Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 8

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 8
8 Feykir 45/2010 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Sæl Signý, hvað er nú að frétta af Skagaströnd? -Allt gott að frétta héðan. Það er líflegt á höfninni, unnið á fullu við að koma húsnæði Spákonuarfs í gott horf fyrir sumarið, vikulega eru prjónakvöld í kaffihúsinu, spurningakeppnin Drekktu betur er haldin í Kántrýbæ annað hvert föstudagskvöld og listafólkið í Nesi listamiðstöð opnar vinnu- stofurnar sínar á Opnu húsi í lok hvers mánaðar. Svo má segja frá því að sú skemmtilega hefð er hér á Skagaströnd að leikskólabörn og foreldrar baka saman og skreyta piparkökur fyrsta laugar- daginn í aðventu og foreldrafélag grunnskólans býður uppá fönd- urdag í skólanum eftir hádegi. Í ár var einnig kveikt á jólatrénu á Hnappsstaðatúni seinnipartinn sama dag, þannig að það má segja að þetta sé sannkallaður fjölskyldudagur. En af þér sjálfri? -Bara allt fínt, mér leiðist aldrei, finn mér alltaf eitthvað gera, vildi gjarnan að tíminn liði ekki svona hratt svo ég gæti gert meira. Þar að auki held að það sé hræðilegur dauðdagi að drepast úr leiðindum. Eru ekki allir komnir á fullt í jólaundirbúningi á Skaga- strönd, mikið skreytt og svona? -Heldur betur, það eru víða komin upp jólaljós. Bærinn fer óðum skarta sínu fegursta. Það er svo gaman þegar maður skreppur frá yfir helgi á aðventunni að sjá hversu mikið hefur bæst við af jólaljósum þegar maður kemur til baka. Bærinn hefur verið þekktur fyrir hversu mikið er skreytt hér og ég held að það verði ekkert öðruvísi þessi jól. En þú sjálf, er jólaundirbúning- urinn kannski langt á veg kominn? -Ja, ...ég er búin með þessi hefðbundnu jólaþrif þar sem maður tekur glugga og gardínur, skápa og skúffur og svoleiðis og ég er líka langt komin með jólagjafirnar. Já, ég held að ég sé bara passlega langt á veg komin. Það er alltaf markmið hjá mér að eiga skemmtilega aðventu Galleríið Djásn og dúllerí opnaði á Skagaströnd í sumar og var opið yfir hinn hefðbundna ferðamannatíma. Nú hefur galleríið verið opnað á nýjan leik og verður opið um helgar yfir aðventuna. Signý Ósk Richter er ein þriggja kvenna sem standa að galleríinu en konurnar þrjár eiga heiður skilinn fyrir hið skemmtilega framtak. Feykir sendi Signýju línu og forvitnaðist um galleríið, mannlífið á Skagaströnd og örlítið um hana sjálfa. Hræðilegur dauðdagi að drepast úr leiðindum og njóta hennar til hins ýtrasta. Ég reyni reyndar alltaf að njóta hvers dags með gleði í hjarta og jákvæðu hugarfari. Maður velur sér viðhorf. Ég hlakka til að fara að baka smákökur og skrifa jólakortin – það verður svo gaman þegar það er búið. Stórfjölskyldan var með árlegt jólahlaðborð um síðustu helgi. Það er fjölskylda mannsins míns sem er svo dugleg að hittast alltaf fyrstu helgina í aðventu. Þá borðum við jólamat saman og skemmtum okkur eins og við lifandi getum. Börn ekki síður en fullorðnir troða upp með tónlistarflutningi söng og leikjum. Jólasveinninn kemur með gjafir fyrir alla, dansar og syngur jólalög með okkur. Djásn og dúllerí, hvernig kom það til? -Við stöllurnar, Björk og Birna Sveinsdætur, höfðum lengi gælt við hugmyndina um handverkshús á Skagaströnd. Það var náttúrulega alveg ferlegt að útlendingar í listamiðstöðinni og annað ferðafólk sem hingað kom og vildi kaupa handverk úr héraði, eins og lopapeysur eða þvíumlíkt, þyrfti kannski