Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 2

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 2
2 Feykir 36/2011 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Grjótið í götunni Sauðfjárslátrun hjá SAH Afurðum er í fullum gangi um þessar mundir og hefur allt gengið mjög vel fyrir sig, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir að met hafi verið slegið í meðalfallþunga dilka sem var 18,86 kg, en það er sú langhæsta tala sem elstu menn muna og ekki eru til skýrslur um meiri fallþunga. Flestir dilkanna voru frá Hörgárdal og af Ströndum. Hjá SAH Afurðum er mikil áhersla lögð á nýtingu aukaafurða og er svo fyrir komið að nánast allt er notað. Þar má nefna tilraunarvinnslu á löppum og hausum fyrir Afríkumarkað. /BÞ SAH Afurðir Met slegið Norðurland vestra Rætt um framtíð flugs á Krókinn Í gær var haldinn fundur á Kaffi Krók þar sem framtíð áætlunarflugs til Sauðár- króks var rædd. Þar voru mættir fulltrúar Svf. Skagafjarðar, Flugfélagsins Ernis auk annarra hags- munaaðila á svæðinu. Fram kom hjá flugrekstrar- aðilum að ekki væri rekstrar- grundvöllur fyrir því að halda uppi flugáætlunum til Sauð- árkróks án aðkomu ríkisins í formi styrkja en aðeins um eina og hálfa milljón króna vantar til að dæmið gangi upp. Minni sætanýting auk meiri skatttekju ríkisvaldsins gerir það einnig að verkum að erfitt er um vik fyrir flugfélagið að halda áfram á sömu braut. Óskir heima- manna voru þær helstar á fundinum að flugið héldi áfram með aukinni þjónustu við þá sem þyrftu að skreppa daglangt í höfuðborgina með því að fyrr verði flogið á morgnana og hægt verði að komast heim að dagsverki loknu. Einnig kom fram að betur má markaðssetja flugið hvað varðar ferðaþjón- ustuaðila svæðisins og eru þar drjúg sóknartækifæri. Bjarni Jónsson sveitar- stjórnarfulltrúi segir að því verði fylgt eftir sem kom fram á fundinum við innanríkis- ráðherra en fundur verður haldinn með honum í næstu viku. Bjarni segist bjartsýnn á að það takist að tryggja áfram- haldandi flug til Sauðárkróks með samningum við stjórnvöld og aukinni nýtingu á fluginu m.a. með því að finna hentugar tímasetningar. Einnig telur hann það samræmast sam- gönguáætlun á Norðurlandi vestra sem verið er að vinna að hjá SSNV  að halda úti flugi til Sauðárkróks og þar með til Norðvestur landshlutans. /PF Víðidalstungurétt í Vestur Húnavatnssýslu Stóðsmölun og stóðréttir Nú um helgina verður mikið um að vera í Víðidalnum í Vestur-Húnavatnssýslu en þá verður stóðinu smalað til byggða á föstudag og stóðréttir í Víðidalstungu- rétt daginn eftir. Gestum, sem ætla að taka þátt í stóðréttargleðinni, er bent á að fara af stað frá Hrappstöð- um á föstudaginn, um kl. 10. Þeir sem ætla að vestan geta mætt í Valdarásrétt um hádegi. „Svo er líka mögnuð sjón að mæta bara síðdegis til að sjá stóðið renna heim í sveitina,“ eins og segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Víðidals- tunguréttar. Á föstudaginn er öllum boðið í kaffi í skemmuna á Kolugili og um kvöldið í kjöt- súpu í Víðigerði eða hjá Siggu og Jóa á Gauksmýri. Laugardaginn 1. október verður stóðið rekið til Víðidals- tunguréttar stundvíslega kl. 10 og hefjast þá réttarstörf. Þar má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa, uppboð verður á gæðingsefnum og sölusýning um hádegið. Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happ- drætti og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu, þar sem aðalvinningurinn verður folald! Á laugardagskvöldið er dansleikur í Víðihlíð, þar sem hljómsveit Geirmundar heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið. /BÞ Ég las litla frétt á einum vefmiðlinum fyrir fáum dögum sem bar yfirskriftina „Stjórnvöld leggja stein í götu“. Þar segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, að samtökin muni ekki hafa frumkvæði af samvinnu við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur héðan í frá þar sem stjórnvöld, að hans mati, hafa lagt stein í götu atvinnulífsins. Mér varð hugsað til orða Guðbjarts Hannessonar á borgara- fundi sem haldinn var á Sauðárkróki að frumkvæði Hollvina Heilbrigðisstofnunarinnar en þar sagðist hann vilja sjá sameiningu dómstóla á landinu og benti á að ekki væri endilega verið að tala um að flytja verkefnin suður eins og heimamenn voru hræddir um heldur væri hægt að senda verkefnin út á land. Mér skilst að dómamálum hafi farið fjölgandi undanfarin misseri og verið væri að velta fyrir sér að auka fjárframlög til málaflokksins. Nú er lag fyrir stjórnvöld að vinna að þessari hugmynd Guðbjarts og reyna á hvort ekki sé hægt að framkvæma hana eins og atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar ályktaði um fyrir stuttu. Þá er einnig spurning hvort ekki sé hægt að hreinsa götuna af þeim steinum sem búið er að leggja í götuna til heilbrigðis- stofnananna á Sauðárkróki og Blönduósi. Þar virðist reyndar þurfa stórar þungavinnuvélar og menn með reynslu og áræðni til að fara í þá vegagerð. En þegar fyrsti steinninn er farinn er verkið hafið. Páll Friðriksson ritstjóri Frá fundinum í gær. Snorri Björn Sigurðsson er með orðið. Gengið hefur verið frá ráðningu í allar sex stöður héraðsdýralækna sem verða til með breyttri umdæmaskipan frá og með 1. nóvember nk. Egill Þorri Steingrímsson verður Héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, en hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Austur-Húnaþingsumdæmi. Breytingar eru gerðar með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega hags- munaárekstra með því að aðskilja opinbert eftirlit hér- aðsdýralækna frá almennri dýralæknaþjónustu og um leið mun hið opinbera veita stuðning til dýralækna sem starfa munu við dýralækna- þjónustu í hinum dreifðari byggðum. /PF Matvælastofnun Sex héraðs- dýralæknar ráðnir Hólaskóli Staða rektors laus til umsóknar Mennta- og menningarmála- ráðuneytið hefur auglýst stöðu rektors Háskólans á Hólum lausa til umsóknar en það er í samræmi við lög um búnaðar- fræðslu sem kveða á um að staða rektors sé veitt til 5 ára í senn og skuli auglýst í hvert skipti. Næsta skipanatímabil rektors hefst 1. janúar 2012. „Eftir talsverða umhugsun hef ég ákveðið að sækja ekki áfram um starfið heldur hverfa að starfi mínu sem prófessor í fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Ég tel að fyrir aka- demískt embætti af þessum toga sé regluleg endurnýjun mikilvæg. Ég hef nú gegnt stöðu skóla- meistara og síðan rektors í samtals 12 ár“, sagði Skúli Skúlason rektor í samtali við Feyki. Samkvæmt lögum mun háskólaráð Háskólans á Hólum fara yfir umsóknir um embættið og veita mennta- og menningarmálaráðherra um- sögn um umsækjendur. /PF Endurbætur standa nú yfir á pósthúsinu á Hvammstanga og hefur því verið lokað tímabundið. Samkvæmt vefmiðlinum Norðanátt.is verður póstaf- greiðsla í félagsheimilinu að Klapparstíg 4, á meðan unnið er að endurbótunum. Nánari upplýsingar gefur þjónustuver Íslandspósts í síma 580 1200. /BÞ Pósthús Hvammstanga Endurbætur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.