Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 11
09/2013 Feykir 11 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Dominos-deildin í körfubolta : Þór Þorlákshöfn - Tindastóll 83-81 Háspenna í Þorlákshöfn Tindastóll heimsótti Þór í Þorlákshöfn á föstudags- kvöldið og var leikurinn báðum liðum afar mikilvægur. Leikurinn var jafn og spenn- andi og varð munurinn á lið- unum til að mynda aldrei meiri en þrjú stig í fyrri hálfleik. Heimamenn urðu snemma leiks fyrir áfalli þegar Darri Hilmars- son meiddist og kom ekki meira við sögu. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-18 en það munaði þremur stigum á liðunum í hléi, staðan 39-36 heimamönnum í vil. Þórsarar byrjuðu þriðja leik- hluta vel og náðu snemma tíu stiga forystu, 48-38, en næstu sjö stig voru Stólanna og leikurinn því í jafnvægi. Helgi Rafn og Drew Gibson voru drjúgir undir lok þriðja leikhluta og að honum loknum var enn þriggja stiga munur, 59-56 fyrir Þór. Baráttan var mikil í fjórða leikhluta og Tarick Johnson jafnaði leikinn fyrir Stólana 63- 63 og aftur var jafnt 64-64 en heimamenn komust í 68-64 og voru þetta 2-5 stigum yfir þangað til á síðustu mínútunni. Þá fengu Þórsarar dæmda á sig óíþrótta- mannslega villu, Johnson minnkaði muninn í 79-78 og Stólarnir fengu boltann. Helgi Margeirs kom Stólunum yfir, 79- 80, þegar um hálf mínúta var eftir og í framhaldinu tóku heimamenn leikhlé. Grétar Erlendsson klikkaði á skoti þegar um 15 sekúndur voru eftir en David Bernard Jackson, sem fór mikinn í leiknum, náði frákast- inu fyrir Þór og skoraði. Skot Helga Margeirs var síðan varið og í kjölfarið brutu Stólarnir á Guðmundi Jónssyni sem setti bæði vítin sín niður og það dugði til sigurs því Þórsarar brutu á Svabba sem setti fyrra vítið sitt niður í blálokin en heimamenn náðu frákastinu og Stólarnir fengu ekki tækifæri til að jafna. Lokatölur 83-81. /ÓAB Stig Tindastóls: Gibson 21, Helgi Rafn 15, Valentine 13, Helgi Freyr 11, Johnson 11, Svabbi 4, Hreinsi 3 og Þröstur 3. Hart barist í leik Tindastóls og Snæfells á dögunum. Mynd: Hjalti Árnason ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) palli@feykir.is Sæþór Már Hinriksson Myndi skora á Ágúst skólastjóra í grindahlaup Sæþór Már Hinriksson 13 ára kappi frá Syðstu-Grund í Akrahreppi var fyrir skömmu Íslandsmeistari í grindahlaupi er hann keppti á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára og fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Keppendur voru um 380 talsins frá 20 félögum og samböndum. Í skagfirska liðinu voru 23 keppendur og hafnaði liðið í 8. sæti í heildarstigakeppninni. Sæþór Már ólst upp í Blöndu- hlíðinni. Hann er sonur Hinriks Más Jónssonar og Kolbrúnar Maríu Sæmundsdóttur og er nemandi í Varmahlíðarskóla. Þar sem þessi þáttur er í fermingarblaði Feykis fékk Sæþór líka fermingarspurningar þó hann fermist ekki fyrr en eftir ár. Ætlar þú að láta ferma þig til kristinnar trúar? -Já, það er planið. Ertu trúaður? Já. Hvað myndir þú vilja í fermingar- gjöf? Einhvern góðan kassagítar, helst Taylor. Hvernig sérðu fermingardaginn fyrir þér? Bara ósköp basic. Íþróttagrein: Frjálsar íþróttir. Íþróttafélag/félög: UMSS og Smári. Helstu íþróttaafrek: Íslands- meistari í grindahlaupi, langstökki og hástökki, Unglingalandsmóts- meistari í þrístökki og langstökki og margt fleira. Skemmtilegasta augnablikið: Ég hef átt mörg skemmtileg augnablik, en það var virkilega gaman að koma fyrstur í mark í úrslitahlaupinu í grind á meist- aramótinu um daginn. Neyðarlegasta atvikið: Ekkert sem ég man eftir einmitt núna. Einhver sérviska eða hjátrú? Nei, lítið um það. Uppáhalds íþróttamaður? Jón Arnar Magnússon. