Feykir - 30.08.2012, Side 11
32/2012 Feykir 11
FE
Y
K
IL
EG
A
F
LO
TT
A
A
FÞ
R
EY
IN
G
A
R
H
O
R
N
IÐ
Já
, r
ey
nd
u
þi
g
vi
ð
þe
tt
a!
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti skilið
einn rúnt í bæinn!
Spakmæli vikunnar
Heiðarleg umsögn getur hjálpað meðbróður
manns að meta eigið gildi.
- Donald Adams
Ótrúlegt en
kannski satt
Sudoku
Haraldur Þorvaldur hafði áður fyrr háleit
markmið um að leggja heiminn að fótum
sér. Nú orðið er hann sáttur við að vakna
lifandi á morgnanna og fara lifandi að sofa
á kvöldin.
Hinrik Már Jónsson
Örlaga örsögur
Yfirleitt er náttúrulegt gúmmí búið til með
trjákvoðu frá Hevea brasiliensis trénu, í
daglegu tali gúmmítré. Þessi tegund er notuð
af því hún framleiðir meiri trjákvoðu þegar hún
er særð. Það má kannski teljast ótrúlegt en
tyggigúmmí inniheldur gúmmí.
Krossgáta
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is
Erla og Jóhann kokka
Bragðsterkir og
einfaldir réttir
Erla Jónsdóttir og Jóhann Ingi Ásgeirsson frá Kambakoti í
fyrrum Vindhælishreppi eru matgæðingar vikunnar að þessu
sinni. Þau skora á Sigríði Gestsdóttur og Stefán Jósefsson á
Skagaströnd að koma með næstu uppskriftir.
„Hérna koma mjög bragðsterkir og einfaldir réttir, það fer
lítill tími í matreiðsluna sem er eitthvað sem hentar mér mjög
vel að minnsta kosti.“
FORRÉTTUR
Marineruð ýsa
1 kg ýsa
1 rauðlaukur, eða bara sá
laukur sem fólk vill
1 msk olífuolía
safi úr 6-8 sítrónum, eða bara
sítrónusafi
1-2 paprikur
Sósa:
1 dós sýrður rjómi
3 msk majones
sætt sinnep
Dijon sinnep
púðursykur
hunang
Aðferð: Fiskurinn er hreinsaður
mjög vel og skorinn í litla bita, saxa
þarf laukinn smátt, þetta er síðan
sett í skál og leginum hellt yfir, þ.e.
sítrónusafanum og olíunni, sett í
ískáp í sólarhring. Gott er að taka
fiskinn úr marineringunni og strá
saxaðri rauðri papriku yfir áður en
hann er borinn fram. Þetta er svo
borið fram með ristuðu eða óristuðu
snittubrauði og sósunni. Sósan er
bara smökkuð til.
AÐALRÉTTUR
Pönnusteiktur fiskur
í BBQ-sósu
ýsa eða þorskur
(þorskurinn er nú alltaf betri)
hveiti
½-1 flaska BBQ sósa-original
smá salt
1-2 dl rjómi
hrísgrjón
hrásalat
Aðferð: Þessi réttur hljómar kannski
ekki vel en ef vel tekst til með
steikinguna á fiskinum að þá er þetta
algjör veisla. Fiskurinn er hreinsaður
mjög vel, velt upp úr hveitinu og
síðan upp úr BBQ-sósunni og sett
á pönnuna. Ég reyni að steikja
Feykir spyr...
Hvað stendur
upp úr frá
sumrinu?
[ Spurt á
Sauðárkróki ]
fiskinn við eins lágan hita og hægt
er þá sleppur maður við að BBQ-
sósan spýtist út um allt, passa vel
að steikja mjög stutt. Þegar búið er
að steikja allan fiskinn, helli ég smá
rjóma á pönnuna og meiri BBQ-
sósu og hræri saman í smá stund þá
er komin svakalega bragðgóð sósa,
styrkleikanum má stjórna með
magni af sósu og rjóma, best er að
smakka hana bara til.
Sósan loðir misvel við fiskinn
þannig stundum getur þetta litið
hálf illa út eftir steikingu, þá er líka
hægt að steikja fiskinn bara enn
minna og hella svo sósunni yfir
hann allan að steikingu lokinni.
Þetta er síðan borið fram með
miklu magni af hrísgrjónum og
hrásalati.
EFTIRRÉTTUR
Ferskju-
marengsterta
5 eggjahvítur
250 gr sykur
1 peli rjómi
½ dós niðursoðnar ferskjur
Aðferð: Þessi terta passar nú
kannski ekki mjög vel á eftir
fiskinum en þessi er ótrúlega létt
og þægileg, hentar mínu getustigi
í bökunarmálum því mjög vel,
því langaði mig að koma henni á
framfæri.
Eggin og sykurinn eru þeytt
mjög vel saman og sett síðan á
bökunarpappír á plötu, bakað
við 100°C í 3-4 tíma með blæstri,
ég geri þetta nú stundum bara á
kvöldin og slekk svo á ofninum og
læt botnana bara kólna í ofninum
til morguns.
Þeyti rjómann og sker síðan
niður ferskjurnar í mjög litla bita,
blanda saman og skelli á milli.
Verður ekki mikið betra miðað við
vinnuframlag og hæfni gerandans.
Verði ykkur að góðu!
ÓLAFUR STEFÁNSSON
-Ég veit það ekki
– gott sumar!
BJÖRN HARALDSSON,
BANGSI
-Dæmalaust sumar
veðurfarslega – og góðar
viðtökur hjá syni mínum á
Hard Wok.
FRIÐRIK HREINSSON
-Góða veðrið,
myndi ég segja.
SNORRI GEIR SNORRASON
-Gott veður!