Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 7
25/2012 Feykir 7 kirkjunni í umsjá og flutningi heimafólks. Eftir tónleikana lá leiðin á kaffihús Sólheima, sem ber nafnið Græna kannan og sumir fengu sér kaffi og kökur á meðan aðrir laumuðu sér inn í verslunina Völu og keyptu sér ís í misstórum umbúðum. Sólin kyssti skallann á hópn- um og segja má með sanni að veðurblíða dagsins hafi slegið flestum dögum á Spáni út. Eftir spjall við félaga okkar á Sólheimum lá leiðin svo heim á hótel þar sem flestir nýttu tímann til að hvíla sig eftir sólardaginn og safna kröftum fyrir kvöldmat. Eftir dýrindis máltíð og notalegt spjall, fór hópurinn að rölta til móts við draumaheima, sátt við dagskrá dagsins og með tilhlökkun til komandi dags. Sunnudagurinn 3. júní var í rólegri kantinum. Þá var keyrt meðfram ströndinni frá Selfossi til Reykjavíkur og litið við á Eyrabakka, í Strandakirkju og á Grindavík. Tekinn var aukalegur rúntur um bæjarfélögin til að kanna hugmyndir að skreytingum fyrir Lummudaga og mögu- legar nýbyggingar í Skagafirði. Ferðinni var heitið í Kringluna til að kanna mannlífið í Reykjavík en þar fyrirfundust kynjóttar kerlingar, ljúfir tónar og fataleppar. Þegar hópurinn hafði fyllt vambir sínar af kræsingum, töldu margir að enn væri laust pláss fyrir ís, rétt áður en lagt var á stað í rútuna. Heimferðin einkenndist af sofandi fólki og stoppi í Staðaskála. fyrir frábæra þjónustu, góðar stundir og góðan mat. Steinn Sigurðsson er einnig dáður af hópnum fyrir að keyra okkur hvert sem okkur langar að fara á langferðabílnum „okkar“, sem gerir okkur frjáls eins og fugl. Allir í hópnum geta því verið saman og notið ferðarinnar á sömu forsendum,“ segir Auð- björg að endingu. Hægt er að fylgjast með starfsemi Tómstundahóps Rauða krossins á heimasíðu hópsins thrki.net. Starfsemi hópsins er háð velvild fyrir- tækja, félagasamtaka og ein- staklinga. Hægt er að leggja hönd á plóg með því að leggja fjármagn inn á reikning hóps- ins 310-13-110173, kennitala 620780-0229. „Margt smátt gerir eitt stórt,“ bætir Auðbjörg við í lokin. Það voru þreyttir en mjög glaðir ferðalangar sem runnu inn í Sveitarfélagið Skaga-fjörð um kl. 21:30 þetta sunnu- dagskvöld. Ferðin var búin að vera í alla staði æðisleg og æsti þrá hópsins til að skoða stærri part af jarðarkúlunni. Þakklæti Auðbjörg vill færa þakkir, fyrir hönd Tómstundahópsins, til allra þeirra sem hafa lagt hópnum hjálparhönd, því án þeirra væru ferðir sem þessar ekki farnar þrátt fyrir fjárstyrki. „Sel Hótel Mývatn og Hótel Selfoss fá bestu þakkir ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Guðrún Valgeirs NAFN: Guðrún Jóna Valgeirsdóttir ÁRGANGUR: 1971. Það má til gamans geta að það ár varð Sauðárkróksbær 100 ára og Landsmót UMFÍ haldið þar með pompi og prakt. Mamma komst því miður ekki á Landsmótið þar sem ég hélt henni upptekinni uppá fæðingadeild sjúkrahússins, sorry mamma :) FJÖLSKYLDUHAGIR: Bý ein-stök með afleggjarana mína tvo, Írisi Lilju Þórðardóttur 15 ára og Valgeir Inga Þórðarson 14 ára. BÚSETA: Reykjavík 105 – í Laugardalnum þar sem sólin skín og Þróttarar búa. HVERRA MANNA ERTU: Dóttir Buggu (Pálma og Gunnu) og Valgeirs (Kára og Distu). STARF / NÁM: Fylgdi í fótspor feðranna og fór í Kennaraháskóla Íslands. Er því grunn- skólakennari – kenni unglingum í Háaleitis- skóla ensku og er jafnframt umsjónakennari. BIFREIÐ: Skódi steisjon, það dugar ekkert minna ef ég á að komast norður í Skagafjörðinn. HESTÖFL: Ha, dingdongdingdong ég skil ekkert um hvað þú ert að spyrja. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Er að fara í námsferð til Berlínar í júní – hlakka mikið til! Hvernig hefurðu það? Ég hef það bara alveg ljómandi gott :) Hvernig nemandi varstu? Ég var ágætis námsmaður en alveg örugglega svakalega pirrandi, var eins og útvarp – ég sem kennari hefði líklega kallað mig FM95gjó. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það hafi ekki verið hárgreiðslurnar, herðapúðarnir og veislan. Mamma og pabbi voru ekki alveg búin að klára að byggja en veisluna átti að halda í Háuhlíð 1 „no matter what“. Málverkin á veggjunum voru fengin að láni hjá Silla Elíasar og leit stofan út eins og fínasta gallerí. Svona kunni fólk að redda sér… Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Búðarkona (helst í kjör- búðinni á Króknum). Hvað hræðistu mest? Svona spurn- ingar. ABBA eða Rolling Stones? ABBA. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Abba - Voulez-Vouz. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? More Than Words með Extreme. Myndi syngja það með Önnu Pálu Gísladóttur vinkonu minni EÐA Something Stupid með Robbie Williams, myndi syngja það með pabba… það yrði söguleg stund. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Núna þessa dagana yrði það Homeland. Annars missi ég yfirleitt af öllu í sjónvarpinu og er algjörlega óþolandi í kaffitímanum í vinnunni þar sem ég veit ekkert hvað er að gerast í öllum þessum þáttum. Það eru allir að tala um Borgen, ég veit ekki neitt! Besta bíómyndin (af hverju)? Ég horfi voðalega sjaldan á bíómyndir. Schindler’s List fannst mér ótrúlega sterk mynd, sagan, litirnir, tónlistin – hreyfði mikið við mér. Pay it forward finnst mér mjög merkileg því þar er hægt að finna skýra skírskotun í Biblíuna, falleg saga með fallegan boðskap. Að lokum ætla ég að nefna Oliver Twist sem er klassísk saga skrifuð á tímum iðnbyltingarinnar, söguleg og merkileg skáldsaga. Annars er ég að klára námskeið í kvikmyndalæsi þessa dagana þannig að svarið mitt verður líklega allt annað eftir 2-3 vikur því þá veit ég svo roooosalega miklu meira en ég veit í dag :) Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Er best af öllum í því að brjóta saman þvott! Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Allt sem ég geri þar er snilld, mamma segir það! Sérhæfi mig í kjúklingaréttum, salötum og heilsudrykkjum. Nýbúin að fara á Sushi námskeið… spennandi tímar framundan. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Gúrka! Á yfirleitt 3-6 gúrkur í ísskápnum. Hversu furðulegt er það? Hvað er í morgunmatinn? Á góðum dögum boozt úr möndlumjólk, spínati, mango, bönunum, chia-fræjum, döðlum og hörfræolíu. Hina dagana er það engiferte og banani hjá mér og Special K m/bönunum hjá börnunum. Hvernig er eggið best? Linsoðið eða egg í gati. Uppáhalds málsháttur? Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Simpson fjölskyldan er alltaf í uppáhaldi. Hver er uppáhalds bókin þín? Er nýbúin að lesa Hungurleikana (fannst ég verða að gera það þar sem ég kom að syninum að stelast til að lesa langt fram á nótt). Þrusugóð bók fyrir unglinga á öllum aldri. Er byrjuð á bók nr. 2. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...í heimsreisu um Asíu og Afríku með börnin mín. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Að ég kunni ekki almennilega að slaka á :( Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og metnaðarleysi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Ég hef alltaf haldið að ég sé United manneskja, af hverju veit ég ekki. Ætti að vera harður Chelsea aðdáandi þar sem ein af fyrirmyndum mínum (pabbi) er það… held ég sé bara voðalega afslöppuð í enska boltanum. Áfram Tindastóll og Lifi Þróttur er alveg nóg fyrir mig. Er oggupons Framari líka þar sem ég kenni í Fram-hverfinu og nemendur mínir (núverandi og fyrrverandi) allir Framarar. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Pabba og börnunum mínum :) Fyrir utan fjölskylduna þá er það líklega Guðjón Valur og Stella Sig í handboltanum. Hólmar Örn Eyjólfs., Hörður Björgvin Magnússon, Annie Mist, Vanda Sig… úff, mér finnst svo margir frábærir, get ekki nefnt neinn einn/eina. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Forfeður mínir koma upp í hugann, annars væri ég ekki til og væri ekki það sem ég er. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Skó, bókina um Róbinson Crusoe og áherslupenna til að strika undir þar sem ég þarf að muna til að lifa af. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ekki dugar að drepast. Viltu taka þátt í Rabb-a-babbi? Langar þig að vera með eða þekkirðu einhvern sem þér finnst að ætti að vera í Rabb-a-babbi? Sendu okkur póst á feykir@feykir.is Ljósmynd: Silla Páls

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.