Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 27

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 27
09/2013 Feykir 27 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er boðinn í fermingarveislu. Tilvitnanir vikunnar Ef þú vilt koma í veg fyrir að vera gagnrýndur, þá skaltu ekkert gera, ekkert segja og ekkert vera. – Jóhannes Sv. Kjarval Óklifin fjöllin fram undan buga þig ekki heldur steinvalan í skónum. – Muhammad Ali Sudoku Jóbergur Eldibrandur spámiðill og árunuddari, sem er mikils virtur á andlega sviðinu, fer létt með að spá í innihald tilbúinna matvæla. Sérstaklega reynist honum létt að greina hvort að merar í látum hafa slæðst í nautahakkið. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur Ótrúlegt en kannski satt Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og samkvæmt Vísindavefnum sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Það þykir afar merkilegt, en ótrúlegt og kannski satt þá geta Krókódílar ekki rekið út úr sér tunguna. Krossgáta SIGURLAUG REYNALDSDÓTTIR -Já. SVANHILDUR EINARSDÓTTIR -Já. BIRTA ÓSK LAURSEN -- Já, ég fermdist árið 2010 ATLI EINARSSON -- Já, borgaralega. Feykir spyr... Fermdist þú? [Spurt á Sauðárkróki] Um ferminguna Íslendingar hafa lagt mikið upp úr kristilegri uppfræðslu barna í aldanna rás en séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili ritar í bók sinni, Íslenzkir þjóðhættir, að fermingarlöggjöfin hafi verið lögleidd árið 1744. „Þegar búið var að veita börnunum þá kristilegu uppfræðingu, sem nægja þótti, voru þau fermd eftir 1744. Áður voru þau spurð á kirkjugólfi fram um 18 ára aldur og síðan vísað þaðan. Fermingin hefur farið fram eins og hún hefir gert allt til þessa. Sú skoðun hefir verið almennt ríkjandi hér í landi, að börnin væru heiðin, á meðan þau væru ófermd, en kristnuðust við ferminguna. Er því enn algengt í sumum sveitum að kalla, að börn kristnist, er þau eru fermd, og að kristna = ferma, sbr. >> hann var þar fram yfir kristni << = fermingu.“ (Jónas Jónasson, 2010, bls. 275). /BÞ Saksóknari: „Drapstu manninn?!“ Sakborningur: „Nei það gerði ég ekki.“ Saksóknari: „Veistu hvað dóm þú getur fengið fyrir að ljúga fyrir rétti?!“ Sakborningur: „Já, það veit ég, og það er sko töluvert minna en fyrir morð.“ - - - - - Lögfræðingur: „Dómari, ég óska eftir því að málinu verði haldið áfram út af nýrri uppgötvun.“ -„Nú,“ segir dómarinn, „hver er uppgötvunin?“ -„Sjáðu til dómari,“ segir lögfræðingurinn. „Ég komst að því að hann á enn til 100 þúsund í peningum.“ - - - - - Gengi ræningja ræðst fyrir mistök inn á lögfræðistofu til að ræna. Lögfræðingarnir gáfu sig alls ekki auðveldlega og veittu mikla mótspyrnu. Þegar gengið komst út könnuðu þeir hvað þeir höfðu upp úr krafsinu. „Þetta er ekki svo slæmt“ segir einn, „við eigum samtals 5.000 kall“. Höfuðpaurinn er ekki sáttur. -„Hvað meinarðu með að þetta sé ekki slæmt? Við áttum 10 þúsund þegar við fórum inn“. - - - - - Lögfræðingagrín UMSJÓN Sara María Ásgeirsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.