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Ágúst skólastjóri og ég myndi skora á hann í grindahlaupi. Hvernig myndir þú lýsa rimmunni? Ég myndi gefa honum smá forskot og svo myndi ég stinga hann af. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? Meika það með gömlu hljómsveitinni minni, Rock to the moon. Lífsmottó: Live large, rock hard. Helsta fyrirmynd í lífinu: Ég á enga sérstaka fyrirmynd en ég lít upp til margra. Hvað er verið að gera þessa dag- ana? Bara lifa lífinu. Hvað er framundan? Bara æfingar og svo ætla ég í frjálsíþróttaskólann í byrjun sumars. Öldungamót í Borgarnesi Molduxar sigruðu næstum því Hinar síungu körfuboltahetjur í Molduxum á Sauðárkróki brugðu undir sig betri fætinum síðastliðinn föstudag og brunuðu í Borgarnes, fyrir sunnan. Þar var í bígerð öldungamót fjögurra liða í körfubolta, en auk Molduxanna voru heimamenn í Skallagrími, Valur og Fram. Segja má að spennan hafi hafist strax í fyrsta leik þegar Geiri Eyjólfs liðstjóri ákvað að setja sjálfan sig inná ásamt hraustustu hetjum liðsins þegar Molduxarnir öttu kappi við heimamenn. Fól hann Árna Egils að gæta varamannabekkj- arins og skipta mönnum inná ef á þyrfti að halda. Þegar Molduxar voru komnir í 12 – 2 fannst Árna rétt að skipta og gerði það hraustlega. Tók hann alla útaf nema Ágúst foringja og setti sjálfan sig inná ásamt sínum smæstu bræðrum sem höfðu vermt tréverkið fram að þessu. Skipti engum togum að heima- menn gengu á lagið og komust yfir 16-14 eftir skamma stund og höfðu yfirhöndina í hálfleik. Reyndist ákvörðun liðstjór- ans dýrkeypt því þegar upp var staðið í mótslok voru þrjú lið jöfn með jafnmarga sigra en stiga- munur sem réði úrslitum. Fór svo að Framarar fóru heim með bikarinn, Valsarar enduðu í öðru sæti en Molduxar í þriðja með minnsta stigamuninn. Skömm liðstjórans var það mikil að hann sagði af sér embætti strax að móti loknu en í refsingarskini við hann var uppsögnin ekki tekin til greina. Maður mótsins var ekki valinn að þessu sinni svo Mold- uxar ákváðu að velja Svein Brynjar sem mann mótsins á leiðinni heim enda átti hann stórleik allt kvöldið. Hefur það aldrei gerst áður. Sem fyrr var lið Molduxa í langflottustu búningunum. /PP Lið Molduxa var myndarlegt í Borgarnesi og skaraði framúr á rúmlega öllum sviðum. U-16 ára landsliðið Guðlaug Rún valin Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir í Tindastól hefur verið valin í U-16 ára landslið stúlkna í körfubolta sem tekur þátt í Norðurlanda- mótinu í Solna í Svíþjóð í maí nk. Á Tindastóll.is segir að Tómas Holton sé þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Lárus Jónsson þjálfari Hamars. Alls eru það tólf leikmenn sem voru valdir í hópinn. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.