Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 5

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 5
45/2010 Feykir 5 Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna Ólafur knapi ársins Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin á laugardaginn og tókst í alla staði vel, að því er fram kemur á heimasíðu Hestamannafélagsins Neista. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun í ýmsum flokkum. Ólafur Magnússon var m.a. valinn knapi ársins 2010 hjá Hestamannafélaginu Neista og Steinnes í Húnavatnshreppi var valið ræktunarbú ársins 2010. Þá hlaut Kiljan frá Steinnesi Fengsbikarinn, en hann er gefinn til minningar um Guð- mund Sigfússon frá Eiríks- stöðum og veittur hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heima- manns. Ólafur Magnússon gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og endaði í 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, í Húnvetnsku liðakeppnina og á Fákaflug og var í úrslitum á öllum þessum mótum. Ólafur stendur ekki einn í þessu því konan hans Inga Sóley á stóran þátt í góðu gengi hans þar sem hún stendur þétt við bakið á honum, heima og heiman. Inga Sóley fékk afhentan þakklætisvott frá Hestamannafélaginu Neista fyrir að fá Ólaf svona oft lánaðan til að fara á keppnisvöllinn. Steinnes í Húnavatnshreppi var valið ræktunarbú ársins 2010. Ábúendur þar eru þau Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir. Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi. Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ ) Nafn: Þorfinnur Jóhannsson Heimili: Sauðárkrókur Starf: Gæruverkamaður Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Tottenham, sennilega af því að allir vinir mínir héldu með Manchester, Arsenal eða Liverpool. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Það hefur svolítið verið skotið á mig hvað þeir væru lélegir. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? David Ginola, Teddy Sheringham og svo náttúrulega Guðni Bergs. Gary Lineker var voða heitur á sínum tíma. Það hafa verið margir góðir í liðinu, en verra gengið með þjálfarana, en það er vonandi komið núna með Rauðhnapp og vonandi helst þeim á honum. Í dag er það Gareth Bale sem er leikmaður á heimsmælikvarða. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, en vonandi styttist í það. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, klukku, trefil, nælu og húfur. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það gengur ekki nógu vel. Björgvin minn var heitur þangað til hann hafði vit, þá fór hann að halda með Chelsea, Eiður Smári hafði meiri áhrif. Þor- björg hefur lítinn áhuga en heldur með Manchester eins og mamma sín. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, maður herðist frekar. Uppáhalds málsháttur? Sjaldan er ein báran stök. Einhver góð saga úr boltanum? Mér detta tveir leikir í hug. Teddy Sheringham var búinn að skipta yfir í United og þeir komu á White Hart og fengu víti og Teddy var látinn taka það en skaut í stöngina og fékk boltann aftur en skaut þá framhjá. Annar leikur sem er svolítið minnisstæður, ég var ekki að horfa á hann en heyrði í útvarpinu að staðan í hálfleik á milli Tottenham og Manchester væri 3-0 fyrir Tottenham. Ég dreif mig til svila míns sem er mikill United-maður til að stæra mig, þar sem hann var að horfa á leikinn. En það snérist alveg við og ég fór heldur sneyptur heim því leikurinn endaði 3-5 fyrir United. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Er enginn hrekkjari. Spurning frá Jóni Hirti. – Hvenær lék Tottenham í Evrópukeppni síðast? Svar... Það er nú ekki lengra síðan en 2008 – 2009! Hvern viltu sjá svara þessum spurning- um? Birgi Rafnsson Hvaða spurningu viltu lauma að v i ð k o m a n d i ? -Hvað er langt síðan Tottenham vann Arsenal á heimavelli Arsenal? Vonandi komið núna með Rauðhnapp Glæsilegt afmælishóf Glæsilegt afmælishóf GSS var haldið á Mælifelli á dögunum. Skemmtu gestir sér konunglega undir góðri veislustjórn Gunnars Sandholts, sem samnýtti “gamlar kynningar frá Kórnum” og golfsögur til að halda uppi góðri stemningu. Forseti GSÍ Jón Ásgeir Eyjólfsson og gjaldkeri GSÍ, Eggert Ágúst Sverrisson mættu til leiks ásamt mökum sínum og heiðraði Jón Ásgeir af því tilefni nokkra félaga fyrir vel unnið starf. Gull- merki hlutu þeir Magnús Rögnvaldsson, fyrir frum- kvöðlastarf við uppbyggingu klúbbsins, Sigurjón Gestsson, fyrir störf að gróðursetningu á vellinum og Hjörtur Geir- mundsson fyrir ríflega 20 ára starf innan stjórnar klúbbs- ins. Silfurmerki GSÍ hlutu þau Árný Árnadóttir fyrir að vera leiðandi í kvennagolfi, kynningarstarfi og kennslu og Ásgeir Einarsson fyrir störf varðandi framtíðarupp- byggingu golfsvæðisins. Í afmælinu var Steinar Skarphéðinsson gerður að heiðursfélaga GSS. Sjá nánar á Feykir.is Golfklúbbur Sauðárkróks Lið Tindastóls fékk Fjölni úr Grafarvoginum í heimsókn í Síkið á sunnudaginn var í Iceland Express deildinni í körfuknattleik. Fjölnismenn voru með yfirhöndina mest allan fyrri hálfleik en Stólarnir náðu síðan frumkvæðinu í síðari hálfleik og í fjórða leikhluta náðu heimamenn að þétta vörnina og náðu 12 stiga forystu þegar best lét. Lokatölur 91-81. Tindastólsmenn virkuðu frekar þungir framan af leik og máttu hafa sig alla við til að halda í við spræka pilta í liði Fjölnis, sérstaklega voru þeir Tómas Heiðar og Ægir Þór magnaðir. Það gladdi stuðn- ingsmenn Stólanna að endur- heimta Svabba Birgis í hópinn og hann hafði litlu gleymt. Úrslitin réðust síðan í upphafi fjórða leikhluta en þá náðu Stólarnir góðum kafla, hleyptu reyndar gestunum aftur inn í leikinn en það var engin miskunn hjá Magnúsi í kvöld og Stólarnir kröfsuðu sig aftur í 10-12 stiga forskot og tíminn reyndist of naumur fyrir Fjölnismenn til að bregðast við og Tindastólsmenn sigldu mikilvægum sigri í höfn. Kitanovic og Helgi Rafn börðust eins og ljón í leiknum, Cunningham var traustur og sem fyrr segir átti Svabbi ágæta innkomu. Rikki komst vel inn í leikinn í síðari hálfleik og eitt sett af troðslum frá Fain gladdi áhorfendur en kappinn fór mikinn í síðari hálfleik. Stólarnir fá Njarðvík í Síkið 16. desember. Karfa Baráttu- sigur Stóla Nóvembermót UFA í frjálsum Góður árangur UMSS Ungmennafélag Akureyrar hélt Nóvembermót UFA laugardaginn 27. nóvember s.l og fjölmenntu Skagfirðingar austur yfir Tröllaskaga þar sem 23 keppendur frá UMSS tóku þátt, en keppendur voru alls um 100. Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel að vanda en eftirtaldir keppendur UMSS sigruðu í sínum greinum: • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (11- 12) sigraði í 6 greinum af 7 í sínum flokki, 60m, 600m, 60m grindahlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. • Sigfinnur Andri Marinósson (11-12) sigraði í 3 greinum, 60m, 60m grindahlaupi og langstökki. • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (13-14) sigraði í 600m hlaupi og hástökki. • Ragnar Yngvi Marinósson (11- 12) sigraði í 600m hlaupi. • Rósanna Valdimarsdóttir (13- 14) sigraði í skutlukasti. • Guðrún Ósk Gestsdóttir (Konur) sigraði í 60m hlaupi. • Guðjón Ingimundarson (Karlar) sigraði í 60m hlaupi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.