Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 10

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 10
10 Feykir 45/2010 Sérfræðikomur FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Haraldur Hauksson, alm. æðaskurðlæknir dagana 6.-7. desember Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir dagana 13.-14. desember Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir dagana 15.-16. desember Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Jólaljósin tendruð á Króknum Friðarganga og almenn gleði í upphafi aðventu Haldið var upp á fyrstu helgi í aðventu með hefðbundnu sniði sl. helgi en á föstudag héldu nemendur Árskóla í sína 11. friðargöngu þar sem nemendur mynda friðarkeðju frá kirkju og upp að krossi sem stendur fremst á Nöfunum. Að þessu sinni fylgdist fréttaþátturinn Landinn með göngunni og var innslagið sýnt í þættinum sl. sunnudag. Eftir friðargönguna héldu nemend- ur, kennarar og aðrir gestir að neðra skóla þar sem allir gæddu sér á kakói og piparkökum. Á laugardag hélt síðan stemningin áfram þegar Skag- firðingar fjölmenntu á Kirkju- torgið til að fylgjast með þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá vinabæ Króksara í Kongsberg í Noregi. Veðrið var eins og best verður á kosið, logn og blíða og snjóföl yfir hálkunni – sem kannski var ekki alveg nógu gott – en það er víst ekki hægt að fá að hafa bæði snjó og stofuhita. Barnakór Árskóla söng jólalög og fengu krakkarnir hjálp við flutninginn frá Magna rokkara og þá mættu jólasveinar til leiks og stigu dans í kringum jólatréð með hjálp unga fólksins og foreldra. Verslanir og fyrirtæki voru með opið í Aðalgötunni og hægt að nálgast ýmislegt góðgæti til að hressa sig við í frostinu. Skátar buðu til að mynda kakó í húsnæði Landsbankans og Kvenfélag Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávar rannsóknir á samkeppnis sviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar umhverfis Ísland og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs. Horft verður til grunnslóðarannsókna, vöktun ar strandsvæða, þorskrannsókna og verkefna sem tengjast þróun aðferða við nýtingu á lífverum sjávar, svo sem líftækni sem og fleiri þátta sem kunna að falla að verkefnum og tilgangi sjóðsins. Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar. Veittir verða styrkir til stærri verkefna, allt að 8 m.kr. hver, og til smærri verkefna allt að 2 m.kr. hver. Styrkur nemur að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi verkefnis. Styrkir eru veittir til eins árs í senn. Heimilt er að veita framhaldsstyrk á grundvelli nýrrar umsókn- ar, enda standist verkefnið kröfur um framvindu og gæði. Allir geta sótt um styrki, einstaklingar, fyrirtæki og rann- sókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2010 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúla götu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið: hulda@slr.stjr.is. Umsóknir sem berast eftir 31. desember 2010 verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun. Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frá­ gang umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegs­ og landbúnaðar ráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Umsóknir um styrki úr Verkefnasjóði s j á v a r ú t v e g s i n s Ím yn d u n ar af l / S LR Sauðárkróks var með fínerí í húsi Rauða krossins svo eitt- hvað sé nefnt. Margt var um manninn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Feykis smellti inn á kort. Landinn mætti í Friðargöngu. FRAMLEIÐSLUSTJÓRI/ SAUMAKONA ÓSKAST Íslenska Fánasaumastofan á Hofsósi auglýsir eftir framleiðslustjóra/saumakonu sem mun hafa umsjón með framleiðslu íslenska fánans og öðrum þeim vörum sem saumastofan framleiðir. Viðkomandi þarf að vera vön saumaskap, vandvirk, áreiðanleg og stundvís. Þarf að geta hafið störf um næstu áramót. Umsóknir sendist á hofsos@hofsos.is fyrir 22. desember næstkomandi. Suðurbraut 9 • 565 Hofsósi • Sími: 453-7366 • hofsos@hofsos.is Fanasaumastofan-2x10-final.indd 1 11/30/10 5:25 PM

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.