Feykir


Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 26.01.2012, Blaðsíða 11
 04/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Borðar þú þorramat? [ spurt í Árskóla á Sauðárkróki ] Diljá Ægisdóttir -Já, sviðasultan er best en súrpungur verstur. Krista Sól Nielsen - Já, mér finnst hákarl bestur en súr hvalur verstur. Arnar Freyr Guðmundsson -Já. Mér finnst best að fá hveitiköku frá Vestfjörðum en hákarlinn er verstur. Sindri Már Gústavsson - Já, mér finnst hangikjötið best en hvalurinn verstur. berist einnig af dauðum fugli á Vestfjörðum og þetta sé mikið áhyggjuefni ef fugladauðinn sé að færast vestar, en ekki sé vitað t.d. um ástandið á Skaganum eða við Húnaflóann“, sagði í þessari 10 ára gömlu frétt en líklega gildir nú sem þá að fólk er beðið um að láta Náttúrustofu vita ef það verði vart við dauðan svartfugl. Skagstrendingar kaupa snjóbíl „Í gær var gengið frá kaupum á snjóbíl til Skagastrandar. Það eru Björgunarsveit slysa- varnafélagsins, Höfðahreppur og skíðadeild Fram sem standa fyrir kaupunum. Snjóbíll hefur lengi verið talinn nauðsynlegt öryggistæki á Skagaströnd, þar sem snjóalög geta á skömmum tíma lokað öllum leiðum til og frá staðnum. Um er að ræða níu ára gamalt tæki í góðu ástandi sem keypt var af Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Hrepps- nefnd Höfðahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja allt að 500 þúsundum til kaupa snjóbílsins. Að stærstum hluta munu kaupin verða fjármögnuð af björgunarsveitinni. Snjó- bíllinn kostar um tvær mill- jónir króna“, segir í tuttugu ára gamalli frétt sem birtist í 3. tbl. Feykis árið 2002. Gamall Feykir Sýslumaður lokar ekki Dauður fugl á Garðsfjöru Nú er mikið rætt um veiðibann á svartfugli og hversu vel hann dafnar á Norðurlandi en svo hefur ekki alltaf verið. Fyrir 10 árum er frétt um dauða fugla sem fundust á Garðsfjöru í Skagafirði. „Vart hefur verið við talsvert af dauðum svartfugli í Skaga- firði. Náttúrustofu Norður- lands vestra á Sauðárkróki bárust í fyrradag fregnir af óvenjulega miklu magni af dauðum svartfugli í Garðs- fjöru. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustof- unnar fór á fjöruna og fann þar 40 – 50 dauða fugla, flesta nýdauða. Þorsteinn sendi þá suður til rannsóknar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í fréttum að undanförnu hefur verið mikið fjallað um dauðan svartfugl á Norðausturlandi. Eins var ástatt með fuglinn á Garðsfjöru og þann eystra, hann er ákaflega magur, ekki nema um hálft kíló en í venjulegu ástandi eru þeir kílo að þyngd. Þorsteinn Sæmundsson segir að fréttir Oddvitinn Það kostar ekki svo mikið að mála ef málningin er til. Feykir fyrir 10 árum Feykir fyrir 20 árum Feykir fyrir 30 árum Sýslumaður lokar ekki er fyrirsögn á stuttri frétt á forsíðu Feykis sem út kom föstudaginn 29. janúar 1982 en þar var verið að vitna til þess að tannlæknastofa sem opnaði í íbúð eins fjöl- býlishúss á Sauðárkróki í október haustið áður. „Íbúar hússins hafa tvívegis í bréfi til bæjarstjórnar mótmælt opnun tannlæknastofu í húsi sínu, fyrst í maí, síðan í okt. sl. Bæjarstjórn hefur mótmælt við sýslumann að tannlæknastofa sé rekin í umræddu húsnæði og farið fram á lokun hennar. Byggingareglugerð segir að allir íbúar sameignar verði að samþykkja breytingar á notkun eignarinnar. Sýslu- maður hefur ekki látið loka tannlæknastofunni.“ /PF Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að fá kæstan hákarl í rúmið! Spakmæli vikunnar Ekkert er eins hættulegt og hugmynd, ef það er eina hugmyndin sem við höfum. - Emil Cartier Sólgeir Sveinmundur var oft á milli kvenna í sláturtíðinni, var af því nokkurt óhagræði. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Leirgedda er með 27.000 bragðkirtla. Sudoku Forsíða Feykis 22. janúar 1992.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.