Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 8

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 8
8 Feykir 36/2011 FNV og EXITED-verkefnið Smíða róbóta Málmiðnaðardeild FNV er þátttakandi í Evrópuverkefninu EXITED ásamt fimm öðrum skólum. Verkefnið gengur út á samstarf í hönnun og smíði á færibandi þar sem þrír róbótar munu mata inn á. Dagana 14. til 17. september sl. hittust allir þátttakendur verkefnisins í FNV og fóru yfir stöðu verkefnisins og þróuðu það áfram. Þess má geta að FNV fékk á fjórðu milljón í styrk frá Comenius-sjóðnum í verkefnið. Þetta byrjaði með því að við sóttum um í Comenius sem veitti styrk fyrir þessu sex landa verkefni, segir Geir Eyjólfsson sem er í forsvari fyrir íslenska hluta verkefnisins. Verkefnið gengur út á það að setja saman lyklakippu þar sem nemendur FNV útbúa færibandið sem notað verður við verkið. Nemendur eru þegar búnir að smíða færibandið og nutu þeir tilsagnar málmiðnaðar- kennaranna auk Geirs, Sigur- björns Björnssonar og Björns Sighvats. –Þetta fer þannig fram að nú hittast þessir sex skólar hér hjá okkur, og við heimsækjum þá. Það voru tólf karlar sem komu frá skólum frá Tékklandi, Belgíu, Þýskalandi, Danmörku og Noregi. Í janúar förum við á fund til Tékklands en mars næstkomandi koma kennarar og nemendur skólanna saman í stórum kastala og þar verður vélin sett saman þ.e.a.s. allir partarnir sem hver skóli smíð- aði settir saman, segir Geir en þá kemur endanlega í ljós hvernig verkið hefur gengið. Sumir sjá um tölvuþáttinn aðrir um rafmagnsþáttinn og svo eru það smíðarnar. Það sem er sérstakt við þetta að mati Geirs eru samskiptin og tengslin sem skapast við þá skóla sem eru að gera sömu hluti og FNV, nota svipaðar vélar o.þ.h. fyrir utan það að þetta hvetur þá til að smíða flókin tæki í þeim vélum sem eru til staðar í skólanum. –Nemendur eru afskaplega spenntir fyrir þessu verkefni og láta ekki sitt eftir liggja þó kannski sé verið að svindla á tímanum þeirra, segir Geir en síðustu þrjú kvöld fyrir heimsóknina unnu þeir fram eftir á kvöldin og töldu það ekki eftir sér. Færibandið sem smíðað var í FNV er þannig úr garði gert að allir hlutar færibandsins eru smíðaðir og settir á prófíl og er það gert í svokölluðum CNC tækjum. Það er byrjað á því að teikna og hanna hlutinn í sérstöku teikniforriti og síðan er það fært yfir á þau tákn sem vélarnar lesa og ég verð að segja það að krakkarnir eru ótrúlega fljótir að nema þessa tækni. Þetta færiband er afbrigðilegt að einu leyti fyrir kollega okkar utan úr heimi að færibandareimin er úr steinbítsroði sem útbúin var í Sjávarleðri. Þeir féllu í stafi er þeir sáu það og reyndu að rífa og slíta bandið þar sem þeir trúðu ekki á styrkleika þess, segir Geir sem telur það verða gaman að koma með þessa færibandareim út í heim þegar vélin verður sett saman. /PF Gripurinn skoðaður gaumgæfilega. Hlýraroðið vakti mikla athygli erlendu fulltrúanna. Laglegur hópur hönnuða og smiða. Á sitthvorum endanum eru annars vegar Geir vinstra megin og Sigurbjörn hægra megin en á myndina vantar Björn Sighvats. Stórafmæli Saknar þess að geta ekki lesið Lilja Gunnlaugsdóttir átti stórafmæli á dögunum, en hún varð 100 ára gömul þann 27. september. Hún segir að sér líði vel og vera almennt við góða heilsu. Það helsta sem plagar hana er að hún er orðin fremur þróttlaus, á erfitt með gang og sjónin er orðin léleg. „Það er kannski það sem ég sakna mest, mér fannst svo gaman að lesa, ég hef alltaf verið svo bókhneigð. Mér fannst líka alltaf svo gaman að vinna í höndunum; föndra, sauma og prjóna en ég á ekki eins gott með það lengur. Ég gríp þó ennþá til prjónanna öðru hvoru, það getur þó verið svolítið erfitt þegar ég missi niður lykkju,“ sagði Lilja og hló. Lilja er alin upp í Ytri-Kotum í Norðurárdal og minnist hún uppvaxtarára sinna þar með hlýju. Fyrsta minning hennar er frá því hún var um tveggja ára og á bænum var vinnukona sem sinnti henni mikið: „Hún söng mikið fyrir mig og kenndi mér mörg lög. Hún hét Rósa og var systir Óla heitins, afa þeirra Álftagerðisbræðra.“ Á Ytri- Kotum var hvorki rafmang né rennandi vatn og þurfti að sækja vatnið langar leiðir. Lilja bjó ekki við slíkan munað fyrr en hún flutti að Áshildarholti árið 1950. Lilja á hvorki meira né minna en 62 afkomendur. Hún ól átta börn, tvö þeirra missti hún á unga aldri en sex þeirra komust á legg og eru öll við góða heilsu enn þann dag í dag. Lilja ljómaði í framan þegar hún talaði um börnin sín: „Það er það sem hefur skipt mest máli, að börnin manns eru öll við góða heilsu og vegnað vel. Þau eru öll svo vel gefin og hafa verið dugleg að koma sér áfram í lífinu.“ /BÞ Menning Dansað og klappað Útgáfutónleikar Multi Musica voru haldnir í Salnum í Kópavogi fyrir skömmu en þangað mættu um 170 gestir. Tónleikarnir gengu frá- bærlega að sögn Ásdísar Guðmundsdóttur söngkonu og forsprakka Multi Musica og var mikil stemning frá fyrsta lagi. -Gestirnir skemmtu sér konunglega, og var stemn- ingin svo mikil að í lokin voru allir staðnir upp og klöppuðu og dönsuðu með, segir Ásdís. Fyrirhugað er að halda útgáfuteiti á Króknum en dagsetning er ekki komin á hreint ennþá en það mun verða haldið í hinu sögufræga húsi Gúttó. -Þar verður svona kósi, „unplugged“ stemning og allir Skagfirðingar eru hér með hvattir til að koma og gleðjast með okkur, segir Ásdís. -Fleiri tónleikar með þessari dagskrá eru fyrirhug- aðir á næstunni en ekkert sem er komið á hreint enn þá. Þó má segja frá því að hugur okkar stefnir á að komast vestur á Ísafjörð með tónleika. Verið er að skipuleggja nýja söngdagskrá sem verður með alþjóðlegum blæ, en lesendur fá að vita meira um það seinna að sögn Ásdísar. /PF Vestur Húnavatnssýsla Sviðamessa framundan Hin árlega Sviðamessa „Húsfreyjanna“ á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð föstudaginn 7. og laugardaginn 8. okt., einnig laugardaginn 15. okt. ef næg þátttaka fæst. Sem fyrr verða á borðum ný, söltuð og reykt svið, sviðalappir, kviðsvið ásamt gulrófum og kartöflum. Borð- hald hefst kl. 20:00 og er miðaverði stillt í hóf en aðeins kostar kr. 3000 í veisluna. Eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 451 2696 frá og með 4. - 6. okt. og rennur allur ágóði til góðgerðarmála í héraði. Allir eru velkomnir. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.