Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 23

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 23
09/2013 Feykir 23 mikill mótunartími í þessum efnum sem öðrum. En áður en ég lauk menntaskólanum má segja að ég hafði þegar ákveðið að fara í guðfræðinám, það kom eiginlega aldrei annað til greina hjá mér. Ár mín í guðfræðideildinni voru líka stór suðupottur, en ég fann prestsköllun mína – eða réttara sagt, Guð kallaði mig til sín – einhvern tíma á því fimm ára tímabili sem námið tók. Ég hef jafnan orð Jakobs ættföðurs að leiðarljósi, er hann glímdi við Guð við ána Penúel: Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig. Þessi orð höfðu mikla þýðingu fyrir mig á viðkvæmum tíma á leið minni inn í prestsskap. Nú kemur þú af höfuðborgar- svæðinu og sest að á Hofsósi, litlum stað á landsbyggð- inni. Hvernig leist þér á það í upphafi og hvernig hefur gengið? -Tími okkar í Skagafirði hefur verið yndis- legur í einu orði sagt, á því er enginn vafi, viðburðarríkur, lærdómsríkur og ómetanlegur í alla staði. Vissulega var þetta dálítil óvissuför í upphafi. Við þekktum enga hér fyrir, ég hafði aldrei verið í sveit og mundi ekki einu sinni eftir því að hafa farið hér um áður en við kynntum okkur svæðið. En við sáum alls ekki eftir því að fara frá Reykjavík, við vissum hvaðan við fórum. En hvert við vorum að fara var kannski önnur spurning. Að sumu leyti var þetta eins og að stíga inn í annan veruleika. En til að gera langa sögu stutta var engu líkara en að okkur hafi verið ætlað að koma hingað. Allt passaði einhvern vegin frá fyrsta degi. Okkur var líka yndislega vel tekið af öllum og höfum eignast dásamlega vini og samstarfsfólk. – Ég þótti reyndar ekki ýkja prestslegur til að byrja með, var góðlátlega kallaður „fermingardrengur“ af sumum sökum unglegs útlits. Ég er ekki kallaður fermingardrengur lengur og sakna þess dálítið. Nú er ég ögn venjulegri og hversdagslegri á mínum stað – ef til vill virðulegri, eða sveitalegri, ég veit það ekki – og þykir mér það mikil upphefð og forréttindi. Telur þú að kirkjan eða kristin trú skipti ungt fólk miklu máli í dag? -Ég held að það sé ákaflega misjafnt og því ekki gott að fullyrða of mikið um það. Ungt fólk er ólíkt að þessu leyti sem öðru. Sumt ungt fólk er tortryggið í garð kirkju og kristinnar trúar, þó það risti misjafnlega djúpt. Það á ekki bara við um íslensk ungmenni, sá andi svífur víða yfir vötnum úti í heimi. En ég hallast engu að síður að því að mun fleiri líti kirkjuna sem og kristna trú jákvæðum augum. Margir hafa tekið þátt í barna- og æskulýðsstarfi og kynnst af eigin raun – burtséð frá því hvert viðhorf leita síðar – því góða og jákvæða starfi sem þar fer fram í þágu barna og unglinga. Eins held ég að allir sem velta kristinni trú fyrir sér í raun og veru sjái hversu mikla þýðingu hún hefur, ekki bara á daglegt líf, heldur á viðhorf okkar til lífsins almennt. Við spyrjum okkur, ungt fólk ekki síður en annað, hvort Guð sé til og hvernig hann er, hvaðan við komum, hvert við stefnum, hver tilgangur og merking lífsins er, hvernig okkur ber að breyta o.s.frv. Kristin trú svarar þessum spurningum og veitir þannig tiltekna lífssýn og afstöðu til lífsins. Það skiptir sannarlega máli, ekki síst í samanburði við þá öndverðu lífssýn sem fólgin er í guðleysi. En kirkjan þarf vitanlega að sýna fram á hversu þýðingarmikil kristin trú er og vanda sig í samtali sínu við ungt fólk, vera opin fyrir spurningum og efasemdum og svara í alvöru en af einlægni – og á það ekki síst við í fermingarfræðslunni. Umfram allt þarf kirkjan, þ.e.a.s. allt kristið fólk, að sýna fram á þýðingu kristinnar trúar með því að bera henni sjálft vitni í eigin lífi, hvarvetna og á öllum tímum, blygðunarlaust. Hvenær fara fermingarat- hafnir fram hjá þér þetta vorið? -Þær fara fram hér og þar og á ólíkum tímum. Ég hef kostað kapps um að koma til móts við þarfir og óskir fólks, sem eru ólíkar, þegar kemur að fermingarathöfnunum. Fyrsta fermingarathöfnin fer fram um páskana og sú síðasta á sjómannadaginn – og nokkrar þar á milli. En ég segi: Því fleiri athafnir þeim mun fleiri tilefni til að koma saman í kirkjunni á góðum degi. Viltu segja okkur frá ferm- ingardeginum þínum? -Úff, 22 ár er langur tími! Ég á oft nógu erfitt með að muna aftur um