Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 3

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 3
36/2011 Feykir 3 Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Er eitthvað að frétta? Rafmagn fór af stórum hluta Skagafjarðar um klukkan korter yfir tíu á þriðjudagsmorguninn er lína Landsnets milli Varmahlíðar og Sauðár- króks sló út. Um klukkustund síðar var rafmagn aftur komið á á Sauðárkróki en vegna af- leiddrar bilunar í stýribúnaði varð straumlaust áfram í Hjaltadal, Viðvíkursveit, Hofs- ós og Sléttuhlíð í skamma stund í viðbót. Svo illa vildi til að fáliðað var hjá Rarik þegar rafmagn- ið fór af þar sem margir starfsmenn eru í sumarfríi á sólarströnd og ekki við því komið að senda eftir þeim. Ljóst er að raskið var mikið hjá rafmagnsnotendum á svæðinu en ekki eru neinar fregnir um stórvægilegar bilanir. /PF Rafmagnslaust í Skagafirði SkagafjörðurStyrktarsöfnun skokkhóps Árna Stefánssonar Fjölmargir skokkuðu eða hjóluðu til góðs meðferðum í Indlandi. „Það var æðislegt að sjá Þuríði og Ingvar á brautinni,“ sagði Árni en þau létu ekki sitt eftir liggja og lögðu góðum málstað lið. Þuríður Harpa lagði af stað hjólandi frá Glaumbæ uppúr kl. 9:30 og kom með þeim fyrstu að Sundlaug Sauðárkróks um kl. 12:30. Þar var tekið á móti fólkinu með léttum veitingum. Alls hétu 19 fyrirtæki á þátttakendur og þau voru: • Arion banki • Kaupfélag Skagfirðinga • Steinull hf. • Landsbankinn • Fisk seafood hf. • G og • Byggðastofnun • Vörumiðlun • Sparisjóður Skagafjarðar • Tengill ehf. • Dögun ehf. • Sjóvá • Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki • KPMG • Sauðárkróksbakarí • Sveitarfélagið Skagafjörður • Loðskinn hf. • Hlíðarkaup • Króksverk ehf. „Við viljum þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og Suðurleiðum sem lagði til tvennar rútuferðir og keyrði þátttakendum á upphafsreit. Sömuleiðis viljum við þakka lögreglunni fyrir að hægja á umferðinni um brautina og gera hana þar með öruggari. Svo að sjálfsögðu öllum þátttakendunum. Einnig viljum við benda á að söfnunin er alltaf í gangi og enn hægt að leggja inn á styrktarreikning Magnúsar,“ sagði Árni. Styrktarreikningur Magn- úsar er: 0161-15-550279 – kt: 110468-3429. /BÞ Útsendarar Feykis tóku púlsinn á rafmagnsleysinu. Í Skagfirðingabúð var ljóstíra við einn kassann en í Skaffó var hægt að afgreiða því vélarnar geta gengið fyrir rafhlöðum, að sögn Árna Kristins verslunarstjóra. Þrátt fyrir rafmagnsleysið var fólk að koma í búðina og einn aðili verslaði vasaljós meðan Feykismenn stöldruðu við. Víða mátti sjá starfsfólk spóka sig utan dyra í blíðunni á meðan rafmagnið var úti, enda lítið hægt að gera innan dyra. Árlegt lokahlaup skokkhóps Árna Stefánssonar fór fram sl. laugardag og að þessu sinni var skokkað til styrktar Magnúsi Jóhannessyni. Þátttakendur létu ekki mótvindinn aftra sér en að sögn þeirra sem tóku þátt setti norðangjólan svolítið strik í reikninginn. Að sögn Árna tóku 86 manns þátt og fóru samanlagt 1650 km. Þeir sem skokkuðu eða gengu voru 53 talsins og fóru 780 km en þeir sem hjóluðu fóru 870 km og voru 33 talsins. Þátttakendur hófu ferð sína á mismunandi stöðum, eftir því sem þeir treystu sér til. Sú sem hljóp lengst var María Hjaltadóttir en hún lagði af stað frá Vöglum í Blönduhlíð og skokkaði 34 km. Einn þátttakandinn, Guðrún Stefánsdóttir, þreytti hlaupið í Svíþjóð að þessu sinni og hlaup þar 11 km. Skokkhópurinn styrkti Ingva Guðmundsson, sem þurfti að fara til Svíþjóðar í mergskipti í fyrra. Þar áður styrkti hann Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, sem hefur verið í stofnfrumu- Húnaflói Landsæfing á sjó í „rjómablíðu“ Sameiginleg björgunarsveitaræfing, sem fór fram á Húnaflóa fyrir skömmu, gekk mjög vel fyrir sig í „rjómablíðu,“ eins og segir á heimasíðu Björgunar- sveitarinnar Húna. Björgunarsveitirnar á Norðurlandi vestra skipulögðu umrædda landsæfingu á sjó, undir forystu Bj.sv. Strandar á Skagaströnd. Björgunarsveitarmenn komu víða að til að taka þátt í æfingunni, m.a. frá Fáskrúðsfirði og Eyrarbakka. Æfingin stóð yfir allan daginn, frá kl. 8-17 og að henni lokinni var öllum þátttak-endum boðið til grillveislu í Félags-heimilinu Fellsborg. Samkvæmt heimasíðu Bj.sv. Strandar var allskyns tækjakostur notaður til æfinganna, má þar helst nefna björgunarskip, harðbotnabáta og slöngubáta en á annað hundrað fjölbreytt verkefni voru til úrlausnar, t.d. fluglínutækjaverkefni og köfunarverkefni. /BÞ Björgunarsveitaræfing á Húnaflóa. Mynd: http://hunar.123.is Þátttakendur glaðir að vera komnir í mark og fá sér léttar veitingar. Þuríður Harpa hjólaði frá Glaumbæ, 17 km rúnt út á Krók. Hús frítímans á Sauðárkróki Ljóðelskandi gestir Góðir gestir komu í heimsókn í Hús frítímans, til Félags eldri borgara, sl. laugardag 24. september. Þar voru á ferðinni ljóðskáld úr Ljóðahópi Gjábakka, og fluttu þau frumsamin ljóð við góðar undirtektir heimamanna. Í hópnum eru tvær skag- firskar konur, ættaðar úr Fljótum, Sigurbjörg Björgvins- dóttir, sem fór fyrir hópnum í forföllum Þórðar Helgasonar cand.mag , sem æfir hópinn, svo er Ragna Guðvarðardóttir frá Minni-Reykjum, sem því miður komst ekki vegna veikinda. Heimamennirnir Jón Eiríks- son, Drangeyjarjarl og Hreinn Guðvarðarson, fóru með frumsamin ljóð. Fundarmenn skemmtu sér mjög vel og er ánægjulegt að fá slíkar heim- sóknir. Í lokin var öllum boðið uppá kaffi og meðlæti. /IVT

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.