Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 20

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 20
20 Feykir 09/2013 Í Fermingarblaði Feykis er ómissandi þáttur að heyra í fermingarbörnunum sjálfum. Hér svara nokkur börn á Norðurlandi vestra ýmsum spurningum um trúna og fermingarundirbúningin. Ferming Spurt & svarað UMSJÓN Berglind Þotsteinsdóttir Ásdís Brynja Jónsdóttir Ásdís Brynja fermdist þann 3. mars í Þingeyrakirkju en prestur var sr. Sveinbjörn Einarsson. Foreldrar hennar eru Jón Gíslason og Eline Schrijver. Hvers vegna valdir þú að fermast? - Ég ætla að játa trú mína á Guði. Hefur þú velt trúarmálum mikið fyrir þér? - Nei, ekki mjög mikið. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? - Ég hef verið að lesa Líf með Jesú og svo fór ég í Vatnaskóg í haust. Hvar verður veislan haldin? - Veislan verður haldin heima hjá mér. Er búið að ákveða matseðilinn? - Já. Er búið að kaupa fermingarfötin? - Já. Hver er óskafermingargjöfin? - Ég er ekki alveg viss en væri alveg til í eitthvað með hestum. Ísak Þórir Ísólfsson Líndal Ísak Þórir fermist þann 14. apríl í Víðidalstungukirkju en prestur verður sr. Guðni Ólafsson. Foreldrar hans eru Ísólfur Líndal og Vigdís Gunnarsdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? - Af því að ég er að játa trú mína á Guði. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? - Já, svolítið Hvernig hefur fermingar- undirbúningnum verið háttað? - Ég hef verið í fermingarfræðslu, farið í kirkju, búið til boðskort, undirbúið veisluna og skipulagt hitt og þetta. Hvar verður veislan haldin? -Í veitingasalnum á Gauksmýri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Nei, ekki alveg en það verða alveg pottþétt kökur! Er búið að finna fermingarfötin? -Nei, ég ætla að geyma það aðeins ég er ennþá að stækka svo mikið. Hver er óska fermingargjöfin? -Rúm, tölva, boxpúði, það kemur svo margt til greina! Selma Björt Magnúsdóttir Selma Björt Magnúsdóttir fermist þann 24. mars í Sauðárkróks- kirkju en presturinn verður sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Foreldrar hennar eru þau Magnús H. Hinriksson og Sonja Sif Sigurðardóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina og kristna trú. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, ekki mikið. Hvernig hefur fermingar- undirbúningnum verið háttað? -Ég er búin að vera í fermingarfræðslu einu sinni í viku í vetur og hef verið að mæta í messur. Núna erum við að byrja að undirbúa fermingarveisluna. Hvar verður veislan haldin? -Í frímúrara- húsinu. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Það verður matur og kökur á eftir. Er búið að finna fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég veit það ekki. Pétur Arnar Kárason Pétur Arnar fermist þann 27. apríl í Blönduóskirkju en prestur verður sr. Sveinbjörn Einarsson. Foreldrar hans eru Eva Hrund Pétursdóttir og Kári Kárason. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Ég vil staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, frekar mikið Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Fermingarundirbúningurinn byrjaði í haust með því að fermingarbörn frá Blönduósi, Sauðárkróki, Hvammstanga, Húnavöllum og Skagaströnd fóru saman í Vatnaskóg. Þar fengum við fræðslu um kristna trú, síðan hefur fermingarfræðsla verið á hverjum þriðjudegi frá áramótum og hef ég farið í sjö messur í vetur. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður haldin í félagsheimilinu á Blönduósi. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Nei, ekki alveg, en þar sem tvíburasystir mín hún Karen Sól er líka að fermast þá held ég að það verði bæði matur og kaffi því annað okkar vill mat en hitt kökur. Er búið að finna fermingarfötin? -Nei, en ég er búinn að ákveða hvernig þau eiga að vera. Hver er óska fermingargjöfin? -Óska fermingargjöfin mín er að fara í Bobby Charlton fótboltaskólann, en hana fékk ég í fyrra svo ég kæmist með vini mínum. Pétur Arnar og Karen Sól.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.