Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 4

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 36/2011 Samræmd könnunarpróf á réttardaginn - villa nútímans Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haust- dögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. Samræmd próf eru ekki ný af nálinni. Þau komu fyrst fram árið 1929 og hafa alla tíð síðan verið bitbein þeirra sem láta sig málið varða. Árið 1977 fengu samræmdu prófin á sig þá mynd, sem við sem veltumst í umræðu skólamála nútíðar, þekkjum best. Þá urðu þau nokkurskonar inngangspróf í framhaldsskólana og um leið mælitæki á námsárangur nemenda í 10. bekk. Árið 1995 var svo einnig byrjað að prófa nemendur í 4. og 7. bekk. Það gerðist svo árið 2009 að þeim var breytt í núverandi form sem felst í því að þau eru nú samræmd könnunarpróf. Það er ekki meining þess sem hér ritar að taka sérstaka afstöðu til markmiða eða hlutverka þessara prófa. Til þess þyrfti hann of mörg orð. Hér langar ritara að velta fyrir sér tímasetningu prófanna og það af gefnu tilefni. Til útskýr- ingar er á það bent að ritari hafði vistaskipti á síðastliðnu sumri. Þá hvarf hann frá starfi aðstoðarskólastjóra í einum að nýjustu skólum Reykjavíkur og tók við starfi skólastjóra í gamalgrónum sveitaskóla norður í Varmahlíð. Þau vistaskipti hafa haft í för með sér umtalsverðan viðhorfa- þroska sem fært hefur við- komandi á nýjan útsýnisstað í skoðunum á lífi, tilveru og skólastarfi almennt. Sú menning sem ritari lifir nú í mótar sterklega skóla- menningu sveitaskólans sem og skólabrag hans. Undanfarn- ar vikur hér um slóðir hafa einkennst af því að nemendur hafa verið þátttakendur í þeim störfum sem nauðsynlegt er að sinna í sveitinni og eru grunnur að lífsviðurværi margra fjölskyldna. Heyskap- ur hefur allsstaðar farið seinna af stað eins og alþekkt er sökum óblíðrar veðráttu og flestir bændur eru á þessum dögum að ná inn Hánni. Það hefur svo orsakað þá óvenju- legu stöðu að bændur og búalið hafa þurft að hverfa frá ókláruðum heyskap inn á hálendi í göngur. Þar hefur fé og hrossum verið safnað saman og búfénaðurinn rek- inn í réttir með öllu tilheyr- andi. Nemendur sveitaskólans hafa eins og aðrir nemendur mætt í skólann sinn eftir- AÐSEND GREIN Ágúst Ólason, skólastjóri Varmahlíðarskóla skrifar væntingarfullir vel fyrir höf- uðdag eins og til er ætlast. Um leið eru þeir fullir ábyrgðar gagnvart störfunum heima við. Þeir hafa alist upp við að leggja sitt af mörkum og margir þeirra búa yfir eftir- tektarverðum áhuga á hverju því sem tekist er á við. Það er því fleira en skólinn sem skiptir þá máli og ljóst að þeir búa yfir margvíslegum sterkum hliðum sem klárlega eru þeim til framdráttar í skóla og námi. Ein þeirra er sú ríka ábyrgðartilfinning sem þeir búa yfir. Mitt í þessu annríki öllu, göngum og réttum daga og nætur á nýliðnum dögum, kemur sending af malbikinu í Reykjavík sem inniheldur samræmd könnunarpróf. Þau skulu lögð fyrir eftir kúnst- arinnar reglum eins og lög gera ráð fyrir og það á sjálfan réttardaginn. Vansælir koma nemendur gnístandi tönnum í skólann þessa morgna, sumir í fylgd foreldra, til að takast á við verkefnið sem skólanum er ætlað að framfylgja. Fullir ábyrgðar en annars hugar ganga þeir til stofu og sinna sínu. Árangurinn, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir áherslur vetrarins í námi, kemur svo með pósti daginn sem nemendur fara heim í jólafríið! Aldrei fyrr hefur ritara þessa orða orðið eins áþreifanlega ljóst hversu veruleiki malbiksins er langt frá