Feykir


Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 4

Feykir - 02.12.2010, Blaðsíða 4
4 Feykir 45/2010 Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Er eitthvað að frétta? Er ruslatunnan þín kyrfilega fest? Vélsmiðja Alla á Blönduósi smíðar ruslatunnufestingar sem henta fyrir svörtu plasttunnurnar. Festingin er úr ryðfríu stáli. Myndir af festingunni má sjá á heimasíðu Vélsmiðju Alla www.velsmidjaalla.is Festingin kostar 8.000 kr. m. vsk Frekari upplýsingar í síma 452-4824 Starfsfólk Vélsmiðju Alla V.A. ehf – Vandar til verka – Efstubraut 2 – 540 Blönduósi Sími: 452-4824 – GSM: 892-2439 - www.velsmidjaalla.is VÉLSMIÐJA ALLA Hvammstangi „Ef markmiðið er fiskvernd verður að loka á öll veiðarfæri“ Ómar Karlsson, útgerðarmaður á dragnótabátnum Hörpu HU 4 á Hvammstanga, segir í viðtali í nýjasta tölublaði Fishing News International að sér reynist erfitt að skilja þær ástæður sem liggja að baki þeim takmörkunum sem settar hafi verið á dragnótaveiðar. „Ef markmiðið er fiskvernd verður að loka veiðisvæðunum fyrir öllum tegundum veiðarfæra,“ segir Ómar. Greint er frá þessu á vef LÍÚ sem segir að takmarkanir á dragnótaveiðum í sjö fjörðum, sem að taka gildi þann 1. janúar nk., hafa veruleg áhrif á útgerð Hörpu. Ómar hefur undanfarin tvö ár sótt um helming afla síns í Miðfirði, sem er einn þeirra sjö fjarða sem takmarkanirnar ná til. Hann segir í samtali við blaðið að umtalsverð breyting hafi orðið á fiskgengd á þessum slóðum á undanförnum áratugum. Ómar segir að samhliða því að fiskurinn hafi fært sig í verulegum mæli inn á grunnslóð hafi innfjarðarrækjustofninn látið undan síga. „Á árunum frá 1970 og fram til 1998 voru hér 25 rækjubátar að veiðum með trolli og margir veiddu einnig skel með þungum plógum. Þá sagði enginn neitt. Nú er hér einn dragnótabátur og verið að loka á hann af því einhver hefur ákveðið að það þurfi að vernda fiskinn,“ segir Ómar og bendir á að þrátt fyrir dragnótabannið veiðislóðin sé enn opin fyrir rækju- og skelveiðibátum. Hann segir að það yrði því fróðlegt að sjá hvernig brugðist yrði við ef rækjan gengi aftur inn á grunnslóðina. „Það er verið að loka þessum miðum án nokkurs rökstuðnings og án þess að nokkur vísindaleg gögn liggi þar að baki,“ segir Ómar m.a. í viðtalinu. Systkinin á Dýrfinnustöðum á gæðingnum Gusti frá Hóli. Mynd: Eiðfaxi.is Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga fyrir árið 2009 verður haldinn föstudaginn 3. desember nk. kl. 20 Fundarstaður: Húsnæði Skagfirðingasveitar að Borgarröst 1. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir Stjórnin Leitað að bókum Sigurgeirs á Orrastöðum Merkilegt bókasafn fór á uppboð Sigurgeir Björnsson er bjó á Orrastöðum til ársins 1936 er hann lést aðeins 51 árs, var mikill bókamaður, en talið er að nokkru eftir andlátið hafi þorri bókanna verið seldur á nauðungar- uppboði. Nú er leitað til almennings og reynt að safna saman sem flestum bókum á einn stað. Nokkur hluti safnsins hefur varðveist í höndum erfingja Sigurgeirs og hafa þær bækur nú öðlast nýjan samastað heima í héraði, þ.e. á Héraðsskjala- safninu á Blönduósi. Þar er nú sérlegur bókaskápur sem hýsir þessar gagnmerku bækur Sigurgeirs heitins. Enn er þó nægilegt hillupláss fyrir fleiri rit, og því er verið að grennslast fyrir um hvort bækur merktar með stimpli Sigurgeirs leynist á heimilum þeirra er þetta lesa. Sé svo þætti mikill akkur í því að ná sem flestum ritum þessa merka bónda á einn stað eða alltént að fá vitneskju um tilvist þeirra til skráningar. -Vissulega lagði Sigurgeir mikið í sölurnar til þess að öðlast þekkingu á gangi heimsmálanna, allt frá smæstu eindum og upp í víddir stjarnfræðinnar. Einnig er áhugavert hvað hann tók þátt í stofnun margra framfarafélaga í sveit sinni og var auk þess virkur í stjórnun þeirra og starfsemi, segir í tilkynningu frá Sigurgeiri Þorbjörnssyni sem biður þá sem vilja leggja þessum málum lið að hafa samband við hann í síma 869 3642 eða hlin@ mmedia.is Fljót Gullna hliðið verkefni dagsins Nemendur Sólgarðaskóla í Fljótum héldu hátíðlega dag íslenskrar tungu líkt og undanfarin ár. Raunar varð að fresta deg- inum um viku vegna leiðinda færðar og veðráttu þar sem nemendur komust ekki í skól- ann dagana sem æfingar áttu að standa yfir. Að þessu sinni fluttu krakk- arnir brot úr hinu sígilda verki Davíðs Stefánssonar Gullna hliðið. Allir nemendur skólans, níu talsins, tóku þátt í upp- færslunni að viðstöddum að- standendum og nokkrum gestum. ÖÞ. Kerlingin og Jón bóndi heima í koti sínu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.