æfingakennslu á Hólum og mér bauðst vinna þar í framhaldinu,“ segir Bylgja en á þessum tíma gekk hún með yngstu dótturina. „Tengdapabbi minn veiktist skyndilega og á einum degi fengum við fjósið algjörlega á okkar herðar. Hjörvar hætti að vinna í bankanum og það var fjós kvölds og morgna, kennsla þess á milli og ritgerðarskrif á kvöldin, börnin og heimilið fléttaðist svo inn í þetta allt saman“ rifjar Bylgja upp. Vissi ekki að þetta væri svona hryllilegt Fyrstu veikindin gerðu vart við sig fyrir þrettán ára aldur. „Ég byrjaði á blæðingum rúmlega tólf ára. Ég vissi ekki hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta byrjaði strax með rosalegum verkjum í kringum blæðingar, einu sinni í mánuði varð ég fárveik. Ég þoldi enga birtu, varð mjög hvít í framan og hausinn að springa. Ég vissi aldrei hvað var að en ég og mamma vorum búnar að fara til lækna og ég átti bara að taka verkjatöflur. Ég var greinilega viðkvæmari en aðrar konur á Bylgja er fædd 28. apríl árið 1988 á Hofsósi, dóttir Solveigar Pétursdóttur og Finns Sigur- björnssonar sem þar búa. Hún er næstelst fjögurra systkina. Í dag býr hún í Laufkoti, á jörðinni Laufskálum í Hjaltadal, ásamt eiginmanni sínum, Hjörvari VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Árna Leóssyni og þremur dætrum þeirra, Camillu Líf 8 ára, Bettý Lilju 5 ára og Myrru Rós, tæplega 2 ára. „Við kynntumst mjög ung, ég og Hjörvar, en hann flutti hingað frá Akureyri þegar hann var að fara í 9. bekk, og ég fór mjög fljótlega að koma hingað í sveitina. Sveitalífið hefur alltaf heillað mig, ég var mikið í sveit Bylgja Finnsdóttir er búsett í Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. Hún var innan við þrettán ára þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins endómetríósu gerðu vart við sig og síðar bættust við sjálfsofnæmissjúkdómarnir blettaskalli og vanvirkur skjaldkirtill. Þrátt fyrir þetta hefur Bylgja lokið stúdentsprófi og mastersnámi í menntunarfræðum, flutt hús á milli landshluta, gift sig, eignast þrjú börn, stundað búskap og kennslu. Hún tekst á við veikindin af æðruleysi, segist vera þrjósk og ekki vilja láta vorkenna sér. Hins vegar vill hún segja sögu sína í þeirri von að það hjálpi öðrum, enda trúir hún að það sé einhver tilgangur með því að henni var fengið þetta verkefni. þessum tíma og fékk bara íbúfen endalaust, sem varð til þess að maginn í mér fór algjörlega í rúst og síðan hef ég ekki þolað verkjalyf,“ segir Bylgja. Aðspurð segir Bylgja að fyrstu árin, þangað til hún var 19 ára, hafi hún trúað því að þetta væri eðlilegt ástand. „Ég hélt bara að þetta væri svona og ég væri hálfgerður aumingi því það var allt í lagi með vinkonur mínar, meðan ég lá bara í rúminu þegar blæðingar voru.“ Hún segist þó ekki hafa misst mikið úr skóla. „Ég er rosalega þrjósk, þannig að það var mjög sjaldan sem ég lét þetta stoppa mig. Ég fékk mér bara sól- gleraugu til að fara með í skólann, svo tók maður bara verkjatöflur og sleppti einstaka sinnum íþróttum. Þegar ég var komin í fjölbraut þá fór þetta versnandi, en ég mætti litlum skilningi og upplifði að ég væri hálfgerður aumingi, ekki nógu sterk til að tækla eðlilegan hlut.“ Það var svo ekki fyrr en í lok síðasta árs að Bylgja fékk endanlega staðfestingu á því að um endómetríósu (legslímu- flakk) væri að ræða. Í millitíðinni höfðu tveir sjálfsofnæmissjúk- dómar bæst við veikindi hennar. Missti allt hárið rétt fyrir fermingu „Ég var með hár alveg niður á rass og var búin að safna í sjö ár fyrir ferminguna. Ég fer svo að vera með mikið hárlos og gat tekið heilu hárlokkana úr mér. Síðan fara að koma stórir blettir og ég fer í blóðprufu á Krókinn. Það kom ekkert út úr því og enginn vissi hvað væri að gerast. „Svo er ég að þvo mér um hárið og þegar ég er búin að þurrka það er allt í einum hnút. Mamma og frænka mín heitin voru tvo og hálfan klukkutíma að greiða hárið og komust með herkjum í gegnum það. Þá var tekin ákvörðun um að hringja í hárgreiðslukonuna á svæðinu og hún kom og klippti mig stutt.“ Í framhaldinu kom til tals að líklega væri um blettaskalla að ræða og Bylgja send suður í rannsókn sem staðfesti þann grun. „Þá var hárið orðið það lélegt að það var ákveðið að raka það og ég kom bara sköllótt heim, þremur mánuðum fyrir ferminguna,“ segir hún. „Einu sinni í viku fór ég suður í meðferð og ég var sú eina sem mætti á læknastofuna sköllótt, hinir voru með húfur og hárkollur. Mér fannst þetta bara svo eðlilegt og engin ástæða til að fela þetta neitt. En ég Bylgja Finnsdóttir í Laufkoti í Hjaltadal glímir við þrjá sjálfofnæmissjúkdóma „Það er einhver tilgangur með því að ég fékk þetta verkefni“ Hjörvar og Bylgja með dæturnar; Camillu, Myrru Rós og Bettý Lilju, á brúðkaupsdaginn í júli í fyrra. MYND: AUÐUNN NÍELSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.