Feykir


Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 11

Feykir - 29.09.2011, Blaðsíða 11
Akureyri. Rekstur frystihússins hefur gengið vel. Byrjað verður á nýju frystihúsi á næsta ári, en nýr frystiklefi hefur nú þegar verið tekinn í notkun. Rækjuvinnslan hefur starfa í nokkur ár og hefur gengið vel. Þar hefur auk rækju verið unnin skelfiskur. Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar er rekin af krafti. Þar voru plastbátar smíðaðir, en að undanförnu hafa þar verið búnar til litlar sundlaugar og „heitir pottar“. (Það má skjóta því hér inn að Sauðárkróksbúar þrá nú mjög að eignast heita potta, sérstaklega eftir að þeir sáu myndina um Snorra Sturluson.) Af byggingaframkvæmdum er það að segja að verið er að hefjast handa um byggingu14 verkamannabústaða og eiga þeir að verða tilbúnir fyrir árslok ́ 82. Haustið 1980 var tekið í notkun ný álma í skólahúsinu og er enn ólokið við neðri hæðina. Næsta verkefni verður svo íþrótta- og sundlaugarhús, en sundlaug sú sem nú er notuð er léleg og aðeins opin einn mánuð á ári. Grunnur hefur verið lagður að kirkju og hafa margir unnið að honum í sjálfboðavinnu. Skagaströnd hefur það fram yfir ýmsa staði að þar er leikskóli nógu stór til að taka við öllum börnum á staðnum. –Hvað um unglingana? „Þeir eru heimakærir. Þeir þurfa að sækja 9. bekkinn annað og sömuleiðis allt framhaldsnám. En þó að þeir fari burt um stundarsakir vilja þeir koma aftur. Þeir eru samhentir og tengdir átthögunum traustum böndum.“ 36/2011 Feykir 11 Úr 4. tbl. Feykis 7. september 1981. Feykismenn fóru til Akureyrar og hittu Guðbrand Magnús- son, síðar ritstjóra Feykis, til skrafs og ráðagerða. Gamall Feykir „Algjör hryllingur“ Byggðamál báru talsvert á góma á þingi SSNV fyrir 10 árum síðan. Meðal annars kom til umræðu kynning sem ný- lega var gerð á borgarskipulagi Reykjavíkur til 2024, en þar er gert ráð fyrir að fjölgi um 60.000 manns á þessu tímabili. Þar af komi 30.000 manns utan af landsbyggðinni og jafnmargir íbúar Reykjavíkur verði til við „náttúruleg skilyrði“ eins og það var kallað á þinginu. Nokkrir fulltrúar landshlutasamtakanna voru gestir á umræddum fundi um kynningu borgarskipu- lagsins, og fannst þeim þessi spádómur “algjör hryllingur“ svo vitnað sé til orða Smára Geirssonar Austfirðings. Seinlegt að tína fjallagrös á húnvetnsku heiðunum „Þetta var ákaflega seinlegt og okkur tókst ekki að ná nema 250 kílóum. Það eru ekki sömu gras- flákarnir hérna og fyrir austan“, sagði Vigdís Ágústsdóttir á Hofi í Vatnsdal um fjallagrasatínslu á húnvetnsku heið-unum sumarið 1991, aðallega Gríms- t u n g u h e i ð i . Með Vigdísi voru í tínslunni nafna hennar Bergsdóttir frá Bjarnastöðum og Kristín Marteinsdóttir frá Giljá. Það var Vilkó á Blönduósi sem hafði milligöngu um útflutning fjallagrasa annað árið í röð til þýskrar lyfjagerðar. Það sem upp á vantaði fengu þeir Vilkómenn hjá grasafólki fyrir austan. Vigdís sagði að það sem greitt væri fyrir hreinsuð og þurr grös til útflutnings alltof lítið, enda borguðu verslanir í Reykjavík meira fyrir vöruna. „Við náðum ekki tímakaupi út úr þessu, en fengum að vísu útiveruna í kaupbæti,“ sagði Vigdís fyrir 20 árum. Dó vegna vinnu Í Feyki sem kom út föstudaginn 25. september árið 1981 segir að Elín Njálsdóttir hafi gengist undir að vera ásamt öðrum, fréttamaður Feykis á Skagaströnd. Af atvinnu sagði Elín það helst að nóg væri að gera, svo mikið að Lionsklúbburinn dó vegna vinnu og tímaleysis félagsmanna. Skákfélagið og bridgefélagið kvað hún einnig eiga í vök að verjast. Mest fer fyrir sjávarútveginum. Skag- strendingar eiga einn togara, Arnar, og von er á öðrum um áramótin frá Slippstöðinni á Feykir spyr... Fórstu í berjamó í haust? Kristín Ögmundardóttir: Já, ég fór upp í Skógarhlíð. Þar var mikið af óþroskuðum berjum. - - - - Ólafur Sævarsson: Nei. - - - - Sigrún Angantýsdóttir (Silló): Nei, ég hef alltaf farið en fór ekki í ár. Maðurinn minn fór þó. - - - - Inga Rut Hjartardóttir:: Nei. - - - - Lumar þú á góðri spurningu fyrir Feyki? Sendu okkur línu á feykir@feykir.is Oddvitinn Eigi verður jakki frakki nema síður sé. Feykir fyrir 10 árum Feykir fyrir 20 árum Feykir fyrir 30 árum Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina sleppur við uppvaskið í kvöld! Spakmæli vikunnar 70% af öllum árangri í lífinu næst með því að mæta á staðinn. - Woody Allen Sudoku

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.