að fara til Reykjavíkur til að kaupa það! Það vita allir að það gerist ekkert að sjálfu sér þannig að við ákváðum bara að drífa í þessu. Við vissum líka að það væri fullt af hæfileikaríku fólki á svæðinu. Við vorum svo heppnar að fá rúmgott húsnæði til afnota þar sem höfum búið um okkur á þann hátt sem okkur líkar best, með svolítið af gömlum húsgögnum sem fólki finnst skemmtileg umgjörð fyrir galleríið. Svo bjóðum við líka uppá smá sýningaraðstöðu í Djásnum og dúlleríi, þar er hægt að sækja um að vera með hverskonar sýningar eina viku í senn eða lengur yfir sumartímann. Og við erum farnar að taka við pöntunum fyrir næsta sumar. Nú voruð þið með opið í sumar. Var hugmyndinni ekki vel tekið? -Jú, svo sannarlega – Það eru allir svo jákvæðir og drífandi á Skagaströnd. Við auglýstum eftir fólki í lok júní til að vera með handverk og hönnun í galleríinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fljótlega vorum við komnar með 25 manns sem vildu vera með. Eitt af skilyrðum fyrir þátttöku er yfirseta sem deilist á alla sem taka þátt og fólk hefur verið ákaflega sátt við það og þótt þetta gaman. Við opnuðum Djásn og dúllerí um miðjan júlí og vorum með opið alla daga vikunnar í sumar. Það komu u.þ.b. 1500 manns þrátt fyrir að við gátum lítið auglýst og okkur þótti ákaflega vænt um hvað við fengum margar heimsóknir frá nágrannabæjarfélögunum. Við stöllur erum mjög ánægðar og stoltar yfir því hvernig til tókst í sumar, ekki síst hvað galleríið var samfélagslega gefandi. Sýn- ingunum var líka vel tekið, sem og upplýsingahorninu þar sem lágu frammi upplýsingabæklingar um nánasta umhverfi. Undir lokin gátum við einnig verið með internetaðgang. Hvers konar varningur er til sölu hjá ykkur? -Það væri svo langt mál ef ég ætti að telja það allt upp hér en það er skemmtilega fjölbreytt. Bæjarbúar og nær- sveitamenn hafa nefnilega komið okkur meira á óvart með þátttöku og fjölbreytilegum vörum en við þeim með því að láta okkur detta í hug að opna Djásn og dúllerí. En svo ég gefi nú einhverja hugmynd um hvað er á boð- stólum, þó að vöruúrvalið taki alltaf einhverjum breytingum, þá eru það prjónavörur, glervörur, handunnin kort, smíðajárn, bútasaumur, yfirleitt er líka til eitthvað sætt undir tönn, myndir, töskur og ýmiss konar handunnið jólaskraut. Svo seljum við ein- band, smávegis af efnum, notaðar bækur og kiljur og við þiggjum allar bækur sem fólk vill gefa okkur, - og líka hljómplötur. Aðventuopnun, er hún ekki kærkomin viðbót í mannlífið hjá ykkur? -Jú, svo sannarlega og við erum svo heppnar að fá í lið með okkur frábært tónlistarfólk sem ætlar að líta við á laugardögum og flytja lifandi tónlist og einnig á Þorláksmessu. Hvernig verður henni háttað? -Við verðum með opið allar helgar – laugardaga og sunnudaga frá 14 - 18 og svo á Þorláksmessu frá 14 - 21 . Maður er manns gaman, við höfum trú á að það muni verða góð stemning í Djásnum og dúlleríi á aðventunni. Eitthvað að lokum? -Djásn og dúllerí bjóða alla hjartanlega velkomna í galleríið og vonast til að sem flestir geti fundið eitthvað í jólapakkana hjá okkur – það er svo gott að geta verslað í heimabyggð. Við tökum ekki á móti greiðslu- kortum en við tökum á móti hópum utan auglýsts opnunar- tíma ef óskað er. ; ) Megi jólahátíðin færa ykkur öllum birtu í hjarta og bros á vör. Sigríður Björk Sveinsdóttir, Birna Sveinsdóttir og Signý Ósk Richter.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.