Feykir


Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 7
32/2012 Feykir 7 Hún rifjar upp mikið fjör á Suðurgötunni en þar segir hún urmul af krökkum hafa verið í hverju húsi. „Við lékum okkur gjarnan hjá sýsluhesthúsinu, rétt hjá þar sem Safnahúsið stendur nú. Þar fórum við í allskonar leiki, t.d. í Yfir, byggðum kofa og margt fleira. Þá vorum við ekki með nein leikföng en fundum okkur samt alltaf nóg að gera þó svo við unnum líka mikið,“ segir Sigríður en hún annaðist meðal annars systkin sín frá átta ára aldri. „Það var bara annað hvort að duga eða drepast – og það var bara gaman,“ sagði Sigríður og hlær. Margt til lista lagt í Laugarhvammi Sigríður giftist Friðriki Ingólfs- syni árið 1948 og saman byggðu þau í Laugarhvammi, sem var nýbýli upphaflega hluti af Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Sigríður segir frá því þegar Friðrik var drengur voru foreldrar hans, Ingólfur Daníelsson og Jónína Einarsdóttir, búsett á Bakkaseli, áður en þau fluttu að Steinstöðum. „Þau höfðu rekið greiðasölu þar og tóku á móti fólki sem kom yfir heiðina. Tengdaföður mínum fannst svo óskaplega gaman að taka á móti gestum, þótt fátækur væri. Hann vildi alltaf endilega fá fólk inn í kaffi,“ rifjar Sigríður upp og bætir við að ekki hafi þurft mikið til að gleðja tengdaforeldra hennar. Þegar Sigríður og Friðrik hófu búskap á Laugarhvammi segir Sigríður landið hafi ekki verið gott til ræktunnar. „Þetta voru bara melar, eða eins og Hjalti Pálsson segir í Byggðasögunni þá var 41% af landinu vel gróið á móti 59% sem voru lítt gróin,“ útskýrir Sigríður. Fyrstu árin voru hjónin með nokkrar kýr og kindur en þegar rafmagn kom loksins á bæinn síðsumars 1954 fengu þau sér dælur og gátu þá loks hafist handa við ræktun fyrir alvöru. Næstu árin byggðu þau gróðurhús og þá var eingöngu stundaður ylræktar- og garðyrkjubúskapur. „Við ræktuðum allt sem við gátum; gúrkur, tómata, vínber, sumar- blóm og margt fleira,“ segir Sigríður. Hjónin ræktuðu einnig mikið magn af rófum og leigðu m.a. til þess ræktarland á Vindheimum og í Dalsplássi. „Þegar mest var höfðum við 50 tonn af rófum og þetta seldum við hér í Skagafirði og víðar,“ segir Sigríður. „Rófurnar voru teknar upp á haustin og ekki alltaf í góðu veðri – ég man t.d. eftir einu skipti sem ég tók upp í hríð,“ rifjar hún upp. Meðfram ræktarbúskapn- um vann Friðrik einnig bygg- ingarvinnu og var m.a. einn af þeim sem byggðu Steinstaða- skóla og félagsheimilið Árgarð. „Það var unnið við hvert tækifæri. Það var mikið atriði hjá Friðriki að borga reikninga á réttum tíma og að standa í skilum - sem við gerðum alltaf,“ segir hún. „Maður þurfti alla tíð að hafa svo mikið fyrir hlutunum en þegar þeir loksins komu þá þótti manni enn vænna um það,“ segir Sigríður kímin á svip. Samkvæmt Sigríði var ágætt að ala upp börn í Laugarhvammi en þaðan er til að mynda stutt í Steinstaðaskóla. Þá byggðu hjónin sundlaug á bænum árið 1974, sem var mjög vinsælt hjá krökkunum. Saman ólu Sigríður og Friðrik upp sex börn í Laugarhvammi; þau Erling, Helga, Sigurð, Jónínu, Sólveig og Friðrik Rúnar. Sigríður saumaði og prjónaði ófáar flíkurnar á börnin sín, eins og tíðkaðist gjarnan í þá daga en henni var ýmislegt fleira til lista lagt, s.s. mála postulín og myndir, flóka, sauma út. Þá skar Friðrik út og voru ýmsir munir