Feykir


Feykir - 11.10.2012, Qupperneq 11

Feykir - 11.10.2012, Qupperneq 11
38/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á rétt á því að gorta smávegis. Spakmæli vikunnar Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta. - Martin Luther King Jr. Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Kristgerður Kolvör kynntist Sveinbarða Diðriki manni sínum í Laufskálarétt árið 1982. Svo merkilegt sem það var nú þá fann hún hann nánast örendan í eigin spýju undir réttarvegg og af einhverjum óútskýranlegum ástæðum fannst henni hann voða krúttlegur. En þó fyrstu kynni lofuðu ekki góðu átti það síðar fyrir Sveinbarða að liggja að selja íslenska ríkinu hugvit sitt fyrir marga milljarða. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Hvort peningar skapi hamingju eða ekki er erfitt að mæla en Vísindavefurinn svarar þó spurningunni á þessa leið: „Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi.“ Það er kannski ekki ótrúlegt en á 75% bandarískra heimila, stjórna konur peningamálunum og sjá um að borga reikningana. Krossgáta Feykir spyr... Ætlar þú að fara á Bændadaga í Skagfirð- ingabúð? [spurt á Sauðárkróki] BETTÝ ÖGMUNDSDÓTTIR -Já, ég ætla að versla læri, hrygg og kartöflur. MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR -Já, ég ætla að fylla bílinn af kjöti og koma því til Reykjavíkur, til sona minna og barnabarna. JÓN ÍSLEIFSSON -Nei, ég bý ekki á svæðinu, ég bý á Akureyri. SIGURJÓN GESTSSON -Já, ég ætla að kíkja á matvöruna sem verður í boði, þá helst kjötið og ostana. AGNES BÁRA & ELÍSA BJÖRK -Já, við ætlum að smakka matinn og hitta fólk. Fröken Fabjúlöss [ frokenfab@feykir.is ] Þrír bestu maskararnir Kæra frk. Fab. Nú er sú staða komin upp hjá mér að maskarinn minn er orðinn gamall og þurr og því þarf ég að fjárfesta í nýjum. En úrvalið er svo rosalega mikið og ég því með svakalegan valkvíða. Hverju mælir þú með? Fröken Fabjúlöss: Maskari er ein mikil- vægasta varan þegar kemur að förðun. Bara það að sletta á sig maskara þegar dagurinn er grár, skapið í lamasessi og útlitið eftir því getur hresst hina almennu pjattpíu upp um alveg þónokkur desibil. Einnig er alveg merkilegt hversu miklu máli þetta litla tól skiptir heildarlúkkið í förðun. Förðunin er varla marktæk, og þá sérstaklega smokey, fyrr en maskarinn er kominn á. Fröken Fabjúlöss er maskaraelskandi mikill og á yfirleitt 2-3 gerðir í einu, eftir því hvernig hún vill að augnhárin bærist í golunni. Í engri sérstakri röð kemur hérna upptalning hennar á uppáhalds möskurunum. Lancome Hypnose Doll Eyes/Star/ drama og svo framvegis og svo framvegis Hypnose maskar- arnir frá Lancome er að mati Fröken Fabjúlöss ef til vill ein sú falleg- asta gjöf sem nokkurntímann hefur verið færð förðunariðnaðin- um! Hypnose- inn lengir augnhárin og þykkir, þekur augnhárin dásamlega og síðast en ekki síst: hann kekkist ekki!! Í bókum Fröken Fabjúlöss er það ansi stór plús! Maybelline Colossal Volume Express Þennan má líka alltaf finna í meiköpp- buddunni hjá Fröken Fabjúlöss! Hann er svo dásamlega svartur eitthvað, og er eiginlega alveg ómissandi þegar Frökenin er í fílíng fyrir að vera smokey og seiðandi Ef spurning brennur á þínu tískusláandi hjarta kæri lesandi, vertu þá ekki feiminn við að senda Fröken Fabjúlöss spurningu, hún mun svara eftir bestu getu! þar sem hann þykkir augnhárin ofsalega vel, og lengir líka. En tendensinn til að þykkja er það sem Fröken Fabjúlöss sækist eftir hjá Colossal! Það þarf reyndar svolítið að læra á burstann á honum þar sem hann er í stærri kantinum, en þegar búið er að komast upp á lag með brúkun er þetta kostagripur mikill og skyldueign allra kvenmanna! Og svo er hann alveg í billegri kantinum! YSL Mascara Singulier Waterproof BESTI-MASKARI- EVER!!! Fröken Fabjúlöss notaði í mörg ár Singulier maskarann frá YSL, og alltaf No4 Vibrant Violet, eða alveg argandi fjólubláan! Það eru örugglega svona 7 ár síðan Fröken Fabjúlöss átti þennan kostagrip seinast, þannig að kannski hefur einhverskonar glamúrþoka umlukið minningu maskar- ans, en ef minnið leikur Frökenina ekki grátt hefur þessi maskari allt sem góður maskari þarf að hafa upp á að bjóða til að ýkja upp augnhárin: Þykkir, krullar, lengir og bætir við auka fabjúlösma! Og Fröken Fabjúlöss átti hann í fjólubláu... FJÓLUBLÁU!!! [segir hún með söknuð í hjarta]. /HV

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.