Feykir


Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 32/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Sveitarfélagið Skagafjörður Sigurjón kærir meirihlutann Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hefur kært meirihlutann fyrir að halda gögnum frá kjörnum full- trúum og brjóta 28. grein sveitarstjórnarlaga sem segir að sérhver sveitarstjórnar- maður eigi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöll- unar í sveitarstjórn. „Það er búið að halda frá okkur gögnum sem viðkemur nýbyggingu við Árskóla,“ segir Sigurjón en að hans mati getur þetta leynimakk ekki þjónað hagsmunum íbúa héraðsins. „Við höfum ekki fengið upp- lýsingar um málið þótt við höfum farið fram á það á fundum og svo eigum við að taka einhverjar ákvarðanir á sveitarstjórnarfundi í dag. Þetta sýnir einhver annarleg viðhorf hjá hjá þeim sem halda um stjórnartaumana,“ segir Sigur- jón ómyrkur í máli. /PF Nú á laugardaginn fá Tindastólsmenn lið Leiknis Reykjavík í heimsókn en Leiknir er 5 stigum á eftir Stólunum og nú þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir í deildinni er þessi leikur afar mikilvægur báðum liðum. Með sigri færu Stólarnir langt með að tryggja sæti sitt í deildinni en Leiknis-sigur mundi hleypa öllu í bál og brand í botnbaráttunni. Segja má að fimm lið berjist fyrir sæti sínu í deildinni og standa Reykjavíkurliðin ÍR og Leiknir verst að vígi. Höttur, Tindastóll og BÍ/Bolungarvík eru á hættuslóðum og hafa ekki tryggt sæti sitt í deildinni. Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna á Sauðárkróksvöll á laugardag- inn kl. 14 en Kaupfélag Skag- firðinga býður á völlinn og það eina sem fólk þarf að gera er að klippa frímiðann (gildir fyrir alla í fjölskyldunni) út úr Sjónhorninu og afhenda við innganginn að vellinum. Fjöl- mennum og hvetjum strákana til sigurs! /ÓAB LEIÐARI Sykurskattur Sykurneysla landans er mikil enda framboðið af sykruðum matvælum fjölbreytt. Fjölmiðlar hafa eftir heimilislækninum Vilhjálmi Ara Arasyni að ofþyngd og offita í vestrænum ríkjum sé mest vegna ofneyslu á sykri sem að lokum leiði oft til sykursýki. Leggur Vilhjálmur til að lagður verði á sykur- skattur og lög sem hámarka stærðir á gosflöskum. Þarna tel ég að Vilhjálmur sé á villigötum. Árið 2007 voru sett vörugjöld m.a. á sælgæti, ís, sykur, kakó, sætt kex, gos, kolsýrt vatn, safa, sultur og grauta. Bar það árangur? Ég held ekki. Mun há- marksstærð á gosflöskum grenna þjóðina? Ég held ekki. Það sem þarf að gera er að fræða fólk um þær vörur sem innihalda sykur. Það getur svo valið hvort vörunnar sé neytt eða ekki. Kókið er oft tekið sem dæmi um óholla sykurvöru enda inniheldur það meira en 10% af kolvetnum í formi sykurs eða 10,6 gr. En kíkjum aðeins í ísskápinn. Venjulegur Svali inni- heldur 10,7 gr., Pepsí 10.9 gr., Heimilisjógúrt með skógarberja- bragði 11.9 gr. og Engjaþykkni 17,9 gr. af kolvetnum svo eitthvað sé nefnt. Margar aðrar vörur falla í sama sykurflokkinn en þetta var í mínum skáp án þess að ég gerði mér grein fyrir sykur-magninu. Þarna gæti verið um önnur kolvetni að ræða en hreinan sykur, hvað veit ég. Það þarf engan sykurskatt á þessi matvæli heldur upplýsa fólk um skaðsemi sykurneyslu. Páll Friðriksson ritstjóri Kaupfélag Skagfirðinga býður á völlinn Allir á völlinn og áfram Tindastóll Austur Húnavatnssýsla Hitaveitu- dagar á Skagaströnd Opið hús og kynning á væntanlegri hitaveitu verður í