Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 5

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 5
36/2011 Feykir 5 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Gísli Þór Ólafsson / Contalgen Funeral Fyrsta plata Megasar best Nýr þáttur í Feyki er Tón-lystin þar sem tónlistaráhugi og lyst viðfangsefnis á tónlist er könnuð. Fyrstur í sviðsljósið er Gísli Þór Ólafsson til heimilis í Hlíðahverfi á Sauðárkróki og alinn upp á sömu slóðum. Gísli er árgangur 1979, með kassagítar sem sitt hljóðfæri en hann telur þó (kontra) bassaleik í hljómsveitinni Contalgen Funeral sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu. Uppáhalds tónlistartímabil? Er dáldið svagg fyrir tímabilinu 1965-1969 og vil ég meina að (jákvæð) samkeppni manna á borð við Bítlana (innbyrðis) og Brian Wilson (sem vildi gera plötur sem væru betri en Bítla- plöturnar), hafi skapað af sér framúrskarandi meistaraverk. Ýmsar aðrar hræringar í loftinu höfðu einnig áhrif. Ég vil nefna í beinu framhaldi af þessu þá leikhústengdu sköpun sem varð til með böndum eins og Queen, Pink Floyd og David Bowie á 8. áratugnum. Svo eru menn eins og Tom Waits og Leonard Cohen sem náðu að halda 80´s draugnum niðri (sem Bob Dylan átti erfiðara með). Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Hljómsveitin Valdimar og nýja Tom Waits lagið. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Móðir mín keypti Bítlaplötu (The Beatles 1967-1970) meðan hún gekk með mig og hlustaði á hana áður en ég fæddist án þess að hafa neinn sérstakan smekk fyrir þeim. Ég á plötuna enn. Að öðru leyti var það spóla með tónlist með mamma tók uppúr útvarpinu og ég hlustaði mikið á og söng með. Ég man eftir lögum eins og „I want to break free“ með Queen sem kom út árið 1984 og „Handle with care“ með The Traveling Wilburys sem kom út þegar ég var 9 ára. Hver var fyrsta platan/diskur- inn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Þegar ég var 10 ára þá fékk ég áritaða kassettu af plötunni Nóttin langa með Bubba Morthens. Árið 1991 keypti ég plötuna Achtung Baby! Með U2 (í upprunalegri vínýlútgáfu) í Skagfirðingabúð. Mér fannst mjög leiðinlegt þegar menn hættu að gefa út LP plötur árið 1992 (og kannski fannst tónlistarmönnum það líka því mikið af mjög góðum plötum komu út árið 1991). Hvaða græjur varstu þá með? Fisher. Hvað syngur þú helst í sturt- unni? Pólskar (frumsamdar) aríur. Wham! eða Duran? Duran Duran hefur alltaf fylgt mér. Ég man að ég var með Begga bróður þegar það kom í útvarpinu árið 1985 (eða kannski árið 1986) að tveir meðlimir bandsins væru hættir. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ziggy Stardust and the Spiders from Mars (helst á VHS) og The Black Rider með Tom Waits. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Vanalega er Cohen settur á, stundum Bob Dylan og mjög oft Tom Waits. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Okkur Andra og bandinu langar á tónleika með Tom Waits, kannski einhversstaðar í Frakklandi. Ég myndi einnig vilja hafa bróður minn Óla Þór með. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Þegar ég var krakki var það John Lennon en í dag er málið heldur flóknara nema ég lít mikið upp til manna eins og Roy Orbison og Leonard Cohen. Tom Waits hefur haft mest tónlistarleg áhrif á mig seinustu ár en öskrar það líka hátt að maður eigi að halda í sérstöðu sína og sérvisku. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Fyrsta plata Megasar, Megas sem kom út árið 1972. Bubbi áritar Nóttina löngu fyrir Gísla í Skaffó 1989. Kannski fær Bubbi einhverntímann áritaða plötu hjá Gísla? Hvað er að frétta Kristján B. Jónasson? Íslensk bókaútgáfa er kraftaverk Bókaútgáfan Crymogea hefur vakið mikla athygli fyrir þær bækur sem gefnar hafa verið út á þess vegum og má þar kannski helst nefna bókina Veiðimenn norðursins þar sem ljósmyndir Ragnars Axelssonar ná á einstakan hátt að lýsa hverfulum veruleika nútímans meðan mannfræðingurinn Mark Nuttall lýsir þeim í orðum. Nýverið gerði Crymogea einn stærsta útflutningssamn- ing íslenskrar útgáfusögu við National Geographic í Þýska- landi. Annar eigandi Crymo- geu er Skagfirðingurinn Kristján B. Jónasson, Sigur- jónssonar frá Skörðugili og Valgerðar Kristjánsdóttur frá Syðri-Hofdölum. Hvað geturðu sagt okkur um þennan samning? „Samning- urinn er gerður um útgáfu ferðabókaritraðar sem heitir upp á ensku 22 Places You Absolutely Must See þar sem sagt er frá 22 lykilstöðum í hverju landi eða því landsvæði sem til umfjöllunar er. Samn- ingar af þessum toga eru svo sem ekkert merkilegir í alþjóð- legu samhengi en íslensk bókaforlög hafa ekki leitað hófanna á þessum vettvangi að neinu ráði áður. Hann felst í að við framleiðum, hönnum og prentum bækurnar fyrir Þýska- landsmarkað. Fyrirtækið Crymogea á rétt á efninu og getur ráðstafað því að vild inn á fleiri markaði, sem við höfum raunar þegar gert. Bækur úr þessari ritröð koma einnig út í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi.