Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 7

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 7
36/2011 Feykir 7 skólameistara af, skólaárið 2008-2009, þá kviknaði áhugi hennar á stjórnun innan skóla- kerfisins. Meðfram starfinu fór hún í meistaranám í annað sinn, nú í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Mér finnst alveg nauðsynlegt að mennta mig meðfram nýju starfi, þá fæ ég mun meira útúr bæði starfinu og náminu, það styður hvort annað. Þá fæ ég endalausar hugmyndir og get prófað þær jafnóðum, það er mjög praktískt!“ úrskýrði Ingileif. Það hefur alltaf heillað Ingileif að vinna með ungu fólki. „Á þessum tímapunkti standa þau á krossgötum. Þau eru svo hugrökk og þeim finnst þeim allar leiðir færar. Það er svo ótrúlega gefandi að geta tekið þátt í að hjálpa þeim að finna sinn farveg í lífinu.“ Ingileif var komin á þann stað að hana langaði að taka næsta skref í starfsferli sínum. Þá losnuðu skólameistarastöður, bæði við FNV og við gamla skólann hennar FVA. Hún sótti um báðar stöðurnar. „Í mínum huga komu einungis þessir tveir skólar til greina, vegna þess að ég á rætur í þeim báðum og þeir eru mjög svipaðir í uppbyggingu. En mig langaði meira að starfa hér áfram, enda líður mér mjög vel hér í Skagafirði,“ sagði Ingileif. Ráðið var í stöðu skólameistara FVA í sumar en eins og margir vita urðu talsverðar tafir á skólameist- araráðningunni við FNV. Ingileif og aðrir umsækjendur fengu bréf frá menntamála- ráðuneytinu í júlí þar sem sagði að starfsmenn ráðuneytisins væru á leið í sumarfrí og vegna anna yrði ekki unnið í um- sóknunum fyrr en eftir versl- unarmannahelgi. Þann 15. ágúst fór hún í starfsviðtal og Tekið á móti bæjar- og sveitarstjórum landsins um miðjan mánuðinn. þegar tveir dagar voru liðnir frá skólasetningu, og skólastarfið var komið á fullt skrið, kom símtalið frá menntamála- ráðherra sem tilkynnti henni að hún yrði skipuð skólameistari við skólann. „Það hefur allt gengið mjög vel. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur bæði í skólanum og nærumhverfi hans,“ sagði Ingileif. Forvera Ingileifar í starfi skólameistara, Jón F. Hjartar- son, bar á góma en hann starf- aði við skólann í 32 ár. „Hann vann hér mikið brautryðjenda- starf og á heiður skilinn. Margir gera sér ekki grein fyrir því hve mikið þrekvirki hann vann, skólinn var ekki einu sinni með eigið húsnæði þegar Jón hóf störf. Hann gerði skólann að því sem hann er í dag.“ Ótrúlega mikið námsframboð Flestir nemendur fjölbrauta- skólans eru af svæði Norðurlands vestra, þar sem um 60% grunn- skólanemenda af svæðinu hefja nám við FNV. „Við stefnum að því auka þá tölu upp í 75% og tel ég það var alveg raunhæft markmið miðað við það fjöl- breytta námsframboð sem hér er,“ sagði Ingileif. „Við erum með ótrúlega mikið námsfram- boð miðað við stærð skólans og erum sífellt að bæta við. Nýjasta framboðið er nám í hús- gagnasmíði og bifvélavirkjun, auk tveggja áfanga í kvik- myndagerð. Þá komum við að öðru markmiði okkar en það er að auka sérstöðu skólans,“ sagði Ingileif og útskýrði nánar: „Við þurfum að geta boðið upp á nám sem ekki er í boði annars staðar. Gott dæmi um slíkt námsframboð er kvik- myndagerð. Kvikmyndagerð hefur ekki verið kennd í fram- haldsskólum landsins, aðeins við Kvikmyndaskóla Íslands sem er eins og allir vita sérhæfður skóli. Skotta ehf., kvikmyndafjelag á Sauðárkróki, hefur annast kennsluna við kvikmyndanámið sem er í boði við skólann. Verið er að vinna að því að koma á námsbraut í kvikmyndagerð og er það í farvegi hjá ráðuneytinu. At- vinnulífið á Norðurlandi vestra hefur staðið þétt við skólann og verið tilbúið að vinna að ýmsum verkefnum með okkur. Nýjasta dæmið um þetta er bifvéla- virkjunin sem við kennum í samstarfi við Bifreiðaverkstæði KS. Auk þess má nefna að- komu K-Taks að verkefnum í húsasmíði. Með því að leiða saman hesta okkar höfum við á svo miklu að byggja. Þá hafa skólastigin unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum. Til dæmis höfum við boðið upp á áfanga í hestamennsku þar sem hægt er að ljúka knapamerkja- námi og höfum við verið í góðu samstarfi við Hólaskóla í tengslum við það.“ Ingileif hefur verið að skoða möguleika fleiri viðbótum við skólann. „Hingað til höfum við staðið okkur mjög vel gagnvart strákunum, með fjölbreyttu úrvali af fremur karllægum greinum. Nú langar mig að auka námstækifæri fyrir stelpur en það hefur sýnt sig að þær hafa fremur verið að flytja af landsbyggðinni. Við eigum að skapa tækifæri fyrir sem flest áhugasvið svo að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ingileif. Nú er verið að kanna möguleika á að koma á laggirnar hönnunarbraut í samstarfi við atvinnulífið. Þann 29. september verður skrifað undir samning skólans við Menntaáætlun Evrópusam- bandsins upp á 32 milljónir króna sem verður varið til að koma á fót námi í plastiðnum á Íslandi. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við skóla í Danmörku og Finnlandi og hefst samstarfið með fundi á Sauðárkróki dagana 3. til 5. október. Um þessa nýju stefnu verknámsins sagði Ingileif: „Skólinn hefur ætíð kappkostað að bjóða upp á framsækið nám eins og sjá má á verkefnum sem framundan eru. Í takt við nýjar áherslur í verknámi við skólann þar sem megin áhersla er lögð á notkun tölvustýrðra tækja og tóla stendur til breyta nafni verk- námshússins í FNV hátækni- menntasetur. Þetta verður gert samhliða vígslu vinnustofu í málmiðnadeild skólans, sem hýsir tölvustýrða rennibekki og fræsara frá fyrirtækinu HAAS. Við hátíðlega athöfn þann 4. nóvember næstkomandi, kemur fulltrúi frá HAAS í Þýskalandi til að votta fyrstu hátæknivinnustofu við skóla á Íslandi.“ Í lokin sagði Ingileif: „Ég hlakka til að takast á við komandi verkefni og mín hugsjón er að tengja saman öll skólastigin og atvinnulífið á svæðinu enn frekar, ég tel að við getum vel unnið meira saman. Samvinnan kemur til með að styrkja svæðið til muna og ber ég miklar væntingar til þess. Við erum með frábæran skóla og mjög gott bók- og verknám. Ég leyfi mér að fullyrða að við erum með best búna verk- námshús landsins,“ sagði Ingi- leif um fjölbrautaskólann og bætti við: „Við stefnum bara uppávið, það er alltaf hægt að bæta við og gera enn betur.“ /BÞ Glæsileg aðstaða verknámshúss sem senn verður Hátæknimenntasetur FNV. Skólameistari kynnir starfsemi skólans fyrir gestum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.