Íþróttahúsinu á Skagaströnd á morgun föstudaginn 31. ágúst frá kl. 14-18 og laugardaginn 1. september frá kl. 10-16. „Komið og fræðist þar sem ýmsir sérfræðingar í hitaveitumálum sitja fyrir svörum,“ segir á heimasíðu Skagastrandar en að fundin- um standa Svf. Skagaströnd og RARIK. /BÞ Norðurland vesta Nýnema- dagar í Hólaskóla Nú stendur fyrsta vika nýs skólaárs yfir hjá Hólaskóla og voru nýnemar í öllum deildum kvaddir heim að Hólum til að kynna fyrir þeim það sem framundan er, og styðja þá fyrstu sporin í náminu. Á heimasíðu segir frá því þegar slegið var á léttari strengi í góða veðrinu í vikunni og tíminn nýttur til að hrista hópinn saman og um leið að kynna Hólastað fyrir nýnemunum. Það voru staðnemar í 3. árs nám- skeiðinu Útivist og upplifun, undir leiðsögn Pálínu Ó. Hraundal, sem héldu utan um þessa dagskrá. /BÞ Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilrauna- verkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði byggðasamlagsins. Í tilraunaverkefninu geta tekið þátt þeir sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði, Akrahreppi, Skaga- byggð, Sveitarfélaginu Skaga- strönd, Blönduósbæ, Húna- vatnshreppi og Húnaþingi vestra. Á vef Skagafjarðar segir að samtök fatlaðs fólks hafi lengi talað fyrir þessu fyrirkomulagi sem nauðsynlegum valkosti. NPA felur í sér að notandinn fær greiðslur í stað þjónustu, velur sér og ræður aðstoðarfólk sjálfur, sér um verkstjórn, ákveður sjálfur hvernig aðstoð- arfólk nýtist. Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu er til 7. september 2012 og skulu umsóknir berast til viðkomandi félagsþjónustu en þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar. /PF Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk Sérstakt tilrauna- verkefni fer í gang Blönduós Framarar æfa Meistaraflokkur Fram í handbolta kvenna munu æfa í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi frá og með deginum í dag, fimmtu- daginn 30. ágúst til sunnudagsins 2. sept. Í liðinu eru nokkrar lands- liðskonur en þeirra á meðal er Sunna Jónsdóttir barnabarn Sigríðar Baldursdóttur og Ingva Þórs Guðjónssonar málarameistara á Blönduósi. Samkvæmt Húna.is munu Fram stelpurnar spila æfinga- leik kl. 18:00 föstudaginn 31. ágúst á móti Þór/KA. Eru allir hvattir til að mæta og horfa á leikinn. /BÞ Húnavatnssýslur Afhending styrkja úr Húnasjóði Afhending styrkja úr Húna- sjóði fór fram sl. mánudag, 20. ágúst, á Kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga. Samkvæmt heimasíðu Húnaþings vestra fengu átta nemar sem úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni og fékk hver þeirra 100.000 kr. Þau sem hlutu styrk eru eftirtalin: Auðunn Ingi Ragnarsson, nemi í landfræði, Kollsá 2. Benóný Þór Björnsson, nemi í sálfræði, Hvamms- tanga. Daníel Trausti Róbertsson, nemi í uppeldis- og kennslufræðum, Hvalshöfða. Leifur George Gunnarsson, nemi í hestafræðum, reiðkennaranámi, Hvammstanga. Sigurður Hólm Arnar- son, nemi í leiklistarnámi, Hvamms- tanga. Sigurður Helgi Oddsson, nemi í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitar- stjórnun, Hvammstanga. Unnur Helga Marteinsdóttir, nemi í leikskólakenn- arafræðum, Hvammstanga. Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, nemi í leik- skólakennarafræðum, Akurbrekku. /PF Styrkir afhendir úr Húnasjóði á Hlöðunni, Hvammstanga 20. ágúst 2012. Mynd: Hunathing.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.