Feykir


Feykir - 01.06.2011, Side 7

Feykir - 01.06.2011, Side 7
21/2011 Feykir 7 ekkert endilega svo bundin af því að fara alltaf á sama tíma. Eins getum við flýtt fyrir okkur og komist upp með að gera bara það nauðsynlegasta ef svo ber undir. Það þarf því ekki lengur að miða allar sínar ferðir við fjósatíma líkt og áður fyrr. Ekki það að maður getur ekki verið erlendis með tölvuna eins og sumir halda en það er hægt að fara í burtu og hringja þá í nágranna ef róbótinn hringir.“ Pálmi segir að mun auðveldara sé að fá afleysingu í dag en áður enda sé hægt að gefa fyrirmælin skriflega og í tölvunni. „Afleysingamaðurinn þarf að hafa öðru vísi þekkingu í dag en áður, áður þurfti hann að kunna á allar kýrnar í fjósinu, fóðurgjöf, mjólkurupplýsingar og annað sem í dag er geymt í tölvu,“ útskýrir Pálmi og blaðamanni verður hugsað til þeirra frábæru tækni sem róbótinn er. Ekki mikið að læra utanbókar fyrir þessa afleysingu. En kannski þeim mun meira mál að læra á græjurnar sem eru ófáar í fjósinu. Í Garðakoti eru 65 mjólk- andi kýr og segir Pálmi að það sé það mesta sem þau hafi verið með en þó séu þó nokkrar kýr í geldstöðu. Mjólkurkvótinn er upp á 300.000 lítra en Pálmi segir að ef vel ætti að vera þyrftu þau að hafa 100.000 lítra í viðbót. „Ef við ættum að fullnýta bygginguna þyrfti kvótinn að vera þetta meiri. Það er hins vegar ekki svo auðvelt að næla í meiri kvóta. Ekki það að ég hef ekki kynnt mér þessar nýju reglur um kvótamarkað og veit ekki hvernig hann virkar en ég hef trú á að þó eigi kvótinn heldur eftir að lækka með þessari söluaðferð. Hér áður gátu menn talað kvótaverð upp úr öllu valdi en ég er ekki vissum að það sé svo auðvelt í dag. En það þarf töluverða peninga til þess að kaupa meiri kvóta en það verður vonandi léttara núna en það var áður.“ Eins og staðan er í dag veltir búið tveimur stöðugildum en þó vinnur Pálmi að hluta til utan bús með sölu á hreinlætisvörum fyrir heimili, fyrirtæki og landbúnað frá fyrirtækinu Evans. „Þaðan fæ ég mínar tekjur í dag. Ég fer víða og sel bæði hér í Skagafirði í Húnavatnssýslum svo og nú einnig í Eyjafjörðinn. Þetta er lifandi og skemmtilegt starf að fara svona á milli og hitta fólk, segir Pálmi sem er mjög félagslyndur maður. Hann er í stjórn Hvells, auk þess að vera virkur í Kiwanis. „Annars eru félagsmál ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var hér áður, ég veit ekki hverju veldur en þetta held ég að gangi í bylgjum eins og allt annað. Nú er niðursveifla en það á eftir að breytast. Æi ég veit ekki með þessar reglur Það er farið að líða á þann tíma sem hægt er að draga menn frá vinnu sinni en ég get ekki yfirgefið fjósið án þess að spyrja Pálma út í útivist kúa. „Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að svara þér. Þessar reglur eru svo vitlausar að það er varla hægt að ræða þær. Miðað við fjós eins og okkar þar sem kýrnar eru í lausagöngu allt árið, hafa feyki gott pláss bæði sól og birtu hér inni og góða loftræstingu, þá veit ég ekki hversu nauðsynleg útivistin er. Við settum okkar kýr út í fyrra, girtum hér og höfðum fjósið opið og flestar fóru þær nú út, en það voru einhverjar sem aldrei vildi fara út úr fjósinu. Á þessum tíma sem þær voru úti minnkaði nytin um 7000 lítra. Sumar voru að fá sólbruna á júgrin Kántrýsetur opnað í Kántrýbæ Til heiðurs Hallbirni Um Hvítasunnuna verður opnað Kántrýsetur í Kántrýbæ á Skagaströnd. Þar verður ævintýraleg og óvenjuleg saga Hallbjörns Hjartarsonar til sýnis, allt frá fæðingu fram á þennan dag. Saga sem hófst í líkhúsinu