Feykir - 11.10.2012, Side 4
4 Feykir 38/2012
Heill og sæll Páll.
Mér þykir það MJÖG leitt og
bið Feyki auðmjúklega afsök-
unar, ef ég hef haft blaðið fyrir
rangri sök með fréttina af
„miklu fé“ í sambandi við leit
og smölun á kindum eftir
óveðrið um daginn.
Sá fréttaflutningur sem ég
las þá og vitnaði í, var á flakki
milli fólks á samskiptavef
Fésbókar merkt feykir.is, sem
varð til þess að ég ætlaði hana
tekna úr útgefnu blaði. Nú,
þegar ég vildi aftur finna þessa
grein á netinu, til þess að sýna
mér og öðrum í hverju athuga-
semd mín var fólgin þá var hún
ekki lengur finnanleg þar.
Í raun og veru sakna ég ekki
orðaforða greinarinnar sem
slíkrar, en harma sárlega þau
mistök mín að „hengja þarna
bakara fyrir smið“ á ósann-
gjarnan hátt, því blaðið átti
betra skilið af mér, þar sem það
hefur reyndar tekið framförum
með efnisval og uppsetningu að
undanförnu.
Mér er FEYKIR kær frá
fyrstu tíð, sem nauðsynlegt
héraðsfréttablað m.m. og vil
ekki vamm hans vita. Vona því
að ritstjórinn erfi ekki við mig
þessa yfirsjón, sem ég bið enn
og aftur velvirðingar á.
En mér þykir ennþá vænna
um móðurmálið. Þó eins og
ritstjórinn minnti mig réttilega
á, að mér verður oft á eins og
öðrum að yfirsjást á þeim
vettvangi.
En ég er enn þakklát fyrir að
í foreldrahúsum var máltil-
finning í hávegum höfð og
miðlað ríkilega. Sú tilfinning á
vonandi eftir að endast mér til
æviloka. Mér væri gleði að því
að geta vakið hjá fleirum áhuga
fyrir því að kunna að meta
litauðgi og hugblæ okkar
fjölhæfa tungumáls og ríkulega
orðaforða.
Með vinsemd og virðingu.
Guðríður B. Helgadóttir
Annað opið bréf
FRÁ LESENDUM GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIIR SKRIFAR
Hinn 20. október næstkomandi
verður gengið til þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur stjórn-
lagaráðs að nýrri stjórnarskrá,
og hefur kynningarbæklingur
um það efni nú verið borinn í
hús. Tillögur stjórnlagaráðs um
tiltekin málefni eru sumar
hverjar nokkuð góðar, en
vandséð er þó að brýna nauðsyn
beri til að festa sérstaklega
ákvæði um þau í stjórnarskrá.
Almenn lagasetning um
viðkomandi málefni ætti að gera
nokkurn veginn sama gagn.
Eitt ákvæði ætti þó vissulega
með réttu heima í Stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands. Það er skýrt
og skorinort ákvæði um óskorað
og óframseljanlegt fullveldi
landsins. En nú er komin upp
sú staða sem stundum fyrr, að
„heggur sá, er hlífa skyldi.“
Í Tillögum stjórnlagaráðs,
111. gr. sem beinlínis fjallar
um framsal ríkisvalds, segir
orðrétt: ,,Heimilt er að gera
þjóðréttarsamninga sem fela í sér
framsal ríkisvalds til alþjóðlegra
stofnana sem Ísland á aðild að í
þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera
afturkræft.
Með lögum skal afmarka
nánar í hverju framsal ríkisvalds
samkvæmt þjóðréttarsamningi
felst.
Samþykki Alþingi fullgild-
ingu samnings sem felur í sér
framsal ríkisvalds skal ákvörðunin
Kosningahugleiðing
GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓHANNSSON SKRIFAR
aðildar - reyndar þvert á vilja
meirihluta þjóðarinnar, eins og
margt oft hefur komið fram í
skoðanakönnunum. Lýðræðisást
ríkisstjórnarinnar kom berlega
í ljós, þegar hún með atfylgi
þingmeirihluta síns anaði út
í það að sækja um inngöngu
í Evrópusambandið, án þess
að leyfa fólkinu í landinu að
útkljá það umdeilda mál með
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Af framangreindri tillögu
stjórnlagaráðs má sjá, að meirihluti
fulltrúanna í því ráði hefur gengið
erinda ríkisstjórnarinnar í þessu
máli. Er með þessu ákvæði greini-
lega verið að reyna að búa í haginn
fyrir „vistaskiptin“ og ryðja úr vegi
hömlum fyrir fullveldisafsali. En ef
rétt hefði verið haldið á spilunum
hefði tillagan átt að hljóða eitthvað
á þessa leið:
Framsal ríkisvalds, svo sem
vegna hernaðarbrölts og milli-
ríkjaviðskipta, má aldrei eiga sér
stað.
Af hverju lagði ríkisstjórnin
upp í þá vegferð sem endurskoð-
un stjórnarskrárinnar er? Það
skyldi þó aldrei vera, að öll
áferðarfallegu nýmælin, sem lagt
er til að festa í nýrri stjórnarskrá,
séu ekki nema tálbeita, sem sett
er fram til að fá fólk til þess að
gleypa með í leiðinni ákvæðið um
fullveldisafsalið eða missa sjónar
á því í allri atriðamergðinni sem
tillögur stjórnlagaráðs saman-
standa af.
Svo sem áður gat, er vandséð
að flest þau nýmæli, sem
stjórnlagaráð stingur upp á, og
vissulega mega teljast góð og gild,
mörg hver, þurfi endilega að festa
sérstaklega í stjórnarskrá, þar sem
vönduð almenn lagasetning um
þau ætti að gera nokkurn veginn
sama gagn.
