Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 5
25/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum Knattspyrna : 1. deild kvenna Stúlkurnar úr Meistaraflokki Tindastóls áttu hörku spennandi leik við lið Grindavíkur sl. föstudags- kvöld, 22. júní, á Sauðár- króksvelli og endaði hann með sigri Tindastóls 1-0. Það var Rakel Hinriksdóttir sem setti boltann í markið fyrir Tindastól á lokamínútum leiks- ins. Eitt rautt spjald fór á loft í leiknum og var það Þórkatla Sif Albertsdóttir leikmaður Grinda- víkur sem var vísað af velli en áður hafði hún fengið áminningu. Í sama liði fékk Sarah Wilson einnig gult spjald en í Tindastólsliðinu fengu þær Rakel Hinriksdóttir og Sunna Björk Atladóttir sitt hvort gula spjaldið. Tindastóll er nú í sjötta sæti í B-riðli með 6 stig en lið Grindavíkur er statt í því sjöunda með 3 stig. /BÞ Skotfimi Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í leirdúfuskotfimi (skeet) fór fram á Blönduósi sl. helgi. Félagsmenn úr Markviss stóðu sig með ágætum en komust þó ekki á pall í einstaklingskeppninni en Markviss hafnaði í öðru sæti í liðakeppninni. Sigurvegari mótsins var Hákon Þór Svavarsson (SFS), í öðru sæti hafnaði Örn Valdimarsson (SR) og Ellert Aðalsteinsson í 3. sæti. Dagný H. Hinriksdóttir (SR) stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki eftir harða keppni við Margréti Elfu Hjálmarsdóttur (SR). Sigurður Unnar Hauksson (SKH) vann unglingaflokkinn og Davíð Ingason (SFS) sigraði Öldungaflokk. SR vann liðakeppnina, Markviss í öðru sæti og SIH í því þriðja. „Okkar menn stóðu sig með ágætum, Brynjar skaut 96 og vann 2. flokk og hafnaði í 12. sæti á mótinu. Bergþór formaður skaut 105 og Guðmann skaut 104 og komust báðir í úrslit þar sem Bergþór hafnaði í 4. sæti eftir bráðabana við Ellert Aðalsteinsson SR og Guðmann í 5. sæti,“ segir á facebook-síðu Markviss. /BÞ Vel heppnuðu Landsmóti STÍ lokið Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Jói í Stapa sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Ljómar austrið, lifnar jörð litir traustir skarta. Fagnar traust og fagurgjörð fuglaraustin bjarta. Önnur vísa kemur hér eftir Jóa. Ætíð mína léttir lund, lífið sem ég unni, ylríkt kvöld að eiga stund úti í náttúrunni. Tryggur vinur þáttarins spyr um hvort einhver kannist við vísur eftir Svein Jónsson sem kenndur var við Grímstungu í Vatnsdal. Bróðir Sveins var Þorleifur Jónsson á Blönduósi og hafa birst eftir hann vísur í þessum þáttum. Bið lesendur að gefa upplýsingar ef þeir kunna vísur eftir þá bræður. Þá bið ég lesendur að vera svo góða að leiðrétta um höfund næstu vísu sem mig minnir að sé eftir Hjörleif Jónsson á Gilsbakka. Góða veðrið margir meta, mestar fréttir það ég tel. Sjómenn hafa haft að éta og heyskapurinn gengur vel. Minnir endilega að næsta vísa sé einnig eftir Hjörleif. Oft er gallað umhverfið æskan fallvölt líður. Eftir Fjalla-Eyvindi ennþá Halla bíður. Næst er til þess að taka að spurt hefur verið um eftirfarandi vísu. Það er dauði og djöfuls nauð er dyggðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Hef lengi haldið að umrædd vísa sé eftir Sigurð Breiðfjörð en kannski er það ekki rétt munað. Gott að fá leiðréttingu þar á. Gaman að hafa