Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 04/2012 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Gáð til veðurs á Hrauni Hjónin Rögnvaldur og Guðlaug á Hrauni á Skaga Hjónin Rögnvaldur Steinsson og Guðlaug Jóhannsdóttir hafa sinnt veðurathugunum fyrir Veðurstofu Íslands í hálfa öld á Hrauni á Skaga. Þar var starfrækt veðurathugarstöð í 70 ár en hún var lögð af um síðastliðin áramót þegar Guðlaug lét af störfum. Blaðamaður Feykis leit inn til þeirra hjóna og spjallaði við þau um líf þeirra og störf á Hrauni í gegnum árin. Rögnvaldur hefur alið allan sinn aldur á Hrauni. Hann er fæddur þann 3. október 1918 í baðstofu torfbæjarins sem stóð á sama stað og íbúðarhús þeirra hjóna stendur nú. „Já, maður man tímana tvenna. Ég man þegar ég sá bíl í fyrsta sinn, þá var ég 10 ára gamall staddur á Skagaströnd. Ég var búinn að gera mér einhverjar furðulegar hugmyndir um hvernig bílar litu út, svo þegar ég sá hann skildi ég ekkert hvað þetta var, hélt þetta væri einhverskonar hús en þá var þetta pallbíll,“ rifjar Rögnvaldur upp. Guðlaug er fædd 29. apríl 1936 á Saurbæ í Lýtings- staðahreppi en bjó frá tveggja ára aldri á Sólheimum í Sæm- undarhlíð. Rögnvaldur og Guðlaug gengu í hjónaband árið 1956 og hófu búskap á Hrauni að hausti sama ár. Saman eiga þau fjóra syni Stein Leó, Jón, Jóhann og Gunnar. Rögnvaldur er þriðja kynslóðin í beinan karllegg sem stundað hefur búskap á Hrauni og nú er fjórða kynslóðin tekin við, sonur hans Steinn Leó og kona hans Merete Kristiansen Rabölle sem er dönsk að ættum. Mörg handtökin á Hrauni Samkvæmt Rögnvaldi og Guðlaugu hefur samfélagið á Skaganum tekið miklum breytingum síðastliðna áratugi. „Þegar ég var að alast upp voru miklir barnahópar á bæjunum hér í kring, þá var mun meiri samgangur á milli bæja,“ segir Rögnvaldur. Þegar Guðlaug settist að á Hrauni var búið á 24 bæjum í Skefilsstaðahreppi en nú er einungis búið á átta bæjum. Samgöngur voru talsvert lakari í þá daga og að sögn Rögnvaldar urðu vegirnir ekki þokkalegir alla leið að Hrauni fyrr en fyrir um tuttugu árum síðan. „Þetta voru bara troðningar og ekki bætti úr skák að sumar ár og lækir voru óbrúaðar. Þannig að maður brá sér ekkert burt af bæ hvenær sem var í þá daga,“ segir Guðlaug. Á Hrauni var fengist við fjölbreyttan búskap. Þar voru kindur, þónokkuð af hestum og tvær til þrjár kýr að jafnaði til heimilisnota. Þar var jafnframt stunduð sjósókn meðfram búskapnum. „Pabbi átti sex- æring og réri til fiskjar, eins til hákarlaveiða,“ sagði Rögnvald- ur og bætti við að það hafi afi hans gert líka. Hákarlinn var kæstur, hengdur upp og þurrkaður. „Ég hef alltaf haft gaman að sjómennsku, mig langaði alltaf að leggja það fyrir mig þegar ég var strákur. Við feðgarnir fórum líka mikið á sjó saman og eigum saman trilluna Sæfara á Skagaströnd, ásamt nágrönnunum okkar að Víkum. Á trillunni höfum við veitt á línu, handfæri og grásleppu.“ Á vorin færist mikið líf við bæinn á Hrauni en þar er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.