Feykir


Feykir - 30.08.2012, Side 6

Feykir - 30.08.2012, Side 6
6 Feykir 32/2012 Hólmfríður var ung stelpa þá fékk hún berkla í hnéð. „Jónas Kristjánsson, þá héraðslæknir á Sauðárkróki, skóf berklana úr hné hennar og þótti það á þeim tíma kraftaverki líkast hvernig til tókst. En það tók hana heilt ár að jafna sig og alla tíð síðan var hún með annan fótinn styttri en hinn,“ útskýrir Sigríður. Jónas læknir reyndist Hólmfríði áfram vel og bauð henni að vera hjá sér og var hún þar í níu ár. „Í læknishúsinu lærði hún heil ósköp, t.d. að elda mat og rækta allskyns grænmeti. Mamma var svo flink í höndunum og konu hans, Hansínu Benediktsdóttur, líkaði það afskaplega vel,“ segir Sigríður og brosir. Hólmfríður fór síðan suður til að mennta sig og lagði þar stund á fatahönnun og fatasaum. Foreldrar Sigríðar gengu í hjónaband árið 1924. Árið 1932 lést Magnús skyndilega, einungis mánuð eftir að hjónin áttu sitt sjötta og yngsta barn. „Hann lést úr lungnabólgu, eins og margir hér um svipað leyti,“ segir Sigríður. Móðir hennar þurfti því alla tíð að vinna mjög mikið til að sjá fyrir börnum sínum sex. Þrátt fyrir erfiðleika segir Sigríður fjölskylduna aldrei hafa skort mat. „Maturinn hjá mömmu var alltaf góður og heimilið ávallt hreint. Hún var óskaplega verkhyggin kona. Hún ræktaði allskyns ber og grænmeti, sumt var borðað strax og annað geymt fram á vetur og sett í súpur,“ segir Sigríður. Þá átti hún nokkrar kindur sem VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Spjallað við Sigríði Magnúsdóttur um blómin og lífið Á suðursvölum þriðju hæðar Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki má sjá fjölskrúðug sumarblóm sem setja mikinn svip á spítalann. Hin fögru blóm ræktar Sigríður Magnúsdóttir frá Laugarhvammi í Lýtingsstaðarhreppi en hún er nú íbúi á dvalarheimilinu. Blaðamaður Feykis brá sér út á svalir spítalans og ræddi við Sigríði um blómin og lífið. Glöð í sálu minni þurfti að heyja fyrir. „Fólk varð að hafa kindur og kýr til að lifa,“ segir hún en féð geymdu bæjarbúar í fjárhúsum sunnan við Flæðarnar. „Svo vann mamma í síldinni og þá stóðu kerlingarnar þar á meðan þær gátu staðið,“ segir Sigríður og bætir við að þó að móðir hennar hafði haft nóg að gera í saumaskap þá voru meiri peningar í síldinni. „Þá saumaði hún alltaf á nóttunni. Hún var svo dugleg að vaka,“ rifjar hún upp. Sigríður ólst upp á Suður- götu 12 sem hún segir síðar hafa brunnið. Afi hennar, Halldór Þorleifsson, byggði húsið árið 1917 og rak þar smiðju. „Þegar pabbi dó þá tók afi okkur og þarna bjuggum við; afi, mamma og við systkinin sex en þetta hús gat varla verið mikið meira en 50 fm,“ segir hún. „Við áttum alltaf skjól hjá honum – alveg yndislegur karlinn,“ rifjar hún upp með bros á vör. Sigríður rifjar upp endurminningu: „Ég var að skottast með þrjú yngstu systkin mín, á aldrinum 1-3 ára og reyna að halda þeim í skefjum. Þá brá afi á það ráð að fá lestaropið úr Víking, gufuskipi sem strandaði við Sauðárkrók árið 1899, en það var rúnnað að ofan og alveg lokað. Þetta setti afi niður í garðinum þar sem hann gat fylgst með okkur út um smiðjugluggann. Þarna lékum við okkur í skjólinu, bjuggum til drullukökur og krílin sluppu ekki neitt,“ segir Sigríður og hlær. Við Sigríður tyllum okkur á bekk í hlýjum sólaryl - neðan við svalirnar má heyra vatnsniðinn í gosbrunninum og söng býflugnanna sem virðast ekki síður vera ánægðar með framtak Sigríðar í blómræktinni. Starfsmaður spítalans lætur okkur hafa púða svo það fer vel um okkur og kveður Sigríði með kossi. „Hún er einstök manneskja hún María,“ segir Sigríður og talar um Maríu Ásgrímsdóttur, starfsmann Iðjuþjálfunar. „Hún kennir okkur að mála, körfugerð og margt fleira. Hún er einstaklega hugmyndarík og geðgóð,“ bætir hún við. Sigríður segir frá því hvernig hugmyndin aðblómaræktin kom til sögunnar. „María spurði mig einn daginn hvort við ættum ekki að sá sumarblómum. Ég ákvað frekar bara að bregða mér frameftir í Laugamýri og valdi nokkrar plöntur þar,“ útskýrir hún og brosir. Sigríður sér um að vökva blómin og gefa þeim áburð endrum og eins. „Þetta er góð líkamsrækt. Ég verð að standa mig í forstjórn yfir blómunum,“ segir hún og hlær. Að duga eða drepast Sigríður hefur verið á dvalarheimilinu á Sauðárkróki í tæp tvö ár en hún er jafnframt fædd og uppalin á Króknum. Hún kom í heiminn þann 20. júlí 1925 og er elst sex systkina en þau heita; Regína Margrét, Dóra Ingibjörg, Margrét Helena, Jón Ósmann og Magnús. Móðir Sigríðar hét Hólmfríður Elín Helgadóttir saumakona og faðir hennar Magnús Halldórsson beykir og skósmiður. Aðspurð um uppvaxtarár sín á Króknum svarar Sigríður að þau hafi einkennst af sárri fátækt en tekur fram að fólk hafi alveg verið jafn ánægt í þá daga. „Mamma mín var óskaplega dugleg kona og einstaklega handlagin. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem dundu yfir þáði hún aldrei af sveit,“ segir Sigríður með aðdáunarblik í augunum en móðir hennar lést árið 2000, þá tæplega 101 árs að aldri. Sigríður segir frá því þegar

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.