Feykir


Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 30.08.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 32/2012 Foreldrar eru helstu hags- munagæslumenn nemenda Nýr árgangur hefur nú skólagöngu í grunnskólum landsins og foreldrar fylgja börnum sínum gjarnan vel eftir fyrstu dagana. Rúmlega 42 þúsund börn hefja nú nýjan námsvetur í grunnskólum landsins. Það eru mikil tímamót að hefja nám í grunnskóla og 10 ára lögbundin skólaskylda tekur við í lífi þeirra rúmlega 4300 barna sem nú hefja skólagöngu. Því fylgja ýmsar skyldur foreldra. Viðmót starfsfólks skólans getur skipt sköpum um hug foreldra til þessa nýja hlutverks sem og leiðbeiningar og góðar upplýsingar strax við upphaf skólagöngunnar. Margir skólar hafa fastar hefðir um fræðslu fyrir foreldra eða svokölluð skólafærninám- skeið og boða foreldra á sér- stakan fund þar sem þeim er kynnt skólastarfið og samstarf heimila og skóla. Á slíkum fræðslufundum er mikilvægt að foreldrafélag skólans kynni starfsreglur sínar og starfsemi og fari yfir réttindi og skyldur foreldra. Sé barnið að hefja skólagöngu í nýjum skóla geta foreldrar kynnt sér skóla- námskrá og starfsemina á heimasíðu skólans eða leitað eftir upplýsingum á skrifstofu skólans. Hefðir og verklags- reglur geta verið mismunandi eftir skólum. Rannsóknir sýna að börn þeirra foreldra sem eiga hlut- deild í skólastarfinu eru líklegri til að sýna góða hegðun og framkomu. Jafnframt sýna rannsóknir að áhrif foreldra á námsárangur barna er mun meiri en almennt hefur verið talið. Stuðningur foreldra felst fyrst og fremst í þeim gildum og viðhorfum sem ríkja á heimili barnsins til menntunar og skólastarfs. Það er umræðan heima, lífsstíll foreldra og væntingar, hvatning þeirra og örvun sem skiptir svo miklu máli og getur verið undirstaða námsárangurs og farsæls skóla- starfs. Af þessum ástæðum þarf grunnskólinn að leita allra leið til að gefa foreldrum aukna og markvissa hlutdeild í skóla- starfinu og líta á þá sem mikilvæga samstarfsaðila á jafnréttisgrundvelli. Öllum má vera ljós ávinn- ingur af virkri þátttöku foreldra í skólastarfinu. Til að geta sinnt þeim skyldum sínum og verið virkir þátttakendur í skóla- göngu barna sinna þurfa for- eldrar að þekkja hinar formlegu leiðir til að miðla upplýsingum og vita hvernig þeir geta komið hagsmunamálum sínum og nemenda á framfæri. Foreldrar þurfa að hittast og þekkjast til að geta átt farsælt samstarf og mikilvægt að eiga samskipti augliti til auglitis við aðra foreldra, nemendur og starfsfólk skólans við hin ýmsu tækifæri. Virkt lýðræði er þar sem almenningur tekur virkan þátt í ákvarðanatökum um sín mál og til að undirbúa farsælt sam- starf er mikilvægt að foreldrar séu virkir í skólastarfinu alla skólagöngu barnsins. Foreldrar eru helstu hagsmunagæslu- menn nemenda. Með samstarfi og borgaralegri þátttöku hafa foreldrar tekið þátt í skólaþróun og komið mörgum framfara- málum til leiðar. Með því að taka þátt í félagslífi bekkjarins með foreldrum sínum og læra og lifa í lýðræðislegu umhverfi öðlast börn aukna borgara- vitund. Þar eru foreldrar og kennarar fyrirmyndir og börn læra af þeim hvernig hægt er að bera sig að, læra meðákvörð- unarrétt og hvernig þeir geta gegnt lýðræðisskyldum sínum þegar fram í sækir. Foreldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna nú þegar takturinn í tilverunni breytist, bæði líkamlegri og andlegri líðan. Gæta þess að börnin komi úthvíld í skólann, séu vel nærð, sinni heimanámi og taki þátt í bekkjarstarfinu. Þannig leggja foreldrar sig fram um að skapa börnunum jákvætt og uppbyggilegt námsumhverfi til að þau verði betur móttækileg fyrir því sem skólinn hefur fram að færa. Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda – og félagsmálafræðingur AÐSENT HELGA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR Helgina 14.-15. júlí 2012 var merkur viðburður á Hvoli í Vesturhópi er afkomendur þeirra Maríu og Jósefs heiðruðu minningu þeirra með sýningu á listaverkum Maríu og ýmsum hlutum frá búskap þeirra sem þau stunduðu í áratugi. Þar bar að líta skilvindur, strokk, handsnúna þvottavél, aktygi og kafarabúning sem Jósef notaði er hann veiddi undir ís í Vesturhópsvatni. Eigendur Hvols höfðu fyrir nokkrum árum tekið vel til hendinni við að tæma og lagfæra skemmu og gamlan bragga sem var notaður sem hlaða og voru orðin að fyrirtaks salarkynnum til sýninga og samkomuhalds ýmiss konar. Fjöldi fólks streymdi að Hvoli þessa daga, en á sunnu- deginum var farin hópreið hestamanna þaðan að hinum fræga kirkjustað, Breiðabólstað, þar sem ritun hófst á Íslandi árið 1117 fyrir tilstuðlan Hafliða höfðinga Mássonar, lögsögumanns. Margt manna var við guðs- þjónustu hjá sr. Magnúsi Magnússyni, sem einnig er hestamaður góður og að at- höfn lokinni var riðið, ekið og gengið aftur að Hvoli þar sem fjölskyldan og sóknarnefnd Breiðabólstaðarkirkju buðu upp á messukaffi, heimabakað góðgæti margs konar ásamt kaffi og kakói. Slíkt var einnig í boði á laugardeginum, en í aðalsýn- ingarsalnum var nóg rými fyrir dúkuð borð og stóla þannig að vel fór um alla. Listaverk Maríu Hjalta- dóttur voru í öndvegi, falleg landslagsmálverk og myndir unnar með „monoprint“ aðferð og margt fleira. Við innganginn blasti við stórt verk sem María hafði unnið ásamt nemendum sínum er hún kenndi verk- og listgreinar við Vesturhópsskóla á níunda áratugnum. Hún hafði málað bakgrunninn, fjöll, bæi og vatn, en börnin höfðu unnið fjöruborðið með ýmiss konar sjávardýrum og gróðri. Verk sem vert er að varðveita sem er og gert í Grunnskóla Húna- þings vestra á Hvammstanga. Börn þeirra hjóna eru flest handverks- og listamenn og má nefna; Oddnýju sem er listaútskurðarkona á tré og á afar falleg verk eins og hillu með útskorinni brík, fugla og gestabækur; Kristínu er málar myndir og sker út úr tré ásamt ýmsu öðru; Grétu sem á veggmyndir úr leir, en hún er þekkt leirlistakona og rekur verkstæði af miklum dugnaði og listfengi. Hin eru einnig hagleiksfólk, en alls komust átta börn þeirra upp. Barnabörn þeirra Maríu og Jósefs áttu þarna falleg verk, s.s. teikningar (m.a. af Maríu í upphlut) töskur úr hjólbörðum, nytjahluti með listrænu yfirbragði úr lopa að ógleymdri ljóðabók en lengi mætti telja. Það má því segja að það hafi ekki einungis verið María sem var listakona, heldur virðist sem flestir afkomend- anna hafi fengið þetta listfengi í arf. Þarna var einnig ánægjulegt að hitta gamla sveitunga og vini, njóta samvistanna yfir kaffi-bolla og ljúfmeti, börnin hlupu frjáls um innan dyra sem utan þar sem hestar og fleiri dýr fönguðu athygli þeirra, en veður var ljómandi gott. Þetta framtak afkomenda Maríudagar á Hvoli FRÁ LESENDUM KRISTÍN ÁRNADÓTTIR SKRIFAR hjónanna frá Hvoli, Maríu Hjaltadóttur og Jósefs Magnús- sonar, er góð fyrirmynd og sýnir óumdeilt kærleiksríkan hug þeirra allra til elskaðra foreldra, afa og ömmu og langafa og langömmu. Með þessari sýningu hefur alþýðu- menningu í Húnaþingi vestra verið lyft upp og fólki boðið að kynnast þessari hagleiksfjöl- skyldu, enda komu tæplega þrjú hundruð gestir að Hvoli í Vesturhópi þessa sólríku júlí- daga 2012. Gjört á Prestbakka 27. júlí 2012 Kristín Árnadóttir Fólk kom ýmist gangandi, ríðandi eða akandi að Hvoli. Nokkrir þeirra muna sem prýddu sýninguna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.