næst yfir hringhendu eftir Ágúst Guðbrandsson. Dvínar bjarmi, nálgast nótt náðar armar skína. Við sumars barm ég sofna rótt svæfi harma mína. Dásamleg vorvísa kemur hér næst eftir Ágúst. Eykur varma í vona – ós vöxtur í bjarmans fljóti. Lyfta barmi reyr og rós röðuls armi móti. Bætum einni við eftir Ágúst. Austan blærinn golu glaður gnípur þvær og tinda strýkur. Vísnaþáttur 573 Loftið tæra hress og hraður hrista nær svo lognið fýkur. Einhverju sinni er ágæt vinkona Birgis Hartmannssonar átaldi hann fyrir drykkju- skapinn varð til svofelld svarvísa. Lep ég vín á ljúfum fundum líkt og fleiri menn. Orðið hef þó edrú stundum en aldrei lengi í senn. Reynslunni ríkari yrkir Birgir. Þegar ég með fullan fleyg fór um gleðislóðir, og rausnarlega veitti veig vinir birtust góðir. Brennivín þá búið er brostinn gleðistrengur. Mínum vinum fækka fer þeir finnast ekki lengur. Birgir sem er eins og margir vita, Skagfirð- ingur heldur áfram. Mér var ei sú gáfa gefin að gæta hófsins byðist vín. Þó ég vildi vanda skrefin varð hún hlykkjótt slóðin mín. Oft hef notið yls frá svönnum öðlast frægð af skaupinu. Líkt og fleiri Fljótamönnum fundist gott í staupinu. Áfram skal haldið með ágætar vísur úr Skagafirði. Ragnar Örn mun höfundur að þessari. Ýmsir falla í öldurótið aðrir hljóta lán og hylli. Margir kasta flugu í fljótið en fáum gefin veiðisnilli. Á hestamannamóti yrkir Ragnar. Mátti vart á milli sjá mjög er blandin vissan. Hvort á meiri kostum lá knapinn eða hryssan. Maður nokkur sagði frá því að hann hefði mætt á förnum vegi glæsilegri konu á miklum gæðingi. Ragnar orti. Ef ég mætti gæðings gildi glæsireisn og snilli bera. Fákur þá ég feginn vildi fóta þinna milli vera. Þá er komið að lokavísu þessa þáttar. Mun hún ort um 1930 við jarðarför á vordegi. Höfundur Jóhann B. Jónsson. Líndúksblæja foldar fríð felur duldu sárin. Sólargeisla brosin blíð breiðast yfir tárin. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Frá leik Tindastóls og Grindavíkur. Knattspyrna : 1. og 3. deild karla M.fl. Tindastóls tapaði 2:0 fyrir Fjölni þann 21. júní sl. þegar liðin mættust á Fjölnisvelli. Fjölnisliðið er þá komið í efsta sæti 1. deildar karla en á sama tíma tapaði Þór Akureyri, sem var á toppnum, fyrir KA, 3:2. Það voru þeir Bjarni Gunnarsson og Þórir Guðjóns- son sem settu boltann í netið fyrir Fjölni. Sem fyrr segir er Fjölnir þá efst í deildinni með 15 stig en Tindastóll í því áttunda með sjö stig. Leikmenn Drangeyjar völtuðu yfir lið Ýmis sl. sunnudagskvöld, þann 24. júní, en leikið var á Sauðárkróksvelli við ágætar aðstæður. Staðan í hálfleik var 1-0 en Eyjapeyjarnir gerðu sér lítið fyrir og bættu fimm mörkum við í síðari hálfleik og lokatölur því 6-0. Fyrsta mark leiksins gerði Gunnar Stefán Pétursson á 11. mínútu en í síðari hálfleik spýtti Ingvi Rafn Ingvarsson rækilega í lófana og gerði næstu þrjú mörk leiksins, fyrsta markið kom á 49. mínútu, það næsta kom þremur mínútum síðar og Ingvi kvittaði svo fyrir þrennunni á 75. mínútu. Hilmar Þór Kárason gerði fimmta mark Drangeyjar á 82. mínútu og það var síðan Stefán Hafsteinsson sem batt enda- hnútinn með marki á 87. mínútu. /BÞ & ÓAB Tap og stórsigur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.