Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 7

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 7
45/2010 Feykir 7 hann að allt sem hann gerir sé hans áhugamál í það skiptið. –Ég hef áhuga á því sem ég er að vinna og mér finnst það mjög skemmtilegt bæði að þjálfa og vera bóndi. Gríðarlega ólík verkefni og reyna á ólíka þætti í mér. Ég reyni að hámarka árangur í hverju sem ég geri og er óhræddur við að taka áhættu og reyna eitthvað nýtt þó að það kunni að misheppnast. Gunnar segist ekki vera sporgöngumaður og því til staðfestingar segist hann, ásamt tveimur öðrum, hafa verið fyrstur að rækta korn í Skagafirði á síðari tímum. –Mér er ræktun í blóð borin og skiptir ekki máli hvað það er, kindur, kýr, gras eða korn. Það er einhverskonar tilraunagen í mér þannig að ég vil komast eins langt og hægt er og fá svar við ýmsu og sjálfsagt farið stundum fram úr sjálfum mér enda ekkert hræddur við að gera mistök, segir Gunnar og er alveg sama þó fólk hlægi að honum og segi hann ruglaðan enda telur hann að það kunni að stoppa marga í því að prófa sig áfram við hin ýmsu verkefni. Í korninu segir Gunnar að hann hafi gert ýmsar tilraunir sem vissulega hafi mistekist og nefnir sem dæmi baunarækt. Uppskeran varð fín og allt í lagi þangað til að fara átti að gefa hana. –Þetta gerjaðist ekki vel og lyktin varð ekki góð þó blandað væri við bygg og átti að verða gott en kýrnar vildu þetta ekki en hrossin glöddust þann veturinn, segir Gunnar sem sagðist ekki hafa farið í stórtæka ræktun á hrossafóðri og reyndi ekki aftur við baunirnar. En maísræktun var reynd og segir Gunnar að þá hafi menn verið sannfærðir um að hann væri endanlega orðinn bilaður vegna þess að maísinn er hvað Á Unglingalandsmóti í Borgarnesi síðasta sumar en þangað fór Gunnar með fríðan flokk skagfirsks íþróttafólks. Mismunandi malað korn. Efst til vinstri er bygg, hafrar til hægri. Fyrir neðan er hveiti; annars vegar það sem Gunnar ræktaði en hægra megin það sem keypt er úti í búð. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Árdís Indriðadóttir skrifar frá Skagaströnd Allur heimsins tími Mennirnir eru svo margvíslegir sagði gömul kona oft við mig er ég var í heimsókn hjá henni og þar hafði hún alveg rétt fyrir sér. Til er fólk sem liggur svo lífið á að það vill helst að allt sé búið og gert helst í gær. Svo er andstæðan, fólkið sem telur sig ætíð hafa nógan tíma og er aldrei að flýta sér. Þetta eru þeir sem eru alltaf á síðustu stundu með allt. Þeim liggur nefnilega aldrei neitt á. Flestir álíta þessar manngerðir slóða og letipúka því að auðvitað bendir hegðunin til þess að svo sé. Ég er alls ekki sammála enda er ég ein að þeim sem alltaf á nógan tíma. Þar sem búið er að flokka fólk eftir svefnvenjum í A og B gerðir, þá datt mér í hug hvort ekki gæti verið að „á síðustu stundu fólkið“ séu svipaðar gerðir. Það gæti verið að til væri A1 og B1 fólk. B1 fólkið væri þá sú manngerð sem alltaf á nógan tíma og er þar af leiðandi á síðustu stundu með allt. Það hlutverk er síður en svo auðvelt, það þekki ég mjög vel. Undirmeðvitundin er alltaf að pikka í mann og reyna sitt ýtrasta að koma inn hjá manni samviskubiti yfir þessari leti og óstundvísi eins og þetta er túlkað af A1 fólki. Ég átti afa sem var alveg ekta A1 manngerð og svo illa haldinn af stundvísi að þegar hann var að fara í ferðalag þá var hann vaknaður mörgum klukkutímum áður en ferðin átti að hefjast. Klæða sig í ferðafötin og fara með farangurinn út að hliði a.m.k. 2 tímum áður en lagt var af stað og ganga margar ferðir fram og til baka út að hliðinu og jafnvel lengra. Bróðir hans var hins vegar andstæðan eða B1 manngerð, hann var alltaf á síðustu stundu og átti það til að geta ekki einu sinni reimað á sig skóna áður en hann þurfti að hlaupa í hendingskasti á eftir strætó til að missa ekki af honum er hann var að fara til vinnu. Það er alls ekki með vilja gert að við B1 manngerðin erum svona. Það hljóta allir að sjá að það er síður en svo gaman að koma of seint á mannamót, mæta