Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 11

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 11
45/2010 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Brynjar og Sunna kokka Góðar uppskriftir á aðventunni Piri piri kjúklingur hrísgrjónasalat og naan brauð - fyrir fjóra 4 kjúklingabringur Piri piri olía frá Pottagöldrum Hrísgrjónasalat 2 bollar hrísgrjón soðin skv. leiðbeiningum 1 dós grænt pestó (ekki öll notuð, smakkað til) 1 blaðlaukur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 dós fetaostur 1/4 dós gular baunir Kjúklingur lagður í olíu í klukkutíma fyrir matreiðslu, eldaður í ofni við 180° í 40-45 mín. Hrísgrjón soðin, pestó hrært saman við á meðan grjónin eru heit (blandast betur svoleiðis). Grjónin svo kæld, grænmeti skorið smátt og bætt út í (gott er að grilla blaðlaukinn og paprikuna í ofni áður en ekki nauðsynlegt). Loks er feta osturinn og baunirn- ar settar út í og öllu hrært vel saman. Betra er að búa salatið til með nokkurra tíma fyrirvara. Naan brauð 250 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 msk. hrein jógúrt 1 tsk. salt 110-120 ml. vatn Öllu blandað saman en vatnið er sett síðast, hnoðað létt og látið jafna sig í 1 klst. með rökum klút yfir. Mótað í litlar kúlur og rúllað þunnt út. Bakið brauðin undir grilli eða steikið á pönnu. Gott að bera hvítlauksolíu á þau eftir steikingu. Íssamloka Brownies með ís á milli 115 gr. súkkulaði 115 gr. smjör Þessa vikuna eru það Brynjar Bjarkason og Sunna Hólm Kristjánsdóttir sem eru matgæðingar vikunnar og bjóða upp á piri piri kjúkling, naan brauð og íssamloku. Þau Brynjar og Sunna fluttu á Blönduós árið 2009 en hann vinnur á sambýlinu á Blönduósi og hún er á greiðslustofu Vinnumála- stofnunnar á Skagaströnd. Brynjar er fæddur og uppalinn á Blönduósi á en Sunna er úr Reykjavík. -Íssamlokan er mikil sprengja og er mælt með að borða hana ekki alveg strax á eftir aðalrétt. Annars er þetta matur sem ætti að vera við flestra hæfi, og er mælt sérstaklega með hrísgrjónasalatinu sem vekur yfirleitt mikla lukku í matarboðum, segja matgæðingarnir sem skora á Hólmar og Guðrúnu að koma næst með eitthvað gott í gogginn. -Það er alveg öruggt að þau luma á einhverju ljúffengu. 3 stk. egg 200 gr. sykur 1/2 tsk. vanilludropar Salt 140 gr. hveiti Ofninn hitaður í 180°. Súkkulaði og smjör brætt saman í vatnsbaði. Egg, sykur, vanilludropar og salt þeytt saman þar til létt og ljóst. Súkkulaðinu hellt út í á meðan hrært er varlega. Þetta magn sett í 33x23 cm form sem hefur verið klætt með smjörpappír. Kakan bökuð í 30 mín. Tekin úr forminu og látin kólna. Skorin í tvo hluta, ís að eigin vali (vanillan kemur best út) smurður yfir annan hlutann og hinn lagður yfir. Ágætt að hafa sósu úr uppá- halds súkkulaðinu sínu með t.d. Toblerone. Toblerone og rjómi þá hitað saman við vægan hita. Verði ykkur að góðu! Heilir og sælir lesendur góðir. Er ég fer að leggja drög að þessum þætti, laugardagskvöldið 20. nóvember, tek ég eftir því að útiljósin hjá bænum eru orðin fjögur. Bæst hefur við blindfullur máni. Svo mun einnig hafa verið er Þorfinnur Jónsson orti