Feykir


Feykir - 25.08.2011, Page 10

Feykir - 25.08.2011, Page 10
10 Feykir 31/2011 Sérfræðikomur í september FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 1. og 2. sept. Sigurður Albertsson skurðlæknir 12. og 13. sept. Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir 26. og 27. sept. Tímapantanir í síma 455 4022. www.hskrokur.is Bænda- og landbúnaðarsýning í Skagafirði Alsælir með Sveitasælu Að Háholti í Skagafirði er rekið meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu og sér Brúarskóli um kennslu þar. Kennari er með allt að 5 nemendur á unglingastigi hverju sinni. Mikið samstarf er við meðferðarheimilið og fer hluti vinnunnar fram inn á heimilinu. Allt nám er einstaklingsmiðað. Kennari verður að vera búsettur nálægt starfstöð. Óskað er eftir kennara sem: -hefur uppeldisfræði-, kennara-, tómstunda- eða iðnmenntun -hefur reynslu af því að vinna með börn og unglinga í alvarlegum vanda -hefur þekkingu á því að takast á við erfiða hegðun -sjálfstæður í vinnu -er öflugur og sveigjanlegur í samstarfi Nánari upplýsingar um starfið veitir Björk Jónsdóttir, skólastjóri, bjork.jonsdottir@reykjavik.is, sími 520 6000 og 664 8440 og Ari Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður Háholti, s:453-8300 Skriflegar umsóknir sendist í Brúarskóla, Vesturhlíð 3, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 2. september 2011. Laun samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Kennari óskast að Brúarskóla á starfstöð að Skóla- og meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði Barnaverndarstofa Bændahátíðin og landbúnaðarsýningin Sveitasæla fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum um síðustu helgi. „Hátíðin tókst vonum framar og voru allir mjög ánægðir.“ sagði Eyþór Jónasson, framkvæmdarstjóri Flugu hf, sem sér um rekstur reiðhallarinnar. Margir lögðu leið sína á hátíð- ina og gaf þar að líta fjölmargt fróðlegt og skemmtilegt. Mun fleiri komu en von var á Að sögn Eyþórs lögðu um 2500 manns leið sína á Sveitasælu og eru það þúsund fleiri en í fyrra. „Það kom talsvert fleira fólk en við áttum von á. Allir voru geysilega ánægðir með daginn, bæði gestir og sýnendur.“ Eyþór bætti við að talsvert meiri sala hefði verið nú en í fyrra og virðist allt vera að glæðast í þeim efnum. Á bændahátíðinni var margt að skoða og þar var meðal annars sveitamarkaður, leiktæki fyrir börn, húsdýra- garður, vélasýningar og véla- sala, kynningar á fyrirtækjum tengdum landbúnaði og margt fleira. Dýrin stór og smá Í húsdýragarðinum mátti sjá alls konar dýr, svo sem geitur, minka, kanínur, svín, kýr, kindur, hunda og ketti. Einnig boðið upp á ýmsar sýningar tengdar dýrunum, eins og hrútasýningu, kálfasýningu, smalahundasýningar og svo var HRFÍ með hundasýningu. Einnig var hægt að sjá hvernig klaufskurður á kúm fer fram og skeifnasmíði. Fornar vinnsluaðferðir Gestir hátíðarinnar fengu að sjá ýmis forn handbrögð í verki. Þar má nefna mjaltir og mjólkurvinnslu þar sem skyr var unnið á gamla mátann og einnig smjörstrokkun. Sýndur var rúningur og ullarvinnsla þar sem ullarband var spunnið með rokk og sömuleiðis var sýnt hvernig unnið var úr geitafiðu, eða geitahári. Frá morgni til kvölds Framan við Reiðhöllina var hægt að skoða fjölmargar vinnuvélar. Þar fór fram hæfi- leikakeppni gröfumannsins og keppni í dráttarvélaakstri. Þétt dagskrá bændahátíðarinnar stóð frá morgni til kvölds og var grillveisla um kvöldið þar sem skagfirskir bændur buðu upp á gómsætt lambakjöt. Mikið fjör var á kvöldvökunni þar sem keppt var í bændafitness og ýmsir skagfirskir skemmti- kraftar stigu á stokk.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.