Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 14

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 14
14 Feykir 09/2013 Fjölmiðlahópur var starfandi hjá Feyki í einn dag á Opnum dögum FNV í síðustu viku. Sjö ungmenni, þar af fjórar stelpur og þrír strákar, skráðu sig til leiks og fengu „alvöru“ fjölmiðlaverkefni til úrlausnar, s.s. viðtöl, umfjallanir og spurningu vikunnar. Hér er afrakstur vinnu ungmennanna, einnig á bls. 27. Opnir dagar í Fjölbraut Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Elísa Björk segir Opna daga vera til þess að brjóta upp hið hversdagslega skólalíf og nemendur fái að hafa gaman án þess að vera að læra. Hvað er gert á opnum dögum? -Hvað er ekki gert? Brýtur upp hvers- dagslegt skólalíf Viðtal við Elísu Björk Einarsdóttur forseta NFNV um Opna daga UMSJÓN Sara María Ásgeirsdóttir Það er mjög margt í boði, alveg frá júdó- námskeiði og í matreiðslunámskeið. Úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið og nú. Var góð þátttaka hjá nemendum? -Þátttakan var mjög góð, ég er mjög ánægð með nemendur. Hvernig gekk að fá fólk til að halda námskeiðin sem í boði voru? -Ótrúlega vel, allir voru mikið til í að halda námskeið og rétta fram hjálparhönd við undirbúning. Nú er árshátíðin haldin á lokadegi Opnu daganna, hvernig hefur undirbúningur fyrir hana gengið? -Það hefur gengið mjög vel og þétt dagskrá. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? -Takk fyrir þátttökuna og vonandi skemmtirðu þér vel á Opnum dögum. Dreifnám frá nemendum Ragnar og Helga Rún segja frá reynslu sinni Þegar dreifnámið byrjaði á Hvammstanga sl. haust þá voru 17 nemendur skráðir. Uppruna- lega þurfti minnst tíu manns til að námið yrði að veruleika, en þegar þetta byrjaði, þá fór það fram úr björtustu vonum. Það hefur áður komið fram hvernig dreifnámið er formlega, en nú verður talað um hvernig er að vera nemandi í því. Það vakna kannski spurningar um félagslíf og UMSJÓN Ragnar Bragi Ægisson og Helga Rún Jóhannsdóttir skemmtanir, en allir aðal viðburðir eins og árshátíð, söngvarakeppni og menningarkvöld, eru stílaðir inn á svokallaðar staðarlotur þar sem nemendurnir koma á Krókinn, gista á vistinni og fara í tíma þar samkvæmt stundaskrá. Eftir þessa aðalviðburði eru böll svo við missum ekki af þeim. Lykilatriði í því að vera í dreifnámi er það að skapa sitt eigið félagslíf, það er kannski erfitt í fyrstu en það kemur svo allt. En við erum samt alltaf velkomin á Krókinn hvenær sem er. Að vera í dreifnámi getur verið mjög hentugt og huggulegt. Maður getur tekið bílprófið og æfingaraksturinn heima og með foreldrum og búið ennþá heima og sleppt því að borga leigu. Borðað það sem maður vill og fær heimilismat eins og maður er vanur, meiri stuðning frá foreldrum og maður ræður mikið yfir sér sjálfur. Það þarf samt að beita sjálfan sig aga til að læra því það er ekki fylgst eins með því í tímum. Í húsnæðinu þarf að hafa að okkar mati setustofu, kaffi eða eldunaraðstöðu og auka rými til að læra í. Það þarf stórt rými til að hafa sem kennslustofu og mikið af innstungum, þar sem mest allt nám fer fram í gegnum tölvu og til að tengja allan útbúnað fyrir fjarfundarbúnaðinn sem er kennt í gegnum. Það þarf líka nóg af stólum og borðum, t.d. þegar það er verið að taka próf. Á hinum endanum eru aðrir nemendur í tíma ásamt kennara. Í eldhúsinu okkar erum við með mikið af þarfabúnaði, það sem við höfum mest not af er örbylgjuofn, samlokugrill, brauðrist, ísskápur og poppvél. Í setustofunni er mikilvægt að hafa slatta af leguplássi og mjúka sófa og stóla. Það þarf líka að hafa aðstöðu fyrir umsjónarmann. Í dreifnáminu eru nokkrar reglur, en þær eru mjög einfaldar og eru í raun heilbrigð skynsemi. Við erum búin að taka það upp en það er inná Youtube, ef maður skrifar „dreifnáms reglur“ þá kemur það upp. Linkur> http://www.youtube.com/watch?v=BMvDjY1H8dY Minn fermingardagur var haldinn 25. apríl 2010. Við byrjuðum að undirbúa fermingardaginn mjög snemma, mamma var sú sem tók mestan þátt í að undirbúa daginn. Við fjölskyldan vöknuðum Gleymdi ritningarversinu Heiðrún Marý Björnsdóttir : Fermingardagurinn minn eldsnemma og byrjuðum strax að gera mig tilbúna fyrir daginn, greiða hárið og gera mann sætan. Við mættum í kirkjuna og þar fermdist ég, eina stelpan með fimm strákum. Ég get sagt að ég var það stressuð að ég gleymdi ritningarversinu mínu. Veislan var haldin eftir kirkjuna, þar tók ég á móti gestunum og margt fleira. Þótt mér hafi fundist kakan mín vond, þurfti að vera á hælum í sjö tíma, heilsa öllu þessu fólki sem ég þekkti aðeins helminginn af og hafi gleymt ritningar- versinu mínu fyrir framan alla í kirkjunni, fannst mér þetta vera æðislegur dagur. UMSJÓN Jón Freyr Gíslason og Heiðrún Marý Björnsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.