Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 6
6 Feykir 45/2010
Áhugamaður um
allt sem ég geri
Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum í Feykisviðtali
Það er stundum sagt
að nægur tími sé til í
heiminum, það þurfi bara
að forgangsraða rétt. Það á
við um Gunnar Sigurðsson
bónda á Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð í Skagafirði sem
rekur stórt kúabú með um
80 kýr og 440 kindur á
fóðrum og þjálfar skagfirskt
frjálsíþróttafólk sem hefur
náð eftirtektarverðum árangri
og fylgir þeim til keppni
vítt og breitt um landið.
Feykir tók hús á Gunnari og
forvitnaðist um bóndann,
ræktandann og þjálfarann
sem reynir í hvívetna að
gera betur í dag en hann
gerði í gær og fyrst er hann
spurður um upphafið á hans
frjálsíþróttaiðkun.
-Ég var svo heppinn að byrja
mjög gamall að æfa frjálsar,
þess vegna entist ég svo vel.
Það er mikið talað um brottfall
í íþróttum og þá gjarnan talað
um aldurinn 13 – 16 ára en ég
byrjaði ekki að æfa frjálsar fyrr
en ég var 15 ára, þannig að ég
slapp alveg við það brottfall, segir
sú að þetta byggir allt á sama
grunninum. Það eru engar öfgar
sem virka, það þarf fjölbreytni
og gríðarlega góða undirstöðu
undir allt, hvort sem þú ætlar
að verða afreksmaður í þessari
íþróttagrein sem ég sinni eða
einhverri annarri. Þetta er
svip-aður sannleikur á öllum
stöðum þó verið sé að reyna að
finna stóra sannleikann í þessu
eins og kemur upp reglulega.
Að vera afreksmaður í íþrótt-
um byggir á vinnu fyrst og
fremst, það er engin styttri leið
til. Ekkert sem heitir „shortcut“
í þessu, segir Gunnar og áréttar
að íþróttamaðurinn þarf að fara
langa leið og byggja sig upp ef
hann ætlar að ná árangri og það
sé margra ára vinna.
–Það eru margir sem stoppa
á þessari leið vegna þess að
þeim var ekki sagður allur
sannleikurinn í byrjun. Þetta
er mikil vinna og það þýðir
ekkert að fara í feluleik með
það. Ekki ætla sér allir að verða
afreksmenn sem eru að æfa og
segir Gunnar að það sé ekkert
skilyrði hjá sér og reynir hann
að vinna með hvern og einn
eins langt og hann kemst eða
hugur hans stendur til.
Mikill efniviður í
unga fólkinu
Gunnar hefur farið með
skagfirska krakka á íþróttamót
núna í haust og hafa þau náð
eftirtektarverðum árangri og
bætt ýmis met. -Við búum
að misjafnlega miklum hæfi-
leikum og þessir unglingar sem
þarna um ræðir njóta góðs af
hæfileikum „orginal“. Á þessum
aldri erum við ekki að tala um
nein töfrabrögð hjá mér sem
þjálfara sem gera þessa hluti
heldur eru það einstaklingarnir
sem eru að ná árangri út á eigin
hæfileika. Það er ekki fyrr en
með eldri krakka sem mín
vinna fer að spila inn í, þó að
það sé gaman að monta sig af
þessum afrekum þeirra yngri.
Gunnar segir að hver og einn
sem ætlar sér að ná árangri
verði að hafa óbilandi trú á því
að hann geti gert hlutina, því
um leið og kominn er einhver
efi er málið dautt. Gunnar telur
að á milli 40 og 60 krakkar séu
nú að æfa frjálsar sem kunna að
ná góðum árangri í framtíðinni
sem er mjög hátt hlutfall miðað
við hina frægu höfðatölu. –Það
sem er eftirtektarverðast við
þessa vinnu okkar hér í Skaga-
firði er hvað við náum að kort-
leggja svo snemma hverjir hafa
hæfileikana til þess að vinna
með, segir Gunnar en þá á
hann við Grunnskólamótin þar
sem allir krakkar í Skagafirði
reyna með sér á einum stað og
þar sér hann hæfileikaríkustu
einstaklingana og nær til þeirra.
Gunnar vill þó árétta að hann er
ekki einn í þessari vinnu því með
honum vinna aðrir þjálfarar
sem standa sig mjög vel og er
það forsenda þess að vinnan
öll skilar sér. Einnig er ágæt
aðstaða til æfinga og keppni
fyrir íþróttamenn. -Ekki má
heldur gleyma þeim sem sjá um
verkin á heimavelli þegar ég er
á æfingum og keppni. Þar er ég
svo heppinn að hafa þá Þorkel
bónda á Víðivöllum og pabba
sem ávallt eru tilbúnir að leysa
mig af, segir Gunnar og á þá við
bústörfin heima fyrir.
Hvað æfingaaðstöðuna
varðar m.t.t. væntinga um
árangur segir Gunnar: –Við
höfum allt til þess að geta orðið
best í heiminum í frjálsum. Við
höfum frábæran sand í fjörunni
til að æfa á og nóg af steinum til
að lyfta. Það er misskilningur
að það þurfi einhverja rosalegar
aðstæður. Það þarf ekki þessa
miklu aðstöðu enda koma ekki
endilega bestu íþróttamennirnir
af flottustu völlunum. Þeir eru
langoftast með besta hausinn,
segir Gunnar og líklega hefur
hann mikið til síns máls.
Óhræddur við að
taka áhættu
Það er sama hvað Gunnar tekur
sér fyrir hendur, allt er gert með
miklum metnaði enda segir
Gunnar en hann var viðloðandi
sportið næsta áratuginn og
kannski rúmlega það eins og
hann segir sjálfur og snéri sér
að körfuboltanum meira og
spriklaði þar í einhvern tíma.
Þá tók hann sér hlé frá allri
íþróttaiðkun í nærri áratug en
byrjaði svo aftur árið 2003 þegar
hann var beðinn að koma að
undirbúningi Landsmóts sem
haldið var á Sauðárkróki árið
eftir. Gunnar segist hafa heillast
að starfinu í kringum þetta
vafstur en þjálfaravinnan hafi
ekki komið að neinum krafti fyrr
en árið 2005. Óhætt er að segja
að árangurinn hafi verið góður
því margir afreksíþróttamenn
undir handleiðslu Gunnars
hafa náð glæsilegum árangri
á landsvísu. Gunnar segir að
fræðin sem hann noti séu
byggð á föstum grunni og eru
gömul og gild og hafi lítið breyst
með árunum. –Það kemur
allskonar sannleikur upp öðru
hvoru, með stóru „essi“. Fólk
byrjar að drekka mikið vatn
eða borðar hitt eða þetta sem
á að gera eitthvað og heldur að
það sé málið, en staðreyndin er
Kynbótahrútarnir sóma sér vel í gerðinu. Gunnar við útigegningar. Heilkorn. Efst hveiti, svo bygg og loks hafrar.