mánuð eða svo, jafnvel viku. Fermingardagurinn minn var nokkuð hefðbundinn mundi ég segja. Fermingarathöfn og veisla heima í faðmi stór- fjölskyldunnar. Ég fermdist í Árbæjarkirkju hjá sr. Guðmundi Þorsteinssyni dómprófasti, eldri og virðu- legum presti. Smáatriðin eru nú horfin, verð ég að segja, ég man til dæmis ekki hvaða ritningarvers ég valdi mér og fór með í athöfninni. En minningin um daginn vekur upp ljúfar og góðar tilfinningar. Þótt maður hafi ekki hugsað um þá, þegar maður stóð við altarið í kirkjunni, get ég sagt að fátt hafi skipt meira máli í mínum lífi en sú stund. Þó man ég eftir því að amma mín kvartaði undan því að hafa ekki fengið nægan tíma til bænatals er hún gekk til altaris. Fermingarbörnin voru víst mörg og því þurfti allt að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Þess vegna hef ég alltaf áréttað fyrir fólki að við flýtum okkur ekki meira en þörf er á heldur tökum okkur þann tíma til athafnarinnar sem við viljum og njótum hennar. Hver er helsti munur á fermingarathöfnum í dag og þegar þú sjálfur fermdist? -Ég held að það sé ekki ýkja mikill munur á, form athafnarinnar er í grundvallaratriðum það sama. Það mætti reyndar segja mér að tónlistin, sálmavalið, hafi eitthvað breyst í gegnum árin. En allar athafnir eru einstakar, enda ólíkt fólk á ferð í hvert skipti. Og vissulega setja prestar sinn svip á athafnirnar líka, og þeir eru ólíkir eins og við vitum. Ef ég tala út frá eigin prestsreynslu hef ég reynt að forðast of langar athafnir formsins vegna og leitast við að hafa þær persónulegar. En auðvitað er ekki það sama að ferma stóran hóp í einni athöfn eða tvo eða einn, eins og algengt er hjá mér. Fámenn ferming býður upp á annan blæ en fjölmenn. En hvert sem form athafnarinnar beinlínis er varðar það meiru hvað við tökum með okkur inn í kirkjuna og, umfram allt, upp að altarinu, hvað við skiljum þar eftir og tökum með okkur úr kirkjunni og út í lífið að athöfninni lokinni. Ég óska fermingarbörnum ársins innilega til hamingju með fermingu sína og bið þeim og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur á Hofsósi er fæddur á Akranesi árið 1977, bjó í Borgarnesi til þriggja ára aldurs en ól manninn upp frá því í Reykjavík – þar til hann flutti norður. Gunnar segir að trú hafi ekki beinlínis verið fyrirferðarmikil í uppeldinu þótt hann hafi alls ekki verið alinn upp á vantrúuðu heimili. Feykir sendi Gunnari nokkrar spurningar og forvitnaðist fyrst um bakgrunninn. Foreldrar mínir eru Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna og Sigþrúður Sigurðardóttir móttökuritari á bráðadeild Landspítalans. Föðurfólkið mitt teygir anga sína, í gegnum afa minn og ömmu, annars vegar vestur til Skógarstrandar á Snæfellsnesi og hins vegar austur í Beru- fjörð. Móðuramma mín fædd- ist í Vogunum í Reykjavík, móðurafi minn minn var af Mýrunum, náskyldur Auði djúpúðgu. Varstu alinn upp á trúuðu heimili? -Ég get ekki sagt að svo hafi verið þótt ég hafi alls ekki verið alinn upp á vantrúuðu heimili. Trú var ekki beinlínis fyrirferðarmikil í uppeldi mínu, svo ég muni eftir. En hún var vissulega til staðar þótt hennar sæjust ef til vill ekki merki dag frá degi. Móðir mín er mjög andlega sinnuð kona og ég fékk ráðrúm til að hugsa minn gang í trúarlegum efnum. Hins vegar varð ég snemma fyrir miklum áhrifum frá afa mínum og alnafna sem var einlægur trúmaður og mjög kirkjurækinn. Hann sáði fræjum sem spruttu síðar upp og er ákaflega þýðingarmikil manneskja í mínu lífi. Af hverju og hvenær ákvaðst þú að gerast prestur? -Ég get ekki dagsett þá ákvörðun mína að gerast prestur – ef mína ákvörðun má kalla. Þetta var ferli sem tók langan tíma. Ég trúi því að Guð hafi sjálfur leitt mig áfram veginn í þeim efnum þótt ég vissi ekki alltaf hvert stefnan lægi. Upp úr fermingu tók ég að hugsa meira en áður um trú, Guð, Jesú og Biblíuna og velti lífinu og tilverunni mikið fyrir mér eins og algengt er hjá unglingum. Unglingsárin voru Sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur á Hofsósi Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig VIÐTAL Páll Friðriksson Eins og myndin ber með sér tekur sr. Gunnar þátt í mottumars í ár og hvetur hann fólk til að styðja gott málefni í því verkefni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.