Feykir


Feykir - 17.03.2011, Page 9

Feykir - 17.03.2011, Page 9
 11/2011 Feykir 9 Um þessar mundir ljúka um 60 börn námskeiði í ungbarna og krakkasundi í sundlaug Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki. Yngstu börnin á námskeið- inu voru um þriggja mánaða þegar þau hófu námskeiðið, en það er upplagður aldur til að hefja sundnám. Elstu börnin eru hinsvegar að hefja skólagöngu í haust og nokkur þeirra hafa stundað námskeið hjá Dóru Heiðu Halldórsdóttur, leiðbeinanda námskeiðsins, frá því þau voru nokkurra mánaða. Aðrir nemendur í þessum hópi hafa mis langan sund- feril og nokkrir jafnvel bara byrjendur í sundi, en Dóra Heiða segir aðdáunarvert hvað þeir hafa náð miklum árangri og fengið mikla reynslu við umgengni við vatnið. Dóra Heiða segir að sund séu upplagt fyrir börn, en það efli hreyfiþroska, styrki þau og efli einnig tilfinningatengsl milli foreldra og barns. Að auki geri sundþjálfunin þau öruggari í umgengni við vatn og sundlaugar. Aðspurð segir hún að þriggja mánaða börnin bregðist mjög vel við að koma í vatnið, þetta sé þeim nokkuð eðlislægt. Þetta er ellefti veturinn sem Dóra Heiða hefur staðið fyrir námskeiðum í ungbarna/krakkasundi á Sauðárkróki og hjá henni hefur fjöldi barna tekið fyrstu sundtökin. Eftirspurnin eftir námskeiðum hefur sjaldan verið meiri en núna. Ný nám- skeið hefjast í næstu viku. Ungir sundgarpar Þriggja mánaða sundgarpar Menning – Fréttir frá H.U.H. Mesta púðrið fór í endurbætur á Ósbæ Það hefur verið mikið líf í starfi harmonikkuunnenda í Húnaþingi sl. ár en auk árlegrar harmonikkuhátíðar í Húnaveri hefur félagið staðið í endurbótum á húsnæði sínu á Blönduósi, er að skipuleggja hátíð sumarsins auk hagyrðingakvölds sem haldið verður síðasta vetrardag. Feykir fékk sendan þennan skemmtilega pistil frá félögum. Harmonikkuhátíð í Húnaveri var haldin 25. – 27. júní 2010 í samstarfi við Skagfirðinga og var með hefð bundu sniði. Gestir komu flestir á föstudag og var dansleikur þá um kvöldið þar sem hinn landsþekkti Geirmundur spil- aði á harmonikku ásamt Jóa trommuleikara og gerðu þeir góða lukku. Skemmtidagskrá var svo á laugardag og ball um kvöldið, þar spiluðu tvær grúbbur úr Skagafirði og fl. Hátíðin tókst mjög vel og var fjölsótt. Í byrjun árs 2010 var ráðist í það verkefni að endurbæta verulega húsnæði félagsins Ósbæ Þverbraut 1 Blönduósi. Húsnæðið sem er 163 m2 að stærð er í eigu klúbbsins og nokkurra einstaklinga. Innréttuð var ný snyrting, með mjög góðri aðstöðu fyrir fatlaða og aðalinngangur í húsið færður. Eftir vatnstjón var lagt parket á sal, eldhús fært og stækkaði salurinn talsvert við það. Nú er rými fyrir 90 manns í sæti auk dansgólfs. Laugardaginn 5. mars s.l. var endurbætt húsið formlega tekið í notkun með veislu- kaffi og harmonikkuballi þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Jóhann Viðar og Jón Kristjáns sáu um að allir skemmtu sér. Gestir kvöldsins voru á einu máli um að húsið væri allt hið glæsilegasta og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Jón Gissurarson skrifaði þessa vísu í gestabókina. Ykkar haga höndin snjöll hannar listaverkin flott. Að breyta þessu húsi í höll hygg ég vera býsna gott.,, Húsið hentar mjög vel fyrir smærri veislur, fundi og dans- leiki. Síðasta vetrardag 20. apríl er að venju stefnt á hagyrðinga- kvöld og gömlu dansa ball í Ósbæ og gefst þá fleirum kostur á að njóta gleði í þessu glæsilega húsi. Þar ætla að spila fyrir okkur Hermann og Elín úr Skaga-firði. Harmonikkuhátíð verður síðan í Húnaveri 24. – 26. júní, væntanlega með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Nokkrar myndir fylgja sem Valur Haraldsson tók 5. mars. Þar sjást heiðurshjónin Helga og Kristján dansa fyrsta dansinn eftir breytingu hússins, harmonikkuleikarana spila saman, einnig mynd úr eldhúsi og sal. Af þessu sést að mesta púðrið í félagsstarfinu fór í endurbætur Ósbæjar. Kærar kveðjur frá Húnvetningum Magalega. Kafað. Baklega. Einbýlishús til sölu Einbýlishús að Fornósi 10 er til sölu. Húsið er 202 m2 að meðtöldum bílskúr, fjögur svefnher- bergi eru í húsinu, stór garður og heitur pottur. Nánari upplýsingar í síma 849 6519 Steina eða 771 9169 Sorin. Aðalsteinn, Viðar og Jón. Ingibjörg í eldhúsinu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.