Feykir


Feykir - 25.08.2011, Síða 11

Feykir - 25.08.2011, Síða 11
31/2011 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Sæunn Vigdís og Brynjar Már kokka Fjársjóðssúpan mikla 2 dl. kókosmjöl sett í pott ásamt 4 dl. af vatni, soðið í 5 mín og hrært stöðugt í á meðan. Leyfið aðeins að kólna, sett svo í blandara og vinnið vel. Hellt svo í pott og hráefni sett út í (hægt er að sigta kókosmjölið frá en betra er að hafa það með). Grænmeti steikt lauslega á pönnu áður en það er sett í súpuna. Í eftirrétt Sæluostur úr sveitinni, fersk- osturinn Kjúka er kjörinn eftirréttur. Hægt er að fá með pipar, hvítlauk og basil, með sólþurrkuðum tómötum og oregano, með graslauk og svo hreinan. Í uppáhaldi hjá mér þessa stundina er hrein Kjúka og hella yfir hana chilli sultu og hunang Fjársjóðssúpa *Heimatilbúið kókosvatn 2 gerlausir grænmetisteningar 1 tsk. turmeric 5 cm. ferskri engiferrót 2 fersk chilli (verður mun sterkari með fræjum) 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 búnt brokkolí 1 haus blómkál 5 gulrætur 2 laukar ½ bakki af sveppum Maldon salt og pipar að vild 1 tsk. rjómaostur eða sýrður rjómi bætt út í þegar súpan er komin á diskinn. Heilir og sælir lesendur góðir. Nú loks þegar langt er liðið á júlímánuð Í síðasta þætti birtist vísa efitr Stefán Vagnsson sem ort var um Gunnar Bjarnason. Hef nú fengið þær upplýsignar að hún hafði ekki verið rétt með farin og á fyrsta lína hennar að vera þannig: Talaði fátt um tölt og skeið. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með ágætri vísu eftir okkar góða vin og húnvetning Pétur læknir, frá Höllustöðum. Veit reyndar ekki við hvern hann talar þar. Merkan sér hann markar bás mjög úr andans sáldum. Braghendunna burðarás ber af öðrum skáldum. Margir vísna vinir kannast við kveðskap eftir Brynjólf í Núpstúni. Held að þessi snjalla hringhenda sé eftir hann. Geðið hlýna glöggt ég finn gáska sýnir Blesi. Nóg skal vínið, vinur minn verða í Svínárnesi. Önnur hringhenda kemur hér eftir Brynjólf. Ef að fjandans ellin köld að þér vanda setur. Súptu á landa sérhvert kvöld svo þér standi betur. Jón Sigurðsson bóndi í Skollagróf var andans maður engu síður en Brynjólfur. Þessi fallega vísa mun vera eftir hann. Hljóðar stundir heilla mig. Hér má reynslan sanna, síst af öllu svíkur þig, seiðmagn öræfanna. Hef trúlega birt áður í þessum þáttum þessa kunnu vísu Jóns. Samt gaman að rifja hana upp nú. Hægt að ósi feigðar flýt fátt ég um það skrifa. Meðan ég get mokað skít mun ég glaður lifa. Svo kemur fyrir flestum að ævin fer að styttast í annan endan. Guðlaugur Einarsson kenndur við Sauðholt mun hafa ort þessa. Ævi hallar ört ég finn út er lít um skjáinn. Hérna bak við bæinn minn brýnir einhver ljáinn. Hreiðar Eyjólfsson Geirdal mun hafa ort næstu vísu. Sólin vorsins sæludraum sveipar logarúnum. Lætur gullin geislastraum guða á fjallabrúnu. Vorið kallar eygló enn yfir fjallaskörðin. Geislafallið græðir senn grund og vallarbörðin. Alltof fljótt fer að hausta og Hreiðar yrkir. Vísnaþáttur 552 Ægir bólginn byltir sér brims í ólgudýjum. Himinn fólginn allur er yfir kólguskýjum. Freistandi er að halda áfram með haustvísur. Þá gaman að rifja upp þessar kunnu gömlu góðu vísur Steingríms Thorsteinssonar. Vor er indælt ég það veit þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Setjumst undir vænan við von skal hugann gleðja. Heyrum sætan svanaklið sumarið er að kveðja. Karl Friðriksson sem var kunnur vegaverksstjóri á sinni tíð mun eftir því sem ég best veit hafa ort þessa. Haustsins nótt með hljóða þrá harmar vorsins daga. Leggst hún yfir land og sjá líkt og raunasaga. Magnús Jónsson frá Skógi yrkti svo laglega hringhendu. Grána rætur, blæs í ból bítur nætur – gjóla. Litlir fætur leita í skjól litverp grætur fjóla. Einn af þeim sem orti fallega um veðurfar og árstíðir var Tryggvi Emilsson. Þessar munu vera eftir hann. Skýjaþykkni skyggir á að skýni sól á hnjúkinn. Þó var áðan geisli að gá gegnum rósadúkinn. Þannig er um þennan yl þegar´ann hlær sem kátast, og þykist vera að þrífa til þá er hann bara að látast. Í síðasta þætti birtust ágætar vísur sem ortar voru í námunda við Herðubreiðarlindir. Eftir þann þátt rifjaðist upp þessi sem mig minnir að sé eftir Theodór frá Bjarmalandi. Ársól vermir aldnar brár, eldi sveipast tindar. Himinn faðmar heiður blár Herðubreiðarlindar. Eins og stundum áður á þessum tímamótum langar mig til að leita til lesenda með efni fyrir þáttinn sem tengist hausttímanum, göngum og réttum. Endilega sendið mér slíkar vísur allavega, sama þótt þær séu gamlar. Kannski of mikil svartsýni að enda með þessa sönnu vísu Höllu Einarsdóttur en geri það samt. Þegar lýkur lífsins skák laus frá öllum meinum. Tek ég bleikan ferðafák og flyt á honum einum. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154 Mataruppskriftir vikunnar eru í boði Sæunnar Vigdísar Sigvaldadóttur, þroskaþjálfa og ostagerðakonu og Brynjars Más Eðvaldssonar skipstjóri á Neista. Sæunn er önnur Sæluosta-kvenna og mikill matgæðingur. Þau hjón búa á Laugarbakka í Miðfirði. Þau Sæunn og Brynjar skora á Lauru Ann Howser og munu uppskriftir hennar birtast í Feyki eftir þrjár vikur. Ástæða þessa nafns er að upprunalega varð hún til við leit hráefna í eldhúsinu. Eftir grams í ísskáp og eldhússkápum varð útkoman þessi. Hún er í miklu uppáhaldi því gott er að frysta hana og jafnvel bæta fiski út í hana. (á sitthvorn ostinn). Borðað með kexi og döðlum,fíkjum og eplum. Dásamlegur eftirréttur. Verði ykkur að góðu! - - - - - Leiðrétting! Þau leiðu mistök urðu í matarþætti í síðasta Feyki að aukatexti slæddist inn í lýsingu á aðferð við salatgerð. Rétt er þetta svona: Salat sem er ómissandi með liltum kjötbollum 200g hvítkál 1 epli safi úr hálfri appelsínu eða hreinn appelsínusafi úr fernu. Skera niður kálið og eplin blanda saman og hella slatta af safa yfir.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.