þessa. Máninn syndir, sólar dís seig í yndis veldi. Í fjarska tindur fjallsins rís fögur mynd að kveldi. Önnur hringhent vetrarvísa kemur hér eftir Þorfinn. Loftsins höllin björt á brá blákringd fjöll má líta. Streymir mjöllin eins og á yfir völlinn hvíta. Sá góði drengur Kristján Hjartarson á Skagaströnd mun eitt sinn hafa ort þessa. Það er komin fönn í fjöll fer að kaldur vetur. Á sumarblómin bráðum öll bleika litinn setur. Önnur ágæt vísa kemur hér eftir Kristján. Margt nær yndið ærið skammt árin sporið þyngja. Aldrei get ég glatað samt gleðinni af að syngja. Að lokum þessi fagra sýn frá Kristjáni. Vígi á sér vonin bjarta varla skortir hana yl. Meðan elur húnvetnskt hjarta heita þrá og finnur til. Gott fyrir okkur í nútímanum ef gætum ort svo fallega. Sá snjalli hagyrðingur Ingþór Sigur- björnsson mun eitt sinn hafa ort þessa. Stakan á sinn undramátt ólíkt fléttar saman. Oft mér hefur efni smátt aukið stundargaman. Önnur vísa kemur hér eftir Ingþór. Stundarkæti og kynningar að kvæðamanna lögum. Margir eiga minningar mætar frá þeim dögum. Einhverju sinni fann Ingþór húslykil á götu í Reykjavík sem var merktur með nafninu Ásta. Eftir að hafa virt gripinn fyrir sér nokkra stund varð þessi til. Sumir vilja sitt á hvað sínu jafnan ota. En þennan lykil Ástu að ekki vil ég nota. Vísnaþáttur 535 Mig minnir að það hafi verið í þá daga, þingmaður Vestur-Húnvetninga, Skúli Guðmundsson var og hét, að hann sá bónda sunnlenskan leiða kú á milli bæja. Hafði sá lagt hnakk sinn á kúna. Skúli orti. Það var skrýtið sem ég sá hjá sunnlendingum núna. Þegar þeim liggur lífið á leggja þeir hnakk á kúna. Þórhildur Sveinsdóttir ættuð frá Hóli hér í dalnum svarta, frétti eitt sinn af manni sem gaf nokkra fjárhæð til byggingar kirkju. Mun hún af því tilefni hafa ort svo. Halldór nálgast háttamál halla tekur degi. Gefur fyrir sinni sál svo hún glatist eigi. Vonandi hef ég oft dásamað í þessum þáttum snillinginn Ágúst Sigfússon sem einnig var kallaður hér í sveitum Villu- Gústi. Hrökk allt í einu í minn haus þessi magnaða vísa eftir Ágúst. Þó að sindur biturs böls bera um tinda streymi. Ég frá lindum ástar öls unaðs myndir geymi. Glöggir lesendur sjá að þarna slær Gústi enn eitt met í gerð hringhendu. Skal undirritaður játa að orðið sindur sem er rímorð hringhendunnar í fyrstu línu er mér óþekkt. Gaman að þekkja og skilja slíka meiningu fyrir þá sem geta sett saman góðar vísur. Alltaf gaman að rifja upp hringhendur. Held að Kristján Sigurðsson á Brúsastöðum í Vatnsdal hafi ort þessa. Fjarri ama ástin grær og að framans hætti. Leika saman ljós og blær lífsins gaman þætti. Það er huggun harmi gegn í þessu svartasta skammdegi, að stundum skartar það rósum. Svo vissi Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum er hún yrkir svo. Rósir skarta rúðum á röðull bjartur sefur. Dagsins hjarta hljóðnar þá húmið svarta vefur. Stolt okkar nú, að enda með annarri snilldar vísu eftir Guðrúnu, sem ort er á vetrarnóttu. Stari ég hljóð í rökkrið rótt reika á slóðum þínum. Veittu góða vetrarnótt vængi ljóðum mínum. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.