of seint í vinnu, missa af strætó , eða vera á síðasta snúningi að klára verkefni. Ástæðan er án efa sú að við höfum eitthvað allt annað tímaskyn en A1 týpurnar. Klukkan innra með okkur gengur of hægt. Ég viðurkenni að stundum finn ég til með eiginmanninum þegar hann er búinn að bíða í þó nokkuð margar mínútur úti í bíl eftir B1 konunni sinni. - - - - - Ég skora á mína frábæru nágrannakonu að taka við pennanum af mér enda nenni ég ekki langt með hann. Hún heitir Ólafía Lárusdóttir og er verkefnastjóri hjá Nesi listamiðstöð. frekastur á hita af öllu fóðri. En bóndinn varð kátur með uppskeruna þar sem hún varð mjög góð og plönturnar tveggja metra háar svo menn gátu týnst í skóginum. –Þetta var spennandi verk- efni sem sýndi að það er hægt að fá uppskeru af maís á Íslandi sem enginn hefði trúað og sumir trúa kannski ekki enn. Gunnar rúllaði uppskeruna, þó groddaleg væri, og fékk gríðarlega gott fóður og kýrnar alveg geggjaðar í þetta, eins og hann orðar það sjálfur en þetta reyndist bæði dýrt og sérhæfð tæki sem þurfti til verksins svo hann reyndi þessa ræktun ekki aftur. -Þessi tilraun sýndi fram á það að hægt er að rækta maís á Íslandi þó það sé ekki endilega hagkvæmt. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með byggræktun sem er hvað auðveldust og hagkvæmust við þær aðstæður sem eru hér á landi. Markvissar kynbætur hafa verið gerðar á vegum Jónatans Hermannssonar hjá Rannsóknastofnun landbúnað- arins og hafa skilað miklum árangri og raunar fleytt áfram þeirri kornrækt sem stunduð er á landinu. Gunnar segir að í upphafi hafi verið reynt að fá uppskeru af afbrigði sem ræktað var sunnanlands en það kom í ljós að það hentaði ekki fyrir norðan. –Seinni tíma þekking og tilraunir sýndu að þetta var algjör misskilningur hjá okkur að það sem hentar fyrir sunnan verður frekar lélegt hér hjá okkur. Ísland er eiginlega tvö kornræktarhéruð, suður og norður, og þau eru mjög ólík. Fyrir sunnan er meiri bleyta og ekki eins miklar hámarks hitatölur og hér fyrir norðan sem gerir okkar svæði mun betra til þessara hluta en þar, segir Gunnar sem segi þetta ekki af því að hann sé norðanmaður heldur tali staðreyndir sínu máli. Hveitirækt í Skagafirði Auk þess að rækta bygg hefur Gunnar fengið uppskeru af höfrum og það nýjasta er hveiti. Í maí sáði hann fyrir hveiti þó að hann væri ekkert alltof bjart-sýnn á árangur þar sem enn var frost í jörðu en sumarið reyndist mjög hagstætt og uppskeran góð þó að það hafi verið þreskt í fyrra lagi og ekki orðið fullþroska. Fyrir vikið var kornið ekki eins þurrt og ætti kannski að vera og mjög þungt í sér en mjög fallegt korn eins og Gunnar vill meina en það var sett í þurrkun í Vallhólma. –Þetta var líklega dýrasta þurrkun á landinu en gekk mjög vel þar sem lítið hýði er á korninu. Ég var hræddur um að eitthvað myndi bila í þurrkvélunum þar sem kornið var svo þungt og vegna þess hversu blautt það var en allt fór vel, segir Gunnar sem fékk rúmlega fjögur tonn af þeim eina og hálfa hektara sem hann sáði í. Aðspurður hvort vel fari saman að rækta bygg, hafra og hveiti segir Gunnar svo vera þar sem sama tækni og verkun er notuð við ræktun á þessum korntegundum. En ekki ein- skorðast hugur ræktandans við þessar þrjár korntegundir þótt góð reynsla sé komin á. -Næsta skref er að rækta eitthvað annað og ég á örugglega eftir að reyna við einhverjar fleiri korntegundir. Það er fullt af korntegundum til sem gaman væri að reyna. Rúg hef ég til dæmis aldrei reynt þó hann hafi verið ræktaður á Norðurlandi. Hann er að gefa firnagóða uppskeru, segir bóndinn sem eflaust á eftir að reyna hann í framtíðinni og kannski eitthvað annað sem öðrum dettur ekki í hug að reyna. En eins og Gunnar segir sjálfur er hann óhræddur við að reyna eitthvað nýtt, þó svo óvíst sé með árangur, bara til að athuga hvort það sé hægt. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar með það. Gunnar gefur kindunum korn sem þeim þykir hið mesta sælgæti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.