Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 04/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Flugvöllinn „kjurt“! Hjá SAH Afurðum á Blönduósi var mikið slátrað af nautgripum fyrri part vetrar og sem dæmi var slátrað samtals 217 nautgripum í nóvember mánuði sem er með almesta móti. Á heimasíðu SAH segir að mikil slátrun hafi einnig verið í desember og ljóst að nautgripaslátrun hjá félaginu á nýliðnu ári hafi verið sú mesta í nokkuð mörg ár. Ungneyti eru þó heldur léttari en verið hefur og einnig heldur yngri. „Ljóst má vera að til að nautakjötsframleiðslan nái að standa undir þörfum innan- landsmarkaðar þarf að koma til aukin framleiðsla, hvort heldur sem það verður gert með fjölgun gripa eða sem hlýtur að teljast spennandi valkostur, með innflutningi annars kúakyns. Það þyrfti þá að vera kúakyn sem hentaði til kjötframleiðslu“, segir Sigurður Jóhannesson fram- kvæmdastjóri SAH. Þá segir Sigurður að sala nautgripa- kjöts hafi gengið ágætlega og eru bændur hvattir til að hafa samband við SAH hafi þeir gripi til slátrunar. /PF SAH Blönduósi Mikil naut- gripaslátrun Reykjavík er höfuðborg Íslands. Þetta vita allir. Höfuðborgin hefur skyldum að gegna gagnvart landsbyggðinni þar sem öll stjórnsýsla ríkisins hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Til höfuðborgarinnar þurfa landsmenn að sækja þjónustu á öllum sviðum sem viðkemur okkar mannlífi. Það getur skipt sköpum hvernig samgöngur til og frá höfuðborginni eru, til að þeim skyldum sé fullnægt. Af þessum sökum er það ekki einkamál Reykvíkinga hvernig þeir haga samgöngumálum til og frá borginni. Enn og aftur er komin upp umræðan um að flytja flugvöllinn burt úr borginni „bara eitthvert burt, mér er sama hvurt“. Það getur landsbyggðarfólk ekki sætt sig við. Flugvöllurinn þarf að vera nálægt samgöngukerfi borgarinnar sem flytur fólk á þá staði sem þjónustar landsbyggðina. Því segi ég: Flugvöllinn „kjurt“! Páll Friðriksson ritstjóri Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi Breytingar á læknaþjónustu Fyrirhugaðar eru breytingar á læknaþjónustu Heil- brigðisstofnunarinnar á Blönduósi og telur Valbjörn Steingrímsson, forstjóri stofnunarinnar að með breyttu fyrirkomulagi sé í raun verið að auka og bæta þjónustuna. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps í síðustu viku þar sem Valbjörn mætti til að gera grein fyrir rekstri HSB. Í máli Valbjörns kom m.a. fram að rekstur stofnunarinnar hafi gengið í gegnum mikla endurskipulagningu undan- farið og á þessu ári sé gert ráð fyrir að reksturinn verði í megindráttum eins og á síðasta ári. Þó séu fyrirhugaðar breytingar á læknaþjónustu stofnunarinnar og telur Val- björn að með breyttu fyrir- komulagi á læknaþjónustu sé í raun verið að auka og bæta þjónustuna, eins og áður sagði. Valbjörn lagði fram á fund- inum erindi frá Hollvinasam- tökum HSB, sem hafa farið á stað með söfnun til kaupa á rafrænni sjóntöflu og blöðru- skanna og leitað eftir stuðningi frá einstaklingum/sveitar- stjórnum/fyrirtækjum og fél- agasamtökum í A-Húna- vatnssýslu. Hreppsnefnd Húnavatns- hrepps mun taka erindið fyrir á næsta fundi hreppsnefndar. /Húni.is Þorrablót Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi fór fram sl. laugardag. Matur var mikill og góður að vanda og fullt var á blótinu líkt og undanfarin ár. Ekkert þorrablót getur verið án góðra skemmtiatriða og líkt og áður