Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 32/2012
Gæran 2012
- - -
Tónlistin á
sér engin
landamæri
Nú er Tónlistarhátíðin Gæran 2012 að baki og
gestir hátíðarinnar svifu aftur til síns heima á
bleiku „tónlistar“ skýi eftir að hafa fengið góðan
skammt af fjölbreyttri tónlist.
Samkvæmt Stefáni Friðrik Friðrikssyni, einum
skipuleggjanda hátíðarinnar, gekk helgin frábærlega
í alla staði. Hann segir það hafa verið gaman að sjá að
allir voru á tánum og mættir til að skemmta sér fallega
- hvort sem það voru sjálfboðaliðar, hljómsveitir eða
áhorfendur. „Sérstaklega fannst okkur gaman að sjá
hvað margir foreldrar mættu með börnin sín og ekki
ósjaldan sem maður sá börn allt niður í eins árs dilla sér
við allskonar tónlist, hvort sem um var að ræða hiphop
eða argasta þungarokk. Tónlist á sér engin landamæri,“
segir hann.
Stefán segir aðsóknina hafa verið nokkuð góða
og mikið af nýjum andlitum, þá sérstaklega af Skag-
firðingum yfir 40 ára. „Það er gríðarlega jákvætt að
fá alla aldurhópa að skemmta sér saman og njóta þess
besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða,“ segir
hann og bætir við: „Í lokin langar okkur að þakka þeim
fjölmörgum sjálfboðaliðum sem að-stoðuðu okkur að
gera þessa hátíð að veruleika. Án þeirra væri þetta ekki
merkilegur pakki!“ /BÞ