veruleika sveitarinnar. Nú er mál að þeir sem setja fram þessa fáránlegu tímasetn- ingu taki sig saman í andlitinu og stuðli að því að nemendur um land allt sitji við sama borð. Að þeim sé gert kleift að takast á við þetta verkefni af heilum hug og án þess að hafa áhyggjur af því sem verulega skiptir máli í lífi þeirra, afkomu og framtíð. Það má takast á um það hvaða tími er heppi- legastur til þess arna en við svo búið má ekki una. Ritari þessara orða skorar á alla þá sem lesa að leggja því lið að þessi viðhorf nái eyrum og augum þeirra sem megnugir eru að breyta. Sú breyting mun einungis verða til þess fallin að nemendur, í sveit og borg, fái það tækifæri að leggja sig heilshugar fram. Ekki er fjarri lagi að draga megi þá ályktun að auknir möguleikar verði á betri útkomu úr samræmdum könnunarprófum en hér hefur áður sést. Það er ekki svo lítið markmið né ómerkilegt og myndi án efa gleðja ómælt þá sem að þessum nemendum standa, þ.e. foreldra, starfsfólk skóla, fræðsluyfirvöld sem og ráðamenn lands og þjóðar. Fljót Sauðþrár hrútur forðaði sér á sundi Við smölun af Tungudal til Þverárréttar í Fljótum s.l. laugardag kom upp gott dæmi um “sauðþráa” í hrútlambi Arnar bónda í Ökrum. Frekar en láta REKA sig til réttar, lagði hrússi til sunds frá vesturbakka Stífluvatns, og svamlaði dágóða stund. Eitt- hvað hefur honum leiðst volkið, og snéri til sama lands, en þá voru allir gangnamenn á bak og burt. Uppgjafa bændur sem voru á ferð um þjóðveginn austan- megin vatnsins, sáu hvíta klessu í fjöruborðinu og fóru að athuga um greyið. Hrúturinn var hinn frískasti, en náðist þó strax, fékk um hálsinn forláta hálsklút af einum smalanum, og var leiddur til byggða eins og fínn kaupstaðahundur, þar sem eigandinn tók glaðbeittur við verðmæti sínu. Vinsamleg ábending til smala framtíðarinnar, gott er að vera með trefil þegar farið er í göngur. /SK Hrúturinn teymdur eins og fínn kaupstaðahundur. Sögusetur íslenska hestsins Sparisjóðurinn styrkir Á Laufskálaréttardaginn 24. september sl. færði Sparisjóður Skagafjarðar Sögusetri íslenska hestsins veglegan styrk að upphæð 1,5 m.kr. Fór afhendingin fram í afréttarlandi Kolbeinsdals en á sömu slóðum fyrir liðlega hundrað árum var Sparisjóð- urinn fluttur á hesti þaðan þar sem hann var stofnaður og niður í Hjaltadal. Það má segja að stemningin við afhendinguna hafi verið við hæfi íslenska hestsins þar sem afréttarstóð úr Kolbeinsdal rann hjá á leið sinni til réttar ásamt fjölda gesta sem tekur þátt í þeirri smalamennsku að tilstuðlan íslenska hestsins. Það var Arna Björg Bjarna- dóttir sem tók við styrknum úr höndum Sigurbjörns Bogasonar útibústjóra Sparisjóðsins og Kristjáns Snorrasonar mark- aðsstjóra sem mættir voru í dalinn þó ekki ríðandi. Arna þakkaði höfðinglegan styrk og sagði hann koma sér afskaplega vel, nú þegar þrengir að, við uppbyggingu setursins. /PF Sigurbjörn Bogason, Arna Björg og Kristján Snorrason. Um þessar mundir er verið að grafa fyrir nýju torgi sem mun verða smíðað vestan við brú yfir Syðri Hvammsá á Hvamms- tanga. Nánar tiltekið verður torgið staðsett á milli Kaupfélagsins og kaffihússins Hlöðunnar. Guðmundur Vilhelmsson verktaki vinnur við að flytja það efni sem þarf að fjarlægja vegna framkvæmdarinnar. Fyrirtækið Reynd að smíða mun svo sjá um smíðarnar. Vinnuheiti svæðisins er Brúarhvammur en margir vilja frekar að svæðið sé torg en hvammur. Þá er bara spurning, hvað ætti svæðið að heita? /Húnaþingsblogg Hvammstangi Nýtt torg í smíðum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.