sáu félagar í Leikfélagi Blönduóss um þá hlið blótsins. Á Húna.is segir að venju samkvæmt hafi sumir fengið meira á baukinn en aðrir í bæjarfélaginu en þó var þetta allt gert í góðlátlegu gríni og ber að taka því svoleiðis. Á blótinu var einnig tilkynnt að Einar Óli Fossdal hefði verið kosinn Húnvetningur ársins af lesendum Húnahornsins. Þorrablót Vöku Mikið um góðan mat og skemmti- legheit Atvinnulífssýningin 2012 Lífsins gæði og gleði í Skagafirði Sveitarfélagið Skagafjörður stendur fyrir atvinnulífs- sýningu á Sauðárkróki við upphaf Sæluviku, dagana 28. – 29. apríl nk. Sýning- unni er einkum ætlað að draga fram þann fjölbreyti- leika sem er í atvinnulífi, félagsstarfsemi og menn- ingarlífi í Skagafirði. Sýningin sem haldin er í samvinnu við Skagafjarðar- hraðlestina og fleiri aðila er öllum opin. Skipulag hennar verður í stórum dráttum með sama sniði og var á sambæri- legri sýningu og var haldin vorið 2010, undir sömu yfirskrift. Fyrirtæki, félög, stofnanir og aðrir sem hafa vöru, þjón- ustu, hugmynd eða eitthvað slíkt sem viðkomandi vill koma á framfæri eru hvött til að taka þátt í sýningunni. Stefnt er að því að halda málþing um atvinnumál, menningarmál og þjónustu við íbúa í Skagafirði samhliða sýningunni. Formleg skráning á sýn- inguna hefst í næsta mánuði en samkvæmt tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði eru allar hugmyndir um fram- kvæmd hennar og möguleg viðfangsefni á málþingið sem haldið verður samhliða sýning- unni vel þegnar. /BÞ Atvinnumál kvenna Styrkir í boði Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjár- magni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000. Sérstök ráðgjafanefnd metur umsóknir og er um- sóknarfrestur til og með 14. febrúar og mun úthlutun fara fram í apríl. Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skulu fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal vera að ræða og kröfur eru gerðar um að verkefni skekki ekki samkeppnisstöðu á markaði. Upplýsingar á www.atvinnumalkvenna.is. /PF Skagafjörður Dragnótabannið dæmt löglegt Í síðustu viku féll dómur í hæstarétti þar sem segir að bann við dragnótaveiðum í Skagafirði, sem Jón Bjarna- son fv. sjáfarútvegsráðherra kom á, standist lög. Áfrýjandi taldi að bannið hafi falið í sér ólögmæta skerðingu á atvinnufrelsi hans, en áfrýjandi er útgerðarfyrirtæki í Grímsey sem gerir út skipið Þorleif EA 88. Það var fyrirtækið Sigur- björn ehf. sem höfðaði málið gegn íslenska ríkinu og krafðist viðurkenningar á því að hann væri óbundinn af banni við veiðum með dragnót í Skagafirð sem sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hafði lagt á með reglugerð á grundvelli laga nr. 79/1997 um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands. Til vara var þess krafist að bannið yrði ógilt. Hæstiréttur taldi að samráð ráðherra við samtök útgerðar- og sjómanna um bannið hefði fullnægt kröfum laga nr. 79/1997 og að umrætt bann hefði átt sér viðhlítandi lagastoð. Bannið hefði verið tímabundið og staðbundið og takmarkað við tiltekið veiðafæri. Stefnandi hefði getað stundað veiðar á svæðum þar sem heimilt var að veiða með dragnót eða með öðrum veiðafærum á því svæði sem bannið tók til. Þótti stefndi því ekki hafa brotið gegn 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og var því sýknað af kröfum Sigurbjörns ehf. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.