Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 6

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 36/2011 Þegar blaðamaður Feykis hitti Ingileif í fyrsta sinn var busavígsla FNV í fullu gangi með tilheyrandi fjöri og skvettugang. Þá hrópaði einn nemandinn að Ingileif: „Hey, á ekki eftir að busa þig?!“ –„Það er heiður kennaranna að fá að gera það,“ svaraði Ingileif og hló. Blaðamaður Feykis fékk að forvitnast um bakgrunn nýja skólameist- arans og hugsjónir hennar fyrir skólann. Kenndi börnunum í hverfinu Ingileif er fædd árið 1964 og uppalin á Akranesi. Foreldrar hennar eru Oddur Gíslason, skipstjóri og útgerðarmaður, og Björnfríður Sigríður Björns- dóttir húsmóðir. Hún er elst af fjórum systkinum en var eina stelpan í hópnum. „Það var sko oft mikið fjör á heimilinu og ósjaldan slegist,“ sagði Ingileif en oftar en ekki þurfti hún að siða yngri bræður sína til. Það má segja að Ingileif hafi verið kennari frá blautu barnsbeini en þegar hún var smástelpa átti hún það til að fara í kennaraleik. „Það var gamall kyndiklefi í húsinu mínu sem var ekki lengur í notkun og þar var ég með kennslustofuna mína. Ég raðaði upp stólum, smalaði börnum saman úr hverfinu, stóð svo við krítartöfluna og var með kennslustund,“ rifjaði hún upp með bros á vör. Ingileif gekk í Brekku- bæjarskóla á Akranesi og síðar í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar sótti hún m.a. kennslustundir í sálfræði hjá Þóri Ólafssyni, sem síðar varð skólameistari við skólann. „Þar kviknaði áhugi minn á sálfræði og í kjölfarið fór ég í Háskóla Íslands, þar sem ég lauk BA- próf í sálfræði. Það er svolítið sérstakt þegar ég horfi til baka yfir starfsferil minn. Maður veit nefnilega aldrei fyrirfram hverjir koma til með vera áhrifavaldar í lífi manns en Þórir átti eftir að leika þar lykilhlutverk.“ Ingileif hafði hug á því fara í framhaldsnám eftir að hún lauk BA- prófi en ákvað að taka sér ársleyfi. Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á kennslu og verið hrifin af skólaumhverfinu. Þegar hún sá auglýst eftir kennara í Brekkubæjarskóla, ákvað hún að slá til og starfaði þar við kennslu á unglingastigi í eitt ár. Þá sá hún auglýsta stöðu kennara í sálfræði við FVA. „Ég var á leið aftur í nám þegar ég sá að það hafði losnað kennarastaða við fjölbrautaskólann, og í sálfræði þar að auki,“ sagði Ingileif. Þórir sem þá var orðinn skólameistari við skólann, réði hana til starfa þrátt fyrir að hún væri ekki komin með kennsluréttindi og hefur hún ætíð verið afar þakklát fyrir það. „Mér fannst strax svo gaman, og ég varð svo hugfangin af þessu umhverfi, svo það varð ekki aftur snúið.“ Góðar viðtökur og nóg fyrir stafni Þegar Ingileif hafði starfað við FVA í fjögur ár langaði hana til að breyta til. Tveir staðir komu til greina; Suðurnesin eða Skagafjörður. Henni leist betur á Skagafjörð og flutti á Hofsós, ásamt drengjunum sínum tveimur, Óskari Þorgils og Oddi og hóf störf við Grunnskólann austan Vatna, þar sem hún tók við sérkennslumálum. „Ég hafði hugsað með sjálfri mér að prófa að búa í Skagafirði í eitt ár en þá kynntist ég eiginmanni mínum, Sævari Steingrímssyni.“ Þar með festi hún rætur hér í firðinum. Sumarið 1994 fluttist hún á Sauðárkrók, þar sem fjölskyldan kom sér vel fyrir. „Mér líkaði strax mjög vel að búa hérna. Umhverfið er gott og samfélagið er mjög sam- heldið. Auk þess sem stærðin var mjög þægilega kunnugleg, svipuð og á Akranesi þegar ég ólst upp,“ sagði Ingileif. Ingileif ákvað að snúa sér aftur að námi og varð uppeldis- og kennslufræði fyrir valinu, þar sem hún vildi afla sér kennsluréttinda. Hún skráði sig í fjarnám við Háskólann á Akureyri og lauk náminu meðfram vinnu á sambýlinu í Fellstúni. Á því tímabili hafði hún augastað á Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fékk að vera þar í æfingakennslu. Árið 1995 losnaði kennarastaða við skólann og hóf Ingileif þá störf við skólann. Hún kenndi sálfræði og uppeldisfræði og fikraði sig hægt og rólega yfir í námsráðgjöfina þar sem hún var við afleysingar þegar hún hóf meistaranám í náms- og starfsráðgjöf, við Háskóla Íslands. Árið 2001 losnaði námsráðgjafarstaða við Árskóla og þá ákvað hún að taka sér ársleyfi frá FNV til að geta unnið við námsráðgjöf með- fram náminu. Þar kenndi hún einnig náttúrufræði og sam- félagsgreinar á unglingastigi. Árið 2002 gerðist hún náms- ráðgjafi við fjölbrautaskólann. Síðar leysti hún aðstoðar- Hjálpar ungu fólki að finna sinn farveg í lífinu Ingileif Oddsdóttir er nýráðinn skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hefur verið starfandi við skólann frá árinu 1995

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.