Feykir - 11.10.2012, Síða 1
fff
BLS. 6-7
BLS. 9
Gísli G. Magnússon
heldur með Arsenal
Þú laumaðir
inn einu
BLS. 5
Skemmtileg frásögn
í opnu Feykis
Ferð að
Öskugosinu í
október 1961
Helgi og Hrund eru
matgæðingar vikunnar
Góður eftirréttur
mikilvægur
endapunktur
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
38
TBL
11. október 2012
32. árgangur : Stofnað 1981
KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Hér er ný, sneggri
MacBook Air
Jíha!
GoPro er leiðandi merki í heiminum
á sviði myndavéla sem nota má
við alls konar íþróttir eða jaðarsport
og í raun allt sem mönnum
dettur í hug að gera.
Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga
Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890
Netfang: bilbu@simnet.is
BÍLA- & BÚVÉLASALAN
Þau voru fjörug systkinin Jana og Neró þegar eigendur þeirra, Pétur Ingi Björnsson og Jón Daníel Jónsson, fóru með þau á skíðasvæði Tindastóls á dögunum. Hundarnir eru fjögurra mánaða
hvolpar af beagle ætt og finnst fátt skemmtilegra en njóta samvista hvor af öðrum. Mynd: Pétur Ingi Björnsson
Kaup á nýjum tækjum
í ákveðnum farvegi
Mikið um að vera í Sauðárkróksbíói
Það hefur mikið verið að gera í
Króksbíói undanfarið en
kvikmyndagerðarhópur FNV, í
samvinnu við RIFF og Króksbíó á
Sauðárkróki, sýndu fjórar myndir
frá RIFF hátíðinni sem haldin var í
Reykjavík í síðustu viku.
Myndirnar vöktu mikla athygli,
ekki síst heimildarmyndin um Louise
og Martine Fokkens sem eru eineggja
tvíburar og vel þekkt andlit í Rauða
hverfinu í Amsterdam. Þær voru
vændiskonur í yfir fimmtíu ár og
losnuðu undan oki melludólganna
sinni, ráku eigið hóruhús, og stofnuðu
fyrsta óformlega verkalýðsfélag
vændiskvenna.
Þá hefur mynd Baltasar Kormáks,
Djúpið verið til sýninga og verður
meðal annars sýnd í kvöld og hefur
verið fín ásókn í hana að sögn
Sigurbjörns Björnssonar bíóstjóra.
Annað kvöld verður annarri íslenskri
mynd varpað á sýningartjaldið en það
er spennumyndin Blóðhefnd og fjall-
ar um glæpagengi sem tengjast man-
sali á Íslandi. Á sunnudaginn verður
íslenska barna og fjölskyldumyndin
Ávaxtakarfan sýnd og aðra helgi
verður heimildarmynd Jóns Karls
Helgasonar, Sundið, sýnt en hún
verður frumsýnd í Bíó Paradís 18.
október. Fjallar myndin um æsilegar
raunir tveggja Íslendinga, Benedikts
Lafleur sem búsettur er á Sauðárkróki
og Benedikts Hjartarsonar, sem keppa
að því að verða fyrsti Íslendingurinn
til að synda yfir Ermarsundið.
Myndskeið eru tekin upp í Skagafirði
og kann myndin að vekja athygli á
sjósundi á svæðinu.
Bara íslenskar myndir
Með inngripi tækninýjunga er ljóst að
Ísland verður filmulaust bíóland í lok
næsta árs og þurfa því kvikmyndahús
landsins að fjárfesta í dýrum tækjum til
að geta sýnt myndir í framtíðinni.
Sigurbjörn segir að Króksbíó geti nú
aðeins sýnt íslenskar myndir, fyrir utan
þessar frá RIFF, upp á náð Skottufilm
sem hefur lánað hágæða myndvarpa til
sýninganna en kaup á þar til gerðum
bíósýningatækjum eru í ákveðnu ferli.
Segir Sigurbjörn að fjármögnun á þeim
pakka sé langt kominn enda mikill vilji
til að halda úti bíói á Króknum því það
gegni ákveðnu menningarlegu hlut-
verki. /PF
Ekkert smá gaman í snjónum