Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 9

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 9
„Skín við sólu Skagafjörður“ er mottó þessa frjálsa og skemmtilega hóps sem kemur saman klukkan 10 á laugardagsmorgnum til spjallfunda og kaffidrykkju. Upphafsmenn þessara sam- verustunda eru Hreinn Sigurðsson, Sigfús Jónsson af Mælifellsætt og Aggó í Málmey, Anton Angantýsson. Hugmyndina flutti Hreinn suður á Faxaflóasvæðið, hafði verið í kaffiklúbbi á Króknum á Hótel Mælifelli um 14 ára skeið. Þar hafði hugurinn verið „hreinsaður“ lagðar línur og tekist á um marga hluti sem skilaði sér ferskt út í samfélagið. Frá árinu 2003 hafa nálægt 300 einstaklingar mætt á kaffifundina en gestabók liggur frammi og „ber“ öllum að skrifa nafn sitt sem er eina skyldan sem fylgir því að taka þátt. Sigfús Jónsson sonur Jórunnar Hannesdóttur leikkonu á Króknum og Jóns Siff í Syðri-Búðinni hefur reynst mikil kjölfesta við að halda utan um skipulagið. Sigurður R. Antonsson, Lóli, hefur verið í innsta kjarnanum ásamt mörgum góðum mönnum og konum. Allir hafa hringt í „alla“ og enginn vill missa af samverunni. Mætingin er oft frá 20 – 40 einstaklingar og því skemmtilegra sem fleiri mæta. 36/2011 Feykir 9 Kaffiklúbbur Skagfirðinga Skín við sólu í samveru og kaffidrykkju Starfsárið 2011 – 2012 hófst 24. september s.l. á Hótel Sögu og stendur til 5. maí 2012. Lokafundurinn norðan Heiða í Ljósheimum. Næsti fundur er á Kaffitári í Njarðvík 1. október þar verða Suðurnesjamenn væntanlega fjölmennir með Svenna í Árbæ, Bússa í Ketu, Braga Pöllu og öll hin. Þá er komið að Café Aroma í Hafnarfirði 8. október. Þar eru þungavigtarmenn Maggi og Kiddi Aadnegard, Jens Everts bróðir Snorra samlagsstjóra, María systir Bjarna Har og fleira gott fólk. 15. október átti að mæta í Eden í Hveragerði en Eden brann svo fundinn verður nýr áningarstaður. Hótel Saga er síðan staðurinn 22. október og hringnum er lokað. Þá hefst á ný hringekja á nefndum stöð- um og svo koll af kolli fram á næsta vor. Hægt er að fá skrá yfir fundina hjá einhverjum félaganna sem mæta og nefndir hafa verið. Lyftið bara upp símanum. Allir Skagfirðingar vinir vandamenn og gestir, ungir sem aldnir eru velkomnir og hvattir til að láta sjá sig bæði norðan og sunnanmenn. Sá sem þessar línur skrifar hefur mætt á allnokkra fundi og haft af því mikla gleði. Bjarni Har og Elli Hansen láta fundi aldrei framhjá sér fara ef þeir eru syðra. Spyrjið þá bara hvort þetta sé ekki ómissandi og gefi lífinu gildi í viðbót við allt annað. /Hörður Ingimarsson „Kaffiklúbbur Skagfirðinga“ 7. maí 2011 í Ljósheimum. Á myndinni eru frá vinstri: Jóhannes Hansen, Bjarni Haraldsson, Sigfús Jónsson, Hólmfríður Runólfsdóttir, Sævar Einarsson, Þórunn Friðfinnsdóttir, Stefán Guðmundsson, Knútur Aadnegard, Guðlaug Gunnarsdóttir, Stefán Pedersen, Margrét Jónsdóttir, Úlfar Sveinsson, Pétur Þórarinsson, Magnús Aadnegard, Karl Sveinsson, Kristín I. Pálsdóttir, Páll Sveinsson, Þórður Þórarinsson, Jens Evertsson, Sigurjón Ingimarsson, Steinn Ástvaldsson, Reynir Hjörleifsson, Bragi Haraldsson, Sigríður K. Skarphéðinsdóttir, Sigurður R. Antonsson, Guðný Þórðardóttir, Grétar Guðlaugsson, Erlendur Hansen, Eiríkur Sigurðsson. Mynd: hing ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Sú framtíð sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag er ekki björt ef litið er til framtíðaráforma ríkisstjórnarinnar – frekari niðurskurður, enn meiri hækkun skatta, innköllun aflaheimilda og aðild að Evrópusambandinu. Þessar aðgerðir eru þó allar gerðar undir því yfirskini að verið sé að gæta hagsmuna okkar, einstaklinga, fjölskyldna og þjóðarinnar í heild. En hver ætli raunveruleikinn sé? Gæti hugsast að ríkisstjórnin hafi einfaldlega ekki getu til að takast á við þann mikla vanda sem blasir við og vilji koma ábyrgðinni yfir á Brussel, sama hvað það kostar! Það er allavega óhætt að segja að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sé eina málið sem sinnt er af krafti, já og auðvitað skattahækkanir. Áróðursvélar ríkisstjórnarinnar hafa verið settar á fullt og reyna þær af miklum krafti að sannfæra okkur um að vandi þjóðarinnar muni hverfa og við getum hallað okkur aftur og lifað áhyggjulausu lífi ef við treystum Evrópusambandinu fyrir framtíð okkar. Þar muni hagsmunir okkar þjóðar, að sjálfsögðu, verða settir ofar öðrum hagsmunum. En stöldrum nú aðeins við. Er þetta ekki það sama og sagt var við Grikki þegar þeir gengu til aðildar fyrir 25 árum? Þá fengu bændur m.a. styrki til að draga úr mjólkurframleiðslu, sem síðar leiddi til þess að innflutningur á mjólkurafurðum varð nauðsynlegur. Er þetta veruleiki sem við viljum standa frammi fyrir eftir nokkur ár? Erlend fjárfesting í sjávarútvegi og náttúrauðlindir á forræði annarra þjóða? „Undanþágur“ segja margir sem er gott og blessað, en við verðum að gera okkur grein fyrir að það er ekki varanleg lausn. Við munum aldrei, ekki frekar en aðrir, fá varanlegar undanþágur hvað varðar landbúnað, sjávarútveg eða aðrar náttúruauðlindir. Í mínum huga er það ekki spennandi kostur að búa í landi sem stýrt er af aðilum sem hafa enga hagsmuni af því að þjóðin blómstri og atvinnumál séu í góðu standi. Auk þess hefur það aldrei talist sterk staða að standa í samningum við einhvern þegar maður hefur ekki fullan styrk. Því hvet ég alla sem þetta lesa að sína samstöðu og skrá sig á heimasíðuna www. skynsemi.is þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. - - - - Að lokum vil ég skora á Ragnar Stefán Rögnvaldsson að skrifa næstu grein. Guðjón Ebbi Guðjónsson er brottfluttur Skagstrendingur Sýnum skynsemi – stöndum saman!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.