á Blönduósi því Hallbjörn var talinn andvana við fæðingu. Hann hafði hins vegar einsett sér að lifa og eins og þeir vita sem þekkja hann heldur hann alltaf sínu striki, hvað sem hver segir. Ótal margir hafa hrist höfuðið yfir uppátækjum hans, allt frá því hann var barn en sjálfur segist hann alltaf hafa haft sína vitleysu á þurru, ólíkt mörgum og draumur hans um að gera Skagaströnd að eftirsóknarverðum ferða- mannastað hefur sannarlega ræst. Formleg opnun setursins verður laugardaginn 11. júní og af því tilefni hefur Magnús Kjartansson búið til heiðurshljómsveit Hallbjörns Hjartarssonar með söngvar- ana Björgvin Halldórsson, Selmu Björnsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur í fararbroddi. Hljómsveitin mun halda tónleika í Kántrýbæ og slá svo upp sannkölluðu kántrýballi að hætti kúreka norðursins. Hugmyndin um Kántrý- setur er ekki ný af nálinni en er nú loks að verða að veruleika. Það eru núverandi rekstraraðilar Kántríbæjar, þau Gunnar Sveinn Halldórsson og Svenny H. Hallbjörnsdóttir (Hjartarsonar) sem standa að setrinu með stuðningi Menningarráðs Norðurlands vestra og Minningarsjóðs um hjónin frá Vindhæli og Garði, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Iðnaðarráðneytis. Umsjón með verkefninu hefur Margrét Blöndal, út- varpskona með meiru og um hönnun og uppsetningu sér Björn G. Björnsson, leik- myndahönnuður. enda ekki hægt að bera á þær júgursmyrsl í svona fjósi. Æi ég veit ekki um þessar reglur,“ segir Pálmi. Yfirdýralæknir á að fylgjast með því að reglunum sé framfylgt og segir Pálmi að það sé gert með símhringingu og auðvitað spyrjist það líka út ef kýrnar fari ekkert út. „Æi, er þetta ekki bara eitthvað reglugerðar kjaftæði gert fyrir þéttbýlisbúa sem finna að þessu. Ekki það að þetta sé endilega nauðsynlegt fyrir heilbrigði skepnunnar ef hún býr við toppaðstæður. Við lokum tölvunni og göngum fram á brúnna þar sem blaðamaður tekur upp myndavélina. Ég spyr Pálma út í líftíma kúa, hvort hann hafi lengst við þessar aðstæður. „Já, ég held það, annars er þetta ekki kominn það langur tími en ég held að það sé óhætt að fullyrða að hægt sé að nytja kúna lengur við þessar aðstæður enda er allt júgurheilbrigði miklu miklu betra en áður. En það eru ekki bara kýrnar sem gefa tekjurnar því örlitla innkomu hafa þau haft af heimsóknum ferðamanna sem hafa komið í auknum mæli og fengið að skoða. Segist Pálmi hafa rukkað um 500 krónur á haus svona oftast en stundum kunni hann ekki við að taka borgun. „Æi, ég er voðalega lélegur við það við endum yfirleitt í koníaksstofunni þar sem ég býð koníak svo gróðinn er nú ekki mikill þegar fólkið er farið,“ segir Pálmi og hlær. Framundan er sumarið og heyskapur, heyskapur sem í dag er ekki svipur hjá sjón og hafa þau hjón séð sér hag í því að ráða verktaka í heyvinnu enda sé það ódýrara en að eiga allar græjur fyrir þessa nokkra daga á ári sem heyvinnan tekur. „Þetta er svoddan munur á heyskaparaðferðum síðustu 20 til 30 árin, og nú kaupir maður mann í verkið,“ segir Pálmi og hlær. „En það er ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tíðarfari og fleiru. Sérstaklega ekki rigningu ég bara þoli ekki að vera úti í rigningu. Tengdasonur minn hefur hlegið mikið af því þegar hann var eitt sinn að girða með mér og það fór að rigna. Þá sagði ég stundar hátt; „Jæja nú er sjálfhætt.“ Hann hefur mikið strítt mér á þessari setningu síðan þá,“ segir Pálmi hlæjandi að lokum. Kántrýbær á Skagaströnd – heimili íslenska Kántrýsetursins.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.