frá þeim hjónum til sýnis sl. vor þegar sonur þeirra var með handverkssýningu fyrir almenning undir yfirskriftinni: List í Laugarhvammi. Að sögn Sigríðar er um- hverfið umhverfis Laugar- hvamm og Steinsstaði talsvert ólíkt frá því sem áður var, en þar er mikill trjágróður í dag. Sjálf lagði hún mikið upp úr því að planta trjám í melana, t.d. birki og lerki. „Ég er svo glöð í sálu minni að hafa ræktað svona mikið sjálf – ég var bara að skemmta mér,“ bætir hún svo við glaðvær á svip. Áður en blaðamaður Feykis kvaddi þakkaði hún Sigríði fyrir gott spjall og góðar stundir í sólskininu á svölunum. Sigríður ólst upp á Suðurgötu 12 sem afi hennar, Halldór Þorleifsson, byggði árið 1917. Mynd: HSk. Skagfirðinigamótið 2012 Halldór og Dagný sigruðu Árlegt golfmót burtfluttra Skagfirðinga á suðvestur- horninu, Skagfirðingamótið, fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi á laugardag, fimmta árið í röð þar. Alls mættu á níunda tug kylfinga til leiks við kuldalegar og vindasamar aðstæður, sem settu sitt mark á skorið. Var gamla góða Skarðagolan mætt suður í öllu sínu veldi! Halldór Halldórsson héraðs- dómari sigraði í karlaflokki með 32 punkta og í kvenna- flokki sigraði Dagný Guð- mundsdóttir, tengdadóttir Gunnu Jósafats í Borgarnesi, systur Imbu Jós, með 31 punkt. Halldór átti einnig besta skorið á mótinu, 83 högg, og fékk ein verðlaun til viðbótar ásamt eiginkonu sinni, Ragn- heiði Matthíasdóttur, sem punktahæsta par mótsins annað árið í röð. Alls voru 28 pör/hjón skráð til leiks. Dagný er framkvæmdastjóri Cintamani, eiginkona Jóns Jósafats Björnssonar og til- heyrir því Fata-hreyfingunni svonefndu sem á ættir sínar að rekja í Gröf á Höfðaströnd. Verðlaun á mótinu hafa sjaldan verið glæsilegri. Lands- bankinn á Sauðárkróki gaf nýja farandbikara í karla- og kvennaflokki og verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 10 sætin í hvorum flokki, auk nándar- verðlauna á par 3 brautum og lengdarverðlauna á 18. holu, svo ekki sé nú minnst á úrdráttarverðlaun. Kylfingar frá Króknum hafa verið duglegir að aka suður til móts við gamla sveitunga en mótið hefur verið haldið frá árinu 1998 og er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Mótið fór vel fram í alla staði, þó að vindurinn hafi mátt vera hægari. Aganefnd Skagfirðingamóts er þó með eina kæru til meðferðar vegna meintrar ólöglegrar nándarmælingar á 2. holu og á viðkomandi keppandi yfir höfði sér refsingu á næsta móti, allt að 10 punkta í mínus. Af tillitssemi við viðkomandi kylfing verður nafn hans ekki gefið upp opinberlega en hann reyndi í málsvörn sinni að flagga sveinsprófi í húsasmíðum og löggildingu í lengdarmælingum, sem aganefnd hefur nú þegar ákveðið að taka ekki til greina, í samráði við GSÍ og vallarstjóra á Hamarsvelli. /BJB Keppendur á Skagfirðingamóti við golfskálann á Hamri eftir vindasamt en skemmtilegt golf á góðum velli Borgnesinga. Fyrrum félagar af Hólmagrundinni og Hólaveginum rifjuðu upp gömul kynni, Steini Hauks, Einar Gísla Antons, Sævar Þórs, hennar Ernu á Hesti, og Fúsi Agga Sveins. Munir á sýningunni List í Laugarhvammi. Postulínsmunir málaðir af Sigríði. Í dag er gróðursælt á Laugarhvammi en þegar Sigríður og Friðrik settust þar að 1948 var talsvert öðruvísi um að lita.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.