“ Hvaða þýðingu hefur hann fyrir Crymogeu? „Í stað þess að megnið af tekjum okkar komi af sölu bóka innanlands koma þær í æ stærra mæli erlendis frá og lykillinn að því eru samningar á borð við þennan. Við höfum sett okkur það markmið að tekjur okkar komi að þriðjungi úr svona framleiðsluverkefnum, þriðjungi frá dreifingu og sölu bóka erlendis og að þriðjungi frá innanlandsmarkaði. Mark- miðið er að verða ekki of háður einum staðbundnum markaði.“ Hvað er fleira í deiglunni? „Við erum að fara af stað með nýtt stórt alþjóðlegt verkefni í samtarfi við hollenska og þýska aðila sem einnig er tengt ferðamennsku. Um leið erum við að bæta við svæðum í 22 Must röðina og ætlum okkur að vinna það í samstarfi við net „systurforlaga“ sem við höfum byggt upp víða um heim. Eitt þessara forlaga er í Höfðaborg í Suður-Afríku og við erum nú að ræða við þau um ferðabókaröð um Suður- Afríku, Namibíu, Botsvana og Lesótó. Allt lönd sem státa af ótrúlegri náttúrufegurð, gríðarlega fjölbreyttu dýralífi og sumum mögnuðustu gististöðum heims. Allt eru þetta lönd sem er auðvelt að heimsækja og eru vinsæl hjá erlendum, einkum evrópskum ferðamönnum.“ Hver verður jólabókin í ár? „Jólabók okkar er nýupp- götvaður menningardýrgrip- ur, frumútgáfa bókarinnar Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Benedikt var einn mesti afreks- maður íslenskrar menningar- sögu, var í senn afburðaskáld eins og þeir vita sem syngja „Upp á himins bláum boga“ og „Gýgjuna“ en einnig einn Kristján B. Jónasson bókaútgefandi. Mynd: RAX helsti lausamálssnillingur ísl- enskrar bókmenntasögu því fátt jafnast á við sjálfsævisögu hans Dægradvöl. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum, samdi fyrstu ísl- ensku kennslubækurnar í nátt- úruvísindum, kom upp vísi að íslensku náttúrugripasafni.“ Hvernig gengur að vera bóka- útgefandi á Íslandi í dag? „Íslensk bókaútgáfa er í eðli sínu kraftaverk og hún stendur og fellur með þeirri hugsun að við eigum okkur sameiginlegt móðurmál sem okkur finnst vænt um og viljum nota til að móta hugsanir okkar. Þótt nágrannalönd okkar séu ekki ýkja fjölmenn eru þau samt nógu stór til að eiga sér stóran markað fyrir ýmiss konar fagefni, námsefni og slíkt fyrir öll skólastig sem er nauðsynlegur bakhjarl fyrir einkareknu bók- aútgáfurnar og gerir þeim kleift að starfa af þrótti. Slíku er nánast ekki fyrir að fara hér. Grunnskólamarkaðurinn er svo að segja lokaður öðrum en Námsgagnastofnun sem er ríkisfyrirtæki, framhalds- skólabókamarkaðurinn er í vondu standi og fagútgáfa takmörkuð. Menn treysta því alfarið á almenna markaðinn. Hann er merkilega heilbrigður þrátt fyrir allt en bóksala hefur dalað á undanförnum árum. Hins vegar eru ótrúlega margir sem hafa hug á að sækja inn á þennan markað.“ Hvernig sérðu framtíð bókar- innar í þeirri mynd sem hún er í dag? „Rafbækur skipta marga lesendur nú þegar máli og eru mjög skemmtilegur vettvangur fyrir útgefendur, bjóða upp á nýja möguleika í miðlun og þjónustu við lesendur. Hin hefðbundna bók á sér hins vegar mjög djúpar rætur og snertir svo marga strengi, hvort sem það er lesmálið sjálft eða ánægjan af vel unnu handverki. Engir ættu að vita þetta betur en Skagfirðingar því vagga íslenskrar bókaútgáfu stendur á Hólum í Hjaltadal. Þar var helsta miðstöð útgáfu á íslensku í rúmar tvær aldir. Hólar í Hjaltadal eru ásamt Reykjavík og Kaupmannahöfn sá staður þar sem helstu dýrgripir íslenskrar útgáfusögu hafa orðið til. Því miður er þessum þætti ekki mikið haldið á lofti hér í héraði. Það er í raun ekki neitt sem minnir á þetta á Hólum nema Guðbrandsbiblía undir gleri í Hóladómkirkju.“ Eitthvað að lokum? „Ég segi bara eins og afi Dúddi; Maður á að hafa vit á því að vera alltaf í góðu skapi.“ /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.