Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 2

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 2
Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 284 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 2 Feykir 45/2010 Leiðari Að nota sinn lýðræðislega rétt Persónulega var ég ekki ánægð með að kjósa til stjórnlagaþings á þessum tímapunkti. Ekki það að ég væri á móti stjórnlagaþinginu sem slíku heldur tel ég að við hefðum átt að bíða með það þangað til að við höfum efni á viðburði sem þessum. Engu að síður dröslaðist ég á kjörstað og kaus 10 frambjóðendur sem ég hafði valið eftir þeim aðferðum sem ég taldi réttar. Það er skemmst frá því að segja að í þessu lottói var ég ekki með neinn réttan og við íbúar á Norðurlandi vestra sitjum uppi með þá staðreynd að eiga ekki fulltrúa á þingi sem mun ráða miklu um hvernig stjórnarskrá lýðveldis okkar mun líta út í nánustu framtíð. Ekki þýðir fyrir okkur að standa upp núna og krefjast þess að eiga fulltrúa því það er einfaldlega of seint. Ekki nema rúm 30% okkar tókum þátt í kosningunni og mjög fá okkar gáfu kost á sér til setu á þinginu. Við notuðum ekki okkar lýðræðislega rétt og því fór sem fór. Skildum við aldrei ætla að læra að til þess að vera með í umræðunni og láta taka mark á okkur þurfum við að taka þátt? Ætlum við alla tíð að vera kaffistofutuðarar sem engin áhrif hafa? Kæru þið, lýðræði er því miður ekki alls staðar í heiminum sjálfsagður hlutur og lítið þýðir að kvarta yfir skorti á lýðræði, en nenna síðan ekki að taka þátt í því. Sitjum aldrei heima á kjördag aftur – Í það minnsta ekki þeir sem eru óánægðir með okkar hlut á stjórnlagaþingi Íslands. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Blönduósbúar munu næstkomandi sunnudag, eftir að hafa gengið til kirkju, tendra ljósin á jólatré bæjarins sem að venju er gjöf frá vinabænum Moss í Noregi. Ljósin verða tendruð klukkan 17:00 en við athöfnina verða sungin jólalög, auk þess hefur Feykir heimildir fyrir því að einhverjir jólasveinar sem komu snemma niður úr fjöllum muni láta sjá sig. Markaður verður haldinn í Húnaveri laugardaginn 4. desember frá kl. 13-18. Handverk, hestavörur, brauð, kökur, snyrtivörur og margt fleira, bæði notað og nýtt. Spákona verður á staðnum. Einnig verður kaffi og meðlæti selt á góðu verði. Athugið að ekki taka allir söluaðilar greiðslukort. Kvenfélag Bólstaðarhlíðar- hrepps stendur fyrir mark- aðnum. Austur-Hún Markaður og spákona í Húnaveri Blönduós Kveikt á jólatrénu um helgina Hestar Kvikmyndin Fákar og fólk komin á DVD Út er komin á DVD kvikmyndin Fákar og fólk. Myndin var frumsýnd í Félagsheimilinu á Blönduósi í sumar en hún var tekin haustið 2008. Sýnir hún hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er. Í myndinni koma fram margir húnvetnskir áhugamenn um hestamennsku og ferðamál ásamt fjölda ferðamanna sem voru þátttakendur í ævintýrinu þetta haustið. Má ætla að á þriðja hundrað manns hafi verið á hestbaki þennan dag. Þarna má sjá stóðhrossin koma úr sumarhögunum á Laxár- dalnum frjálsleg í fasi og náttúran skartar sínu fegursta í haustlitunum. DVD diskur myndarinnar Fákar og fólk er tilvalin jólagjöf handa hestamönnum og þeim sem unna íslenskri náttúru. Myndin kostar 3.900 kr. og er hún til sölu hjá Valgarði Hilmarssyni á Húnabraut 32 Sími 893-2059. Kvikmyndun og tæknivinna Örn Ingi. Önnur myndataka Jón Ingi Einarsson og Alfreð Möller. Tónlistin í myndinni er eftir Húnvetn- ingana Benedikt Blöndal Lárusson, Hauk Ásgeirsson og Skarphéðinn Einarsson. Guðmundur Steingríms- son, þingmaður Fram- sóknarflokks, hefur óskað eftir fundi í samgöngu- nefnd Alþingis til þess að ræða um flugmál á landsbyggðinni vegna áforma um að hætta að styrkja áætlunarflug til Sauðárkróks. Samningur ríkisins við flugfélagið Erni er varðar flug til og frá Sauðárkróki mun falla niður um áramót og samkvæmt fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að endur- nýja hann. Í dag er flogið fimm sinnum í viku til og frá Sauðárkróki og hefur sæta- nýting í fluginu verið góð. Áætlunarflug á Krók Guðmundur vill fund Ný skólastefna Blönduósbæjar Athugasemdir óskast Unnin hafa verið drög að skólastefnu Blönduósbæjar og samþykkti bæjarstjórn Blönduósbæjar að kynna hana fyrir íbúum og kalla eftir athugasemdum. Skólastefna skal höfð að leiðarljósi við gerð skólanáms- skrár og vera stjórnendum bæjarfélagsins leiðarvísir um uppbyggingu skóla. Skólastefn- an er jafnframt nauðsynleg heimilunum til að fylgjast með markmiðum og framkvæmd skólastarfs. Drögin voru unnin af fræðslustjóra, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Blöndu- skóla, leikskólastjóra og aðstoð- arleikskólastjóra Barnabæjar ásamt formanni fræðslunefnd- ar Blönduósbæjar. Drögin að skólastefnunni eru á heimasíðu Blönduósbæj- ar www.blonduos.is og verða til kynningar næstu 6 vikur. Ábendingum er hægt að koma til bæjarstjóra á netfangið arnar@blonduos.is. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki 24,7% niðurskurður á tveimur árum Í stað þess að þurfa að skera niður um tæp 30% á næsta ári mun Heilbrigðis- stofnunin á Sauðárkróki þurfa að skera niður um 24,7% á næstu tveimur árum sem er að sögn, Hafsteins Sæmundssonar forstöðumanns, mikið kjaftshögg fyrir samfélagið í Skagafirði. Heildarágóði, ef svo má að orði komast, kröftuglegra mótmæla heimamanna, er því leiðrétting upp á rétt tæp 6% og ljóst að stofnunin mun áfram vera í hópi þeirra sem mest þurfa að skerða starfsemi sína. -Hvert prósent í niðurskurði þýðir í dag eitt stöðugildi því við erum búin að skera niður allt annað sem hægt er að skera. Það var því þungt hljóðið í starfsfólki á fundi sem haldinn var með starfsmönnum hér í gær, segir Hafsteinn. Samkvæmt heimildum Feykis má gera ráð fyrir að draga þurfi verulega úr þjónustu bæði hvað varðar endurhæfingu og eins á sjúkrasviði heilbrigð- isstofnunarinnar eigi reksturinn að haldast innan ramma fjárlaga næstu tveggja ára. Flug til Sauðárkróks Gæti lagst af um áramót Hætti ríkið stuðningi við áætlunarflug á Alexanders- flugvöll er hætt við að það leggist af. Sveitarstjóri Skagafjarðar hefur sent ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála erindi þar sem óskað er eftir áfram- haldandi stuðningi ríkisins við áætlunarflug til og frá Alexand- ersflugvelli á Sauðárkróki en að óbreyttu gæti flugið fallið niður jafnvel frá og með áramótum. -Sveitarstjórn er búinn að vera í sambandi við Flugfélagið Ernir og samgönguráðaneytið um leiðir til lausna í þessu máli. Fulltrúar sveitarfélagsins fóru á fund í samgönguráðuneytinu og kynntu afstöðu sveitar- félagsins og var lögð þung áhersla á að flugsamgöngur til og frá Sauðárkróki yrðu tryggðar. Málið er nú í meðferð hjá ráðuneytinu og svara að vænta á næstu dögum í því. Það er lykilatriði fyrir Skagfirðinga og þær opinberu stofnanir sem hér eru að flugsamgöngur hingað verði tryggðar, segir Stefán Vagn Stefánsson. Frá fundi með starfsmönnum fyrr í haust.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.