Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 9

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 9
45/2010 Feykir 9 Við byrjuðum ferðina á því að fara suður með Mona skólabílstjóra sunnudaginn 24. okt og gista eina nótt í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem við áttum flug til Danmerkur snemma um morguninn. Vegna mikils spennings gátum við eiginlega ekkert sofið, svo spennt vorum við. Mánudagur Strax um morguninn kl. 6 fórum við á flugvöllinn. Það var miklill spenningur þegar flugvélin tókst á loft, því að þetta var fyrsta ferð til útlanda hjá nokkrum í hópnum. Þegar við lentum í Kaupmannahöfn tók Kristian kennari í Kerteminde skóla á móti okkur. Hann sýndi okkur borgina, við sáum m.a. vaktaskipti hjá lífvörðum drottningar. Um kvöldið tókum við lest til Óðinsvé en misstum af rútunni til Kerteminde, þannig að „foreldrar“ hvers og eins þurftu að ná í okkur til Óðinsvé. Við biðum eftir þeim á rútustoppistöðinni. Þegar við komum til Kerteminde og í okkar hús þá var dagurinn orðinn mjög langur, flestir fengu sér smá hressingu og fóru svo að sofa. og sáum hús H.C. Andersen, fórum síðan í kirkjuna og sáum látinn konung og bróður hans. Í lokin þá fengum við smá tíma til að versla í Óðinsvé. Þegar komið var aftur til Kerteminde fórum við heim með okkar nemanda og flestir fengu sér að borða og fóru svo að sofa. Fimmtudagur Í skólanum var okkur skipt í hópa og hver og einn gerði eineltisverkefni með hópnum sínum. Verkefnið gekk út á að útbúa herferð gegn einelti þar sem m.a. var sett upp forsíða á unglingatímariti, skrifuð vandamálagrein sem einnig var svöruð af ritstjóra og talin upp fimm atriði sem gætu bætt almenna vellíðan ungs fólk. Síðan fórum við á víkingasafn og skoðuðum gamalt skip o.fl. Fram að kvöldmat var frjáls tími. Kvöldmaturinn var niðri í skólanum og allir foreldrar og nemendur úr bekknum komu. Hver fjöldskylda kom með mat og meðlæti og setti á sameiginlegt borð þar sem allir gátu fengið sér. Veitt voru verðlaun fyrir bestu eineltisherferðina. Skólarnir okkar gerðu kynningarmynd- bönd áður en við fórum út og voru þau sýnd þetta kvöld, kynningarmyndböndin sýndu m.a. nemendur í leik og starfi, bakgrunn þeirra og samfélag. Alexandra Chernyshova tók síðan nokkur lög og allir döns- uðu. Síðan fór hver heim til sinnar fjölskyldu. Föstudagur Allir krakkarnir hittust á rútustoppistöðinni um morguninn, og þar kvöddum við Danina. Við tókum svo rútu til Óðinsvé og þaðan lest til Kaupmannahafnar á flugvöllinn. Því næst tókum flugið heim til Íslands. Í Leifsstöð beið Ella skólabílstjóri eftir okkur og keyrði okkur að lokum heim í Skagafjörðinn. Fyrir hönd skólanna tveggja, Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans austan Vatna og Alexandra Chernyshova skólastjóri Söngskóla Alexöndru. Þriðjudagur Daginn eftir hittumst við í Kerteminde skóla kl.8 og fórum í hópeflis leiki og ýmis verkefni. Skólinn er lýðveldisskóli og krakkarnir gengu í útifötum og skónum inni. Þau máttu fara í búðina í frímínútum og koma með nammi eða gos í tíma. Flestir af okkur komu með nesti til að borða í hádeginu sem við fengum hjá fjölskyldunum. Eftir hádegismatinn fórum við á Sjávarminjasafnið og sáum sýningu þar sem selir og höfrungar léku listir sínar. Eftir það fóru allir heim með sínum nemanda. Flestir úr hópnum hittust á pitsastaðnum eftir skóla en sumir fóru að versla. Miðvikudagur Um morguninn lærðum við danskt lag og dönsku krakkarnir íslenskt lag síðan sungum við öll saman. Svo fórum við í íþróttir í skólanum. Eftir hádegi fórum við með rútu til Óðinsvé og byrjuðum í dýragagarðinum. Þar sáum við fullt af dýrum. Eftir það gengum við niður í bæ Ævintýraferð 8. bekkinga Grunnskólans austan Vatna og Söngskólanemenda til Danmerkur Danmörk! Grunnskólinn austan Vatna og Söngskóli Alexöndru eru í alþjóðlegu samstarfi við þrjá aðra skóla í vetur. Þessir skólar eru frá Eistlandi, Lettlandi og Danmörku. Verkefnið er styrkt af Nordplus styrkjakerfinu og stendur yfir í eitt ár. Verkefnið gengur út á heilbrigðan lífsstíl með mismunandi nálgun í hverri heimsókn. Nú þegar hafa nemendur frá Danmörku heimsótt nemendur í Eistlandi og Lettlandi, nemendur í 8. bekk Grunnskólans Hofsósi og Söngskólanemendur Alexöndru heimsóttu Danmörku, Kerteminde á Fjóni, í lok október. Í Danmörku var áherslan lögð á einelti og vellíðan nemenda, á þetta viðfangsefni vel við þar sem að Grunnskólinn austan Vatna var að innleiða eineltisáætlun Olweus inn í starf skólans í haust. Fararstjórar voru þau Bjarki Már Árnason og Elsa Stefánsdóttir frá Grunnskólanum Hofsósi og Alexandra Chernyshova frá Söngskólanum. Verkefninu lýkur síðan með heimsókn nemenda Eistlands og Lettlands til Íslands í maí á næsta ári. Þá verður lögð áhersla á skagfirsku matarkistuna og útiveru. Tveir nemendur, þær Lovísa Helga og Stella Dröfn, í 8. bekk settu saman ferðasögu um Danmerkurferðina. Íslensku og dönsku nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu ásamt kennurunum sínum. Í hópavinnu. Krakkarnir unnu margvísleg verkefni á meðan á dvölinni stóð. Áhugasemi og virkni einkenndi hópinn. Síðan var farið í bæinn að skoða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.