Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 1

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 1
fff BLS. 6 BLS. 11 Söngvarakeppni grunnskóla Húnaþings vestra Dagrún Sól og Hrafnhildur Kristín sigurvegarar BLS. 9 Allan og Arnór Pílagrímsferð til syndaaflausnar í máli og myndum Jóhann og Ása eru matgæðingar vikunnar Kjúklingaréttur og rommkúluís Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 03 TBL 24. janúar 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Leikgleði á árshátíð Árskóla Sauðárkrókur Beðið eftir fundi með ráðherra Rekstur Náttúrustofu í skoðun Heildar fjárframlag ríkisins til Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur verið skorið niður frá fyrri árum og ljóst er að sveitarfélögin í Skagafirði þurfa að hækka framlög til stofunnar til að mæta kröfunni um 30% mótframlag við grunnframlag ríkisins. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur eru enn sem komið er einu sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sem leggja stofunni til rekstrarfé utan ríkissjóðs. Að sögn Sigríðar Magnúsdóttur formanns stjórnar Náttúrustofu NV er mikil óánægja með þá ákvörðun umhverfisráðherra að minnka framlag til stofunnar til rannsóknarstarfa og hefur verið beðið eftir því í þrjá mánuði að ná fundi ráðherrans um samnings- drögin og framtíð Náttúrustofunnar. Sigríður segir að unnið sé að lausn málsins m.a. með þátttöku fleiri sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem og að afla stofunni meiri verkefna. Sigríður segir að ekki hafi komið til tals að grípa til uppsagna en einn starfsmaður er nú starfandi á Náttúrustofunni. –Að mínu mati er mjög mikilvægt að svona störf fari ekki úr héraði. Markmiðið hlýtur alltaf að vera það að halda í störf sem krefjast vel menntaðs fólks og að það hafi hér atvinnu, segir Sigríður. Í fjárlögum ríkisins er gert ráð fyrir 15,1 milljón króna framlagi fyrir þetta ár, örlítið hærra en á því síðasta en fjármunir til rannsóknastarfa eru ekki lengur hluti af fjárveitingum. Það þýðir að vegna samnings sveitarfélaganna og umhverfisráðuneytisins að sveitar- félögin munu þurfa að tvöfalda framlög sín til rekstrarins milli ára. Eins og áður segir er verið að skoða hvernig það verður gert en í dag verður haldinn fundur með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra þar sem framtíð stofunnar verður rædd. /PF Árshátíð unglingastigs Árskóla fór fram í vikunni en þá stigu nemendur 8. og 9. bekkjar á stokk og fluttu nokkur leikrit í Bifröst. Að venju þá sáu nemendurnir sjálfir um að semja handritin, um förðun, búningahönnun og fleira sem tilheyrir því að setja leiksýningu á svið. Leiksýningarnar voru fjórar talsins og fóru tvær þeirra fram á sl. þriðjudag og tvær á miðvikudag, við góðar viðtökur. /PF S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Canon PIXMA MG6250 Er há-afkasta Wi-Fi ljósmynda fjölnota prentari og skilar framúrskarandi prentgæðum. Tilvalinn fyrir áhugaljósmyndara. Framköllunargæði fyrir heimilið með sex blekhylkjum. T I L B O Ð S V E R Ð kr. 27.900.-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.