Feykir


Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 3
32/2012 Feykir 3 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Í Skagafirði búa um 4.300 manns. Samfélagið er fjölskylduvænt og þjónusta við íbúa öflug. Atvinnulíf er sterkt og fjölbreytt þar sem matvælavinnsla hvers konar skipar stóran sess í tengslum við fjölbreyttan landbúnað og öfluga fiskvinnslu, auk þess sem ferðaþjónsta er vaxandi atvinnugrein. Menningarlíf er blómlegt í héraðinu og sagan við hvert fótmál. Á Sauðárkróki, stærsta þéttbýliskjarnanum í Skagafirði, búa um 2600 manns. www.skagafjordur.is Helstu verkefni: • Forysta í mótun og uppbyggingu nýs sviðs • Yfirumsjón með veitu- og framkvæmdamálum sveitarfélagsins • Ábyrgð á fjármálum, fjárhags-og starfsáætlunum • Umsjón með útboðum og verksamningum • Verkefnastjórn sérverkefna • Stefnumótun í samstarfi við yfirstjórn sveitarfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur: • Verk- eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri • Forystu- og skipulagshæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Tungumálakunnátta • Góð tölvukunnátta Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða lausnamiðaðan og metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Um er að ræða nýtt svið hjá sveitarfélaginu. Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Umsóknum er hægt að skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki, á netfangið sveitarstjori@skagafjordur.is eða fylla út almenna atvinnuumsókn sem er á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar veitir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, sími 455 6000, netfang sveitarstjori@skagafjordur.is N Ý P R EN T e h f. Nú hefur haustið minnt rækilega á sig á Norðurlandi vestra með næturfrostum og hvítum fjallatoppum. Naprir vindar hafa kælt sólbarin andlit fólks síðustu daga og munu gera það áfram með vætu ef spá Veðurstofunnar gengur eftir. Heldur er þó gert ráð fyrir hlýnandi veðri um helgina þótt hitinn verði aldrei mikill og rigningin aldrei langt undan. /PF Norðurland vestra Hvítir fjallatoppar Gilsbungan í Staðarfjöllum var skjannahvít í gærmorgun. Gæran 2012 Alnöfnur á sviði Sú skemmtilega uppákoma átti sér stað á tónlistar- hátíðinni Gærunni um sl. helgi að Eyvör nokkur Pálsdóttir, 10 ára Sauðár- króksmær, steig á svið og kynnti nöfnu sína Eivøru Pálsdóttur, Færeying og tón- listarkonu með meiru, á svið. Eyvör var á meðal áhorf- enda þegar annar kynnir Gærunnar, Tryggvi Rafnsson, kallaði hana upp og bað hana um að segja nafn sitt í hljóðnemann og þar með að kalla tónlistarkonuna víðfrægu fram á svið. Eins og sjá á meðfylgjandi mynd þótti Eyvöru Pálsdóttur hinni yngri uppátækið ekki leiðinlegt. /BÞ Á Laugarbakka í Miðfirði í Húnaþingi vestra heyrast óánægjuraddir með hraða- hindranir sem verið er að koma fyrir í þorpinu. Íbúi staðarins, sem hafði sam- band við Feyki, segir að um sé að ræða svokallaðar þreng- ingar sem samkvæmt honum þrengja ekki veginn í raun og þjóni því ekki tilgangi sínum við að hægja á þeim hrað- akstri sem þarna fer í gegn. Hinn sami íbúi lýsir einnig forundrun sinni á skilti er sett var niður í mitt þorpið sem gefur til kynna að þéttbýli sé á enda og við taki 70 km hámarkshraði. „Þetta er hneyksli og það getur hvaða heilvita maður séð að þorpið er ekki á enda þarna, og reyndar eru bara börn akk- úrat í þessum hluta þorpsins, og svo kemur allur skólinn þarna líka!“ segir íbúinn. Þá segir hann umferðina í gegnum þorpið vera lygilega mikla og íbúar að Laugarbakka séu uggandi yfir þessu. „Fáir trúa því fyrr en þeir sjá það að það er ekið á 100 km hraða og meira þarna í gegn alla daga ársins! Svo spyr maður sig, er líf barna á Laugarbakka minna virði en líf barna á öðrum stöðum í þessu landi?“ segir íbúinn í lokin. /BÞ Vestur Húnavatnssýsla Ósætti um hraðahindrun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.