Þó svo að þjóðaratkvæða-
greiðslan um tillögur stjórn-
lagaráðs verði aðeins ráðgefandi
en ekki bindandi, þarf að senda
ríkisstjórninni og handbendum
hennar í stjórnlagaráði skýr
skilaboð vegna landráðaákvæðis-
ins í 111. gr. Slíkt verður best gert
með því að fara á kjörstað hinn 20.
október 2012 og setja kross við nei-
ið í öllum reitum kjörseðilsins. Það
ætlar undirritaður að gera, þó utan
kjörstaðar og ekki á umræddum
degi, því hann verður væntanlega
ekki í bænum á kjördag.
Guðmundur Sigurður Jóhannsson
Höfundur er ættfræðingur á
Sauðárkróki
Athugasemd ritstjóra
Heil og sæl Guðríður.
Ég skal upplýsa það strax að ég erfi ekki neitt við
þig frá fyrra bréfi. Raunar er ég ánægður með að
fólk sé meðvitað um íslenskt mál og er sammála
þér að máltilfinning fólks mætti vera betri þegar
upp er staðið. En það lærir fólk sem fyrir því er
haft eins og þú kemur inn á og misjafnt er
veganestið að heiman í þeim efnum.
En kæra Guðríður. Ég sé mig knúinn til að
játa á mig syndir og biðja þig í leiðinni afsökunar,
því það er fótur fyrir ásökunum þínum í
umræddu bréfi. Á vefmiðlinum Feyki.is fékk
„mikið fé“ að hanga í fyrirsögn í stuttan tíma en
var leiðrétt fljótt. Fékk hún vængi og flaug á milli
manna á Fésbókinni og þar hefur þú séð hana og
skiljanlega stungið þig í augu. Það er kostur
vefmiðilsins að hægt er að leiðrétta villurnar um
leið og maður sér þær (eða manni er bent á þær)
en um leið er það ókostur. Ókosturinn felst í
þeirri staðreynd að maður verður kærulausari og
lætur frekar flakka í þeirri vissu að hægt er að
leiðrétta síðar.
Með vinsemd og virðingu.
Páll Friðriksson
ritstjóri
Rit Sögufélags Skagfirðinga
Skagfirðingabók
er komin út
Út er komin 34. Skagfirð-
ingabók rit Sögufélags
Skagfirðinga og er hún vegleg
að stærð og efnistökum að
vanda. Ritið er 190 blaðsíður
og eru alls þrettán skrásettar
frásagnir úr ýmsum áttum þar
að finna. Þá eru fjölmargar
myndir sem prýða bókina.
Árni Gunnarsson segir frá Jóni
S. Nikódemussyni, vélsmiði á
Sauðárkróki, Björn Bjarnason
fyrrv. ráðherra rifjar upp
sveitadvöl sína á Reynistað,
Sigurjón Páll ritar sögu
Halldóru Árnadóttur, konu
Guðbrands biskups, þá veltir
Gylfi Ísaksson fyrir sér örnefn-
inu Skíðadalur í Kolbeinsdal.
Úr minningabók Árna H.
Árnasonar frá Kálfsstöðum
heitir þáttur sem Hjalti Pálsson
skráði, Hugsjónarmaður og
skáld heitir annar en þar segir
Bjarni E. Guðleifsson frá
kynnum sínum af Árna G.
Eylands og „Skrifara lengi lifir,
lofið moldum ofar“ eftir séra
Ólaf Hallgrímsson á Mælifelli
en þar fer hann yfir ævi og störf
Einars Bjarnasonar fræði-
manns frá Mælifelli og Starra-
stöðum.
Þá bjó Hjalti Pálsson minn-
ingarbrot Guðríðar Brynjólfs-
dóttur frá Gilsbakka, til prent-
unar og Árni Hjartarson segir
frá kaffibolla Árna á Ysta-Mói,
margspengdum kostagrip,
Gunnar Rögnvaldsson segir
frá viðburðríkum björgunar-
leiðangri hrossa í Hólabyrðunni
og Sigurður Björnsson verk-
fræðingur segir frá ferðalagi
sínu er hann flutti frá Akureyri
að Hólum í Hjaltadal haustið
1934. Andrés H. Valberg rekur
sögu hins fræga valnastakks
sem hann útbjó og Hörður
Pálsson segir í æskuminningum
sínum frá nokkrum góðum
grönnum í Höepfnershúsi.
Á bakhlið bókarinnar
stendur að það sé von rit-
stjórnar að bókin og efni
hennar falli lesendum vel í geð
og að þeir veiti áfram öflugan
stuðning við útgáfu Skagfirð-
ingabókar. – Hægt er að gerast
áskrifandi að bókinni í síma
453 6640 eða með því að senda
tölvuskeyti í netfangið: saga@
skagafjordur.is /PF
borin undir þjóð-
aratkvæði til
samþykktar eða
synjunar. Niður-
staða slíkrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu er
bindandi.“
Hér er sem sagt
verið að opna
smugu til að gera
aðför að fullveldi
þjóðarinnar. Full-
veldi er að sjálf-
sögðu ekki hægt „að
deila“, eins og sumir
hafa þó haldið fram.
Annað hvort er
þjóð fullvalda eða
ekki! Undir eins og
hún fer að „deila
fullveldi“ sínu eða „framselja
ríkisvald“ þá er hún ekki lengur
fullvalda!
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að sú ríkisstjórn sem nú
situr við stjórnvölinn hefur með
Samfylkingarfólk í fararbroddi,
unnið að því leynt og ljóst að róa
okkur inn í Evrópusambandið
með tilheyrandi fullveldisafsali,
sem er ein af forsendum
FRÁ LESENDUM
Tillaga um